Vikan - 04.09.1941, Síða 13
VIKAN, nr. 36, 1941
13
Cocktail‘
StMtt framhaldssaga
Forsaga:
Julia Trevor er að dansa
við Henry Van Tyle, ung-
an, auðugan piparsvein á veitingahúsinu
Kit Kat. Hún reynir með öllu móti að fá
hann til að biðja sín. Hún vill ná í pen-
inga og virðulega stöðu í þjóðfélaginu.
Þama kynnist hún Willy, auðugum kaup-
sýslumanni.
„Þetta líkar mér! Við skulum gera okkur reglu-
lega glaðan dag,“ sagði Willy og var allur að
bráðna undan brosum og augnatillitum Júlíu.
Hún dansaði aftur við Henry. En skap hans
hafði breyzt. Kampavínið var nú farið að stíga
henni til höfuðs, svo að hún var enn ófyrirleitnari.
„Júlia! Gættu þin! Fólk horfir á þig,“ sagði
hann í aðvörunartón.
„Mér er sama um fólkið. Við erum hrifin hvort
■af öðru, Henry, er það ekki satt? Henry, þú ert
ástfanginn af mér? Segðu, að þú elskir mig,“
andvarpaði Júlia.
„Uss, Júlía, fólkið gæti heyrt til þin.“ Henry
var ekki að verða um sel. „Komdu, við skulum
setjast og ég bið um kaffi.“
„Ég er ekki drukkin. Ég er bara að skemmta
mér.“ En hún gekk samt ofurlítið óstöðugt með
Henry að borðinu. Willy Krass spratt á fætur til
að hleypa henni fram hjá og settist svo við hlið-
ina á henni.
„Það er sími til yðar, herra minn,“ sagði þjónn-
inn við Henry. Hann fór fram.
„Þér eruð fyrirtaks stúlka, Júlía," sagði Willie.
„Og ég er stórhrifin af yður. Mig langar til að
gefa yður eitthvað til minningar um þetta kvöld.
Hvaða símanúmer er annars hjá yður? Við get-
um ef til vill skemmt okkur dálítið á morgun
líka? Ég get kannske komið því svo fyrir, að ég
J)urfi ekki að fara á morgun."
En allt í einu virtist hann muna eftir einhverju,
því að hann setti stút á munninn og flautaði.
„Svei mér þá, ef það er ekki giftingardagurinn
okkar á morgun, og þá vitið þér, hvemig það er.“
Hann varð kindarlegur á svipinn. „Ég verð að
kaupa einhverja gjöf handa henni. Þér vilduð
kannske hjálpa mér að velja hana?“
„Svo að þér emð þá kvæntur," sagði Júlía. Hún
var ekki í eins góðu skapi og áður. „Þér emð þá
líklega með mynd af konunni og bömunum í
vasabókinni yðar?“ bætti hún hæðnislega við, þvi
að hún var allt i einu orðin leið á Willy.
Hann tók ekki eftir hæðninni og andlit hans
ljómaði. „Vissulega!" Hann tók nokkrar ljósmynd-
ir út úr vasabók sinni. „Hérna er nú gamla konan
mín. Hér er elzti sonurinn og Buddy og dóttirin
og hér er það minnsta. Allt saman prýðis böm.“
„Ég efast ekki um það, ef þau líkjast föður
sínum.“ Júlía brosti. Hún skoðaði myndirnar. Hún
sagði hægt og sljólega, án þess að taka eftir að
Henry var kominn aftur og híufði setzt beint á
móti henni: „Hún hefir hlotið að vera falleg, óður
en hún átti öll þessi böm.“
Willy varð undrandi. „En ég sagði yður, að
þetta væm prýðis böm,“ endurtók hann og var
hjálparvana á svipinn.
„Þykir yður vænt um þau?“
Ljósbláu augun stækkuðu. „Já, sannarlega. Ég
vildi ekki missa þau fyrir milljónir dollara! Hvað
væri heimilið án þeirra?“
„Hvað er heimilið án móður?" tautaði Júlia
hæðnislega.
