Vikan


Vikan - 04.09.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 04.09.1941, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 36, 1941 „Gættu stúlkunnar minnar.u Framhald af bls. 6. með að kveðja, og að kveðja þau þrjú í einu, það var allt of mikið. Hann mundi skrifa þeim, þegar hann kæmi á ákvörð- unarstaðinn og segja, að þau myndu sjást einhvern tíma seinna; það var allt og sumt. Hann kvaddi móður sína. Henni þótti leiðinlegt að missa hann, en hún tók því skynsamlega. Hún vissi, að þetta var hluti af skyldum Henrys og hún var glöð yfir því, að hann skyldi vera fær um að inna þær af hendi. Á brautarstöðinni var margt fólk. Það hafði jafnvel verið komið með hljómsveit. Henry stóð og horfði á fjölskyldur ungu mannanna kveðja þá og unnustuna kveðja unnustann feimnislega. 1 fyrsta sinn á æv- inni fannst honum hann vera einmana. Það var næstum eins og að hafa heimþrá. Heim- þrá áður en hann var kominn af stað! Hon- um fannst hann vera hræðilegur aumingi. En einmitt þegar lestin var að koma á brautarstöðina sá hann hlut, sem hann kannaðist við. Það var bíllinn hans Rudy Wests. Þau komu öll þrjú út og allt í einu var allt komið á ringulreið. Rudy fékk honum einhver ósköp af sígarettum og Pen jós í hann blöðum og tímaritum, en Franny stóð beint fyrir framan hann og horfði á hann eins og sært dýr. „Hvers vegna sagðir þú okkur ekki frá þessu?“ spurði hún. „Já — sjáðu til“, sagði Henry. „Það er — ég á við —“ „Við hefðum aldrei komizt að því nógu tímanlega, ef það hefði ekki staðið í morg- unblöðunum!“ „Stóð það þar?“ spurði Henry undrandi. „Henry Mayo! Skilurðu það ekki, að þú ert sá fyrsti af okkur, sem raunverulega fer!“ „Já, en Fran, sjáðu nú til — hvað um það? Ég á við, að ég gerði bara eins og mér var sagt.“ Franny gekk fast að honum. Lestin var nú alveg að koma. „Gerirðu alltaf það, sem þér er sagt að gera?“ Hún varð að hrópa, því að nú var hávaðinn í lestinni orðinn yfirgnæfandi. „Hvað? Já“, sagði Henry. „Ég geri ráð fyrir, að ég geri það.“ „Kysstu mig þá!“ sagði Franny. „Flýttu þér, Henry. Kysstu mig, áður en það verð- ur of seint.“ Lestin urgaði fyrir aftan hann, en það var samt enn meiri hávaði í eyrum Henrys. Kyssa hana! Og sjáið, hún meinar það! Fallegi, rauði munnurinn hennar teygði sig á móti honum. Henry kyssti hana — eins og bróðir. Að minnsta kosti byrjaði hann þannig. En það breyttist í eitthvað eldheitt og hún lagði handleggina utan um hálsinn á hon- um. „Ástin mín!“ Henry var sá eini, sem heyrði það, og sá eini, sem gat vitað, hvað hún átti við. Nú vissi hann, að allt var eins og það átti að vera, rétt eins og þau hefðu ekki gert annað seinustu árin en tala um það. Nú opnuðust honum allar mögulegar leiðir, sem hann hafði ekki einu sinni þor- að að láta sig dreyma um áður. Hann sá allt í gegnum þoku, þegar varir Franny færðust frá honum. Hann heyrði brautarþjóninn hrópa viðvörun til sín, heyrði hljómsveitina spila og einhvers staðar sá hann grilla í fölt andlit Rudy Wests og undrandi ásjónu Pen Jasons. Henry rétti fram báðar hendurnar og greip í hendur þeirra. „Þakka ykkur fyrir, strákar," sagði hann við þá. „Gætið stúlkunnar minnar á meðan ég er í burtu.