Vikan


Vikan - 04.09.1941, Side 3

Vikan - 04.09.1941, Side 3
VIKAN, nr. 36, 1941 3 Bertram og- Klausmann tóku annað flothylkið af flugvélinni og settu á það mastur og árar. Þeir reyndu að bjarga sér burtu á sjónum, en urðu að snúa við vegna mikils storms. Seinna reyndu þeir það aftur, en árangurslaust. 40 daga matarlausir. F'ramhald af forsíðu. mögnlegt var: Skammbyssu, vatnsbrúsa, sígarettur og eldspýtur. Þeir gengu eins vel frá flugvélinni og þeir gátu og lögðu síðan af stað. Norð-austurströnd Ástralíu er mjög örðug yfirferðar og mönnunum gekk seint. Vatnsbrúsinn eyðilagðist og vatnið fór allt niður. Áttu þeir að fara aftur til vélar- innar? Hvað gætu þeir komizt lengi af með þá fáu lítra af vatni, sem þeir höfðu ? Þeir héldu áfram. I tvo daga héldu þeir áfram. Bak við hverja hæð vonuðust þeir eftir vatni, reyk, bát eða einhverju lífsmarki. Þeir fundu ekki til sultar ennþá. En þeir voru orðnir særðir af göngunni og sólin brenndi þá. Þriðja daginn komu þeir að litlum firði, sem lá langt inn í landið. Þeir ákváðu að synda yfir hann. Þeir bundu fötin og það, sem þeir höfðu meðferðis í böggla á bakið, en Bertram setti byssuna undir sólhjálm- ínn sinn. Þegar þeir voru hálfnaðir, sá Bertram krókódíla á eftir þeim. Hann varð sem steini lostinn, en gerði síðan vini sínum aðvart. Þeir losuðu sig við böggl- ana og náðu með herkjum til lands hinu- megin. Þeir frelsuðust, en höfðu nú ekkert lengur, nema sólhjálmana, hálsklútana og byssuna. Þeir urðu að snúa við til vélarinnar. Nú gengu þeir inn fyrir fjörðinn til að varast krókódílana.. Þegar heitast var á daginn, skriðu þeir í skugga við klappirnar. Einu sinni sá Bertram stökkdýr og greip byss- una. Hann hugsaði ekki um kjötið heldur folóðið. En skotið hitti ekki. Honum datt í hug, hvað auðvelt væri að binda enda á allar þjáningar þeirra — og kastaði byss- unni í fjörðinn. Þeir gengu stundum saman í brennandi sólinni og fætur þeirra voru sem flakandi sár. Á nóttunum grófu þeir sig í sandinn og skýldu andlitunum með sólhjálmunum. En annar handleggurinn varð alltaf að vera uppundan. Á fjórða degi frá því að þeir yfirgáfu krókódílafjörðinn komu þeir aftur að flugvélinni. Þar var vatn! ' Hrein, þurr föt, bolli af vatni og geta setið inni í flugvélinni — það var himn- eskt. Nú höfðu þeir verið á þessum slóðum í sjö sólarhringa og voru særðir og von- daufir. Aftur kom spurningin, hvað nú? Vatnið gat í mesta lagi enzt í 6—7 sólar- hringa. En nú var farið að leita að þeim. Sama daginn og þeir nauðlentu fóru flugvélar, skip og bilar að leita þeirra á ströndinni milli Wyndham og Port Ðarwin og á Timor- hafinu. En ekkert fannst. Vonin um að bjarga þeim hvarf. Engum datt í hug, að þeir væru á þessari vatnslausu strönd, þar sem álitið var, að enginn gæti lifað nema í 3—4 daga. Bertram og Klausmann höfðu ekki séð nein merki um menn á gönguferð sinni austur með ströndinni. Nú urðu þeir að reyna vesturáttina. En þeir gátu ekki geng- ið á særðum fótunum. Þeir tóku annan „bátinn“ af flugvélinni, settu mastur og árar í hann, fylltu eitt af vatnsþéttu hólf- unum með drykkjarvatni og settu farang- urinn í annað hólf. Þeir höfðu misst mest af farangrinum í krókódílafjörðinn. Eld- spýtur vantaði þá tilfinnanlegast. Bertram bjó til kveikjara úr kveikjara flugvélar- innar, benzíni og bómull. Þeir höfðu aðeins vatn, 12 vindla, 50 sígarettur, ofurlítið reyktóbak og eina pípu — til að lifa á. Bertram „saumaði" ágætis segl úr tveimur baðkápum og einum buxum. Þrir saumuðu með snæri og skrúflykli. Nú var sulturinn farinn að segja til sín. Allan daginn þráðu þeir kvöldið, þegar þeir fengju hálfan bolla af vatni, eina sígarettu og hálfan vindil. Erfiðast var að ná flothylkinu af flug- vélinni, svo að hún ylti ekki, því að þeir Svona hrjóstrug' er norðvesturströnd Ástralíu. 1 sjö sólarhringa ráfuðu Bertram og Klausmann um í þessari óbyggð — matar- og drykkjarlausir. Bertram „saumaði" ágætt segl úr tveimur baðkápum og einum buxum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.