Vikan - 04.09.1941, Qupperneq 6
6
VIKAN, nr. 36, 1941
„Gœttu stúlkunnar minnar."
AU ólust upp saman í Emerton:
Franny Haldver og þrír ungu menn-
irnir hennar.
Það voru þeir Rudy West, sem var dökk-
ur og stríðhærður. Hann var bakvörður í
knattspyrnuliðinu þeirra í Emerton
menntaskólanum. Pen Jason, sem var með
rauðbrúnt hár og fjörleg augu og var
framvörður í knattspyrnuliðinu og í álíka
miklum hávegum hafður og Rudy.
Að lokum var svo Henry Mayo, sem
alltaf sat á áhorfendasvæðinu með Franny.
Hann var hár og grannur og horfði alvar-
lega og með miklum áhuga á hetjurnar á
vellinum.
Franny var ljóshærð og hafði gaman af
knattspymu. Hún hafði ofurlítið uppbrett
nef, sem var svo fallegt á hlið, að enginn
þeirra lét sér detta í hug, að þeir sæu
nokkurn tíma fallegra nef.
Þannig leið tíminn. Rudy og Pen fóru í
háskóla og Henry ók með Franny á braut-
arstöðina. Henry vann þá við vélafyrir-
tæki í Emerton.
Hann ók með Franny á leiki og dans-
leiki, er haldnir voru í skólanum, sem
Rudy og Pen voru á. Hann gerði sig
ánægðan með að vera meðal þeirra og
horfa á Franny dansa við Rudy og Pen
til skiptis í fallega kjólnum sínum.
Enginn vissi, hvort Pen eða Rudy
myndi bera sigur úr býtum. Engum datt
í hug, að Henry kæmi til greina — og
allra sízt Henry sjálfum.
Hann var búinn að reikna þetta allt
saman út og var ánægður með það: hvor-
um þeirra, sem Franny giftist, þá þyrfti
hinn á vináttu að halda, og það var ein-
mitt nokkuð fyrir Henry. Seinna mundu
þeir tveir svo geta orðið vinir fjölskyld-
unnar, ef til vill eins og föður- eða móður-
bræður . . .
Þannig mundi ekkert geta eyðilagt fé-
lagsskap þeirra f jögurra.
Þetta var áður en nokkur gerði ráð
fyrir, að áform þjóðhöfðingja í Evrópu
gætu haft áhrif á líf ungra manna í Ame-
ríku.
Tíminn leið og Pen og Rudy voru í há-
skólanum. Rudy fór svo að vinna við
tryggingar, en Pen Jason stundaði laga-
nám. Henry Mayo var þá sölustjóri hjá
vélafyrirtækinu í Emerton.
Franny varð alltaf fallegri og fallegri
og hún bauð oft piltunum þrem heim til
sín að borða. Hún bjó til eins góðan mat
og móðir Rudys eða Pens og jafnvel móðir
Henrys, sögðu þeir allir í hrifningu.
Nú var kominn miður október.
Það var svo sem auðvitað, að Rudy
West mundi ekki bíða eftir að verða tek-
inn í herinn. Hann var sá fyrsti, sem
kvaddi og fór og gekk í flugherinn. Hann
bauð þeim öllum þremur heim til sín til
Sm ásaga
eftir
STANLEY PAUL.
að segja þeim frá því, og á eftir óku þau
með honum á brautarstöðina. Rudy var
einmitt rétti maðurinn til að verða fiug-
maður — hugaður, ævintýramaður og
djarfur. Það var auðvelt að ímynda sér
hann í flugvélinni bera við blátt loftið í
Texas.
Rudy dró Henry til hliðar á brautarstöð-
inni: „Það er dálítið, sem ég þarf að biðja
þig fyrir,“ sagði hann. „Gættu stúlkunnar
minnar, á meðan ég er í burtu.“
Henry átti erfitt með að láta vera að
depla augunum. Það var elckert, sem hon-
um var ver við en að missa vin. Hann tók
nærri sér að kveðja vin, sem átti að vera
lengi í burtu.
„Auðvitað geri ég það, Rudy,“ gat hann
loks stunið upp.
Þegar Pen Jason hafði mikið að gera,
þá fór Henry með Franny út um allar
trissur: þau fóru í kvikmyndahús, út-
reiðartúra, á veitingahús og yfirleitt allt,
sem Franny vildi.
Hún hafði aldrei orð á því, að ekki neitt
sérstakt hefði farið fram á milli hennar og
Rudy. En það var heldur ekki hægt að bú-
ast við, að stúlka eins og Franny færi að
tala um það, fyrr en allt væri komið í lag
á milli þeirra.