„Þykir yður ekki gaman að bömum, ungfrú
Júlía?“ spurði Willy, sem nú var orðinn dauða-
dmkkinn.
„Nei, ekki sérlega. Það er óþarfi að gráta yfir
því!“ svaraði hún kuldalega.
Svipur hans æsti hana enn meira.
„Það er hlægilegt allt þetta stagl ykkar mann-
anna um móður og bam,“ sagði hún reiðilega.
„Hugsið þér um sjálfan yður, sem emð úti í nótt
og reynið að vera ástleitinn við mig og hvaða
stúlku, sem vera vildi, og grátið svo yfir böm-
imum yðar! Þér emð hræsnari — skiljið þér
það?“ Henni leiddist Willy Krass og kampavínið
hafði farið þannig með hana, að hún tók ekki
eftir Henry, sem hlaut að heyra til hennar.
„En þér viljið þó eiga böm sjálfar, þegar þér
giftist. Allar stúlkur vilja það, ég á við allar
góðar stúikur vilja það. Til þess em þær — það
er bara lögmál náttúmnnar!"
„Lögmál náttúmnnar em ekki til! Hvemig get-
ið þér þulið þetta gamla mgl? Haldið þér, að ég
ætli að ganga í gegnum öll þau leiðindi, þegar
ég giftist? Verið þér nú ekki að stæla við mig.
Ég segi yður, að ég vil ekki eiga böm. Og margar
stúlkur hugsa eins og ég. Ég vil ekki eiga þau!
Maðurinn minn,“ hún reigði höfuðið, „mim brátt
komast að því!“
Júlía var svo æst, að hún sá ekki, þegar Henry
læddist frá borðinu. Hún hefði orðið óð, ef hún
hefði vitað, að þessi orð hennar vom rothöggið
á það, að Henry bæði hennar nokkum tíma!
Henrj' Van Tyle hallaði sér aftur á bak í skrif-
borðsstólnum sinum og horfði á Georg vin sinn.
Þetta var „daginn eftir“ og sólarljósið, sem
skein inn um stóm gluggana, gerði mennina ofur-
lítið minna föla á svipinn heldur en þeir í raun
og' vem vom.
„Höfuðið á mér er eins og blaðra,“ sagði Heniy.
„Miklir fádæma asnar getum við verið! Til hvers
er svo eiginlega þetta samkvæmislíf ?“
„Andstyggileg líðan daginn eftir,“ svaraði
Georg og gretti sig.
„Til hvers? Til þess að sagan endurtaki sig?"
Nú hringdi síminn. Júlia var í símanum! Rödd
hennar var skýr og mjúk.
„Halló, gamli! Hvemig líður þér? Mér líður
prýðilega. Ég er komin á fætur og búin að fara
út. Ég er nýkomin inn aftur."
Henry gretti sig. Klukkan var aðeins fimmtán
mínútur yfir ellefu og þetta var ótrúlegt, eftir
því sem Júlía var í gærkveldi.
Ef hann hefði getað séð í gegnum simann, þá
hefði hann séð Júlíu í rúminu, stofustúlkuna henn-
ar standa við rúmið með höfuðverkjarmeðal og
annað þess háttar, glas af vatni, flösku með eini-
berjavini og appelsínusafa.
Stúlkan brosti, þegar hún heyrði húsmóður
sína segja þetta í simann. A meðan Júlia var að
tala í símann lét stúlkan poka með is á enni
hennar og gaf henni glas með einiberjavini og
appelsínusafa.
III. KAPlTULT.
Henry kvaddi við fyrsta tækifæri og lét
heymartólið á símann. „Hvemig er þetta kven-
fólk eiginlega gert?“ sagði hann og gretti sig.
stúlkan.
eftir May Christie.