Samt töluðu þau um Rudy. Henry var
vanur að segja: „Ég vildi vera í hans spor-
um. En mig myndi svima uppi í loftinu.
En Rudy? Hann kann lagið á því!“
Franny virtist samþykkja það þegjandi.
Allt í einu kvaddi svo Pen Jason líka.
Hann bauð þeim einnig heim til sín að
borða. Hann var að fara til Washington,
þar sem hann sagðist eiga góða vini. Hann
vonaði, að þeir mundu koma honum að í
upplýsingamálaráðuneytinu. Það var staða
fyrir hann!
Já, það mundi vera staða fyrir hann,
sem hafði alls konar hugmyndir í kollin-
um, er aðallega voru sóttar til kvikmynda-
húsanna. Umgangast helztu menn lands-
ins og konur í skinnkápum. Þar var rétti
staðurinn fyrir Pen. Hann mundi koma
þannig fram, að öllum geðjaðist að honum
og brosa að öllu.
Pen dró Henry til hliðar á brautarstöð-
inni rétt áður en lestin kom, alveg eins og
Rudy hafði gert.
„Gættu stúlkunnar minnar, vinur minn,“
sagði Pen við hann. Aftur urðu tilfinningar
Henry harla einkennilegar, eins og þegar
Rudy fór. „Auðvitað, Pen,“ tókst honum
að lokum að svara.
Og hann stóð við það. Hann gætti
Frannyar fyrir þá báða. Hann sá um, að
hún væri aldrei einmana og leiddist aldrei
á kvöldin. Nú höfðu þau tvo að tala um.
Henry talaði að minnsta kosti um þá
báða. Franny var einkennilega þögul, þeg-
ar þann talaði um, hvað það væri gott að
eiga tvo vini, annan í flughernum og hinn
hvorki meira né minna en í útbreiðslu-
málaráðuneytinu.
Henry bjóst við, að hún væri svona þög-
ul, af því að hún væri að reyna að gera
upp á milli þeirra. Hann var sannfærður
um, að hún hafði verið að hugsa um það
kvöldið, sem hún snéri sér að honum og
sagði: „Þú gætir vist ekki hjálpað mér?“
„Hjálpað þér með hvað, Franny?“
„Með Rudy og Pen,“ sagði Franny.
Hann viðurkenndi, að hann gæti það
ekki. Hvorugur hafði nokkurn galla. Þeg-
ar hann var um það bil hálfnaður að telja
upp alla kosti þeirra, fór Fanny inn.
Henry var alveg steini lostinn, þegar
boðið um liðssamanköllunina kom. Ekki
svo að skilja, að hann hefði ekki búizt við
því einhvem tíma. En ekki einmitt þennan
dag, sem var eins og allir aðrir með öllum
venjulegu störfunum.
Hann mætti á tilteknum stað og var lát-
inn afklæðast. Það var danglað í hann og
síðan var hjartað athugað. Fjörlegi mað-
urinn, sem framkvæmdi þetta, sagði, að
hann væri hraustur og sprækur og sagði
honum, hvar og hvenær hann ætti að gefa
sig fram næst.
Hann átti að fara með lestinni á þriðju-
dagsmorgun til Fort Benjamin Harrison,
þar sem tekið yrði á móti nokkur hundruð
ungum mönnum og þeim skipað niður.
Á sunnudag kom Rudy West heim. Hann
var ekki mjög ánægður, því að hann var
nú smár í eigin augum og vesæll. Hann
hafði ekki getað farið í flugherinn. Það var
eitthvað að skynjunartaugum hans. Hann
hafði orðið of illa útleikinn í knattspyrnu.
Rudy vissi ekki vel, hvað hann ætlaði sér
að gera.
Daginn eftir kom Pen Jason. Pen var
heldur ekki mjög upplitsdjarfur. Vinir
hans í Washington höfðu ekki verið eins
áhrifamiklir og hann hafði haldið.
Franny sýndi þeim báðum mikla hlut-
tekningu og var mjög góð við þá báða.
Það var ómögulegt að sjá, hvors óánægja
hafði meiri áhrif á hana.
Henry ákvað að láta þau ekkert vita, að
hann væri að fara, fyrst báðir vinir hans
voru svona óhamingjusamir. I raun og
veru hafði hann þegar hugsað sér að
kveðja þau ekki einu sinni. Hann átti erfitt
Framhald á bls. 14.