„Vaka allar nætur, em svo og svo mikið drukkn-
ar, og þegar maður talar við þær morguninn
eftir, þá em þær eins og ekkert hafi skeð!“
„Og svo em þær kallaðar veika kynið! Það er
hálf hlægilegt," sagði George. „Fynndist þér ekki,
að við ættum að bregða okkur dálitið út úr
borginni ?“
„Það væri hreint ekki sem vitlausast. Ég er
orðinn dauðleiður á að drekka og lifa þessu svo-
kallaða skemmtanalífi. Mig langar til að bregða
mér í burtu, að minnsta kosti þangað til melt-
ingin er komin í lag aftur." Hann þagði andar-
tak. „Hvemig væri að við brygðum okkur til bú-
garðsins míns í Kentucky? Við ættum bara að
fara strax! Það er hvort sem er ekkert sérstakt
að gera i dag." Það lifnaði yfir honum.
„Agætt! Þá getum við farið á Kentucky veð-
reiðamar um leið. Þetta er ágæt uppástunga."
Eftir tvær stundir vom þeir á hraðri ferð með
lestinni suður á bóginn, án þess að láta nokk-
um af vinum sínum vita af því.
Henry komst i því betra skap sem þeir fjar-
lægðust New York meira. Júlía ... ? Nei, hann
kærði sig ekki um að hugsa um hana . . . ekki
á þessum bjarta vordegi . .. því að óafvitandi
hafði hún opnað augu hans.
Á Cedar Tree Farm stöðinni var Lefty Glyn,
ráðsmaður Henry, kominn til að taka á móti
þeim. Hann hafði tvo negra með sér til að ann-
ast um farangur þeirra.
Henry kynnti George fyrir Lefty með þessum
orðum: „Þessi náungi hefir meira vit á hestum,
en nokkur maður hér í Kentucky!"
„Er það í fyrstá sinni, sem þér komið hingað?"
spurði Lefty og brosti út undir eym. „Jæja, þér
komuð þá á réttum tíma, þvi að vorið er dásam-
lega fallegt hér.“
Þegar vinimir höfðu lokið við fyrstu máltíðina
á Ceder Tree Farm og sátu úti á svölunum og
reyktu vindla, kom Lefty til að segja nokkur
orð við húsbónda sinn. Það leit út fyrir, að eitt-
hvað væri að hjá einum af fjallbúunum þar
skammt frá. Sjúkur nautgripur hafði fundizt á
einum bóndabænum þar í grennd. Heilbrigðis-
fulltrúinn var á leið þangað. Eigandinn hafði I
hótunum.
„Þeir taka mjög hart á öllum dýrasjúkdóm-
um hér,“ sagði ráðsmaðurinn. „Þeir hafa neyðzt
til að drepa mikið af nautgripum upp á síð-
kastið."
„Það er bezt, að við fömm og vitum, hvað
við getum gert," sagði Henry. „Ég vorkenni
þessu vesalings fólki."
Lefty ók þeim báðum í bílnum sínum og komu
þeir brátt að húsi fjallabúans. Hann varði sig af
miklum ákafa. Heilbrigðisfulltrúinn var kominn
og var að rannsaka nautið.
„Snautið þér í -burtu héðan! Ég segi yður að
hypja yður í burtu héðan, áður en þér hljótið
verra af!“ Bóndinn og fjölskylda hans hafði
safnazt saman fyrir framan húsið og bóndinn
var ævareiður við heilbrigðisfulltrúann.
„Getum við ekki gert eitthvað?" spurði Henry
ráðsmann sinn.
„Nei, ekki nema sannfært aumingja fólkið
um, að allir verði að beygja sig fyrir lögunum."
Á þessu augnabliki, þegar þeir vom að stiga
út úr bílnum, fór bóndinn inn í húsið sitt og
kom aftur með gamla og úr sér gengna byssu.
„Þetta lítur illa út. Ég held, að við ættum ekki
að skipta okkur af þessu," tautaði George.