“ Bekinn burtu af nazistura. Mynd þessi er af Sydney B. Redecker, sem er einn þeirra mörgu ræðismanna Ameríkumanna, sem nazistar hafa skipað að loka skrifstofum sín- um. Hann var sendiherra í Frankfurt. Hann er kærður fyrir að hafa „staðið að áróðursfréttum, sem voru óvingjamlegar í garð Þjóðverja". Allar ræðismannaskrifstofur í flestum hemumdu lönd- unum eru nú lokaðar. Blómadrotfcning. Mynd þessi er af blómadrottningu í Bandaríkj- unum og er hún á leið til Washington. Hún var kjörin drottning kirsuberjablómanna og er dóttir liðsforingja í her Bandarikjanna. 104. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: — 1. minjasafn. — 11. kropp. 12. fljót. — 13. sterk. — 14. treg. — 16. suð. — 19. loðdýr. — 20. for. — 21. löngun. — 22. fær. — 23. ás. — 27. tveir samstæðir. — 28. sjó. — 29. fólk. —30. píslarvottur. — 31. forsetning. — 34. goð. — 35. vitleysa. — 41. heilli. — 42. tangi. — 43. erfðalöndin. — 47. söngfræðitákn. — 49. óð. — 50. óþétt. — 51. bára. — 52. vafi. — 53. teng- ing. — 56. úttekið. -— 57. plóg. — 58. nauð. — 59. hryggur. •— 61. úrgangur. — 65. sáu. — 67. vagg- ar. ■— 68. óþrifakind. — 71. eygja. — 73. ben. —> 74. fuglshreiður. Lóðrétt skýring: 1. rotnun. — 2. féfletta. — 3. málfr.sk.st. — 4. frjóögn. — 5. spíra. — 6. pakki. -— 7. álpast. — 8. ílát. — 9. vatn. — 10. snös. — 11. hjálpartæki. — 15. stássgripur. — 17. hug. — 18. hugboð. — 19. hreinn. — 24. við. — 25. þráð. — 26. niðja. — 27. moldryk. — 32. ljós. — 33. verk. — 35. gleðst.-— 36. egg. — 37. grimmdar- hljóð. — 38. forsetning. — 39. mál. — 40. atviks- orð. — 44. angrar. — 45. ijótur. — 46. sneru. — 48. dý. — 49. iðka. — 54. heiður. — 55. fallna menn. — 57. nytjaland. — 60. fóru á fætur. — 62. bragðgóð. — 63. enda. — 64. auð. — 66.. dropa. — 68. belti. — 70. endi. — 71. titill. — 72.. faðir. Lausn á 103. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Hrafnistumenn. — 11. þey. — 12. áin. — 13. óró. — 14. eim. — 16. erti. — 19. ótta. — 20. ann. — 21. þau. — 22. öls. — 23. ká. — 27. án. — 28. ilm. — 29. kaldari. — 30. una. — 31. nl. — 34. ab. — 35. hildarleika. — 41. aðili. — 42. liðug. — 43. klettasylla. — 47. þý. — 49. óð. — 50. ost. — 51. dauðadá. — 52. Ægi. — 53. ra. — 56. nr. •— 57. smá. — 58. væn. — 59. sög. — 61. taka. — 65. næma. — 67. ara. — 68. em. — 71. óra. — 73. far. — 74. kringilfættur. Lóðrétt: 1. her. — 2. ryta. — 3. fá. — 4. nið. — 5. in. — 6. tó. — 7. urð. — 8. mó. — 9. nets. — 10. nit. — 11. þekkingarþorsta. — 15. manna- byggðirnar. — 17. inn. — 18. galdur. — 19. ólm. — 24. áll. — 25. vald. — 26. tré. — 27. ána. — 32. hilla. — 33. skila. — 35. hik. — 36. Lie. — 37, amt. — 38. lás. — 39. ill. — 40. aða. — 44. traf. — 45. auðsær. — 46. yndi. — 48. ýsa. — 49. ógn. — 54. ama. — 55. fön. — 57. skar. — 60. gæfu. — 62. ark. — 63. arg. — 64. fræ. — 66. mar. — 68. en. — 70. Ni. — 71. óf. — 72. at. Svör við spurningum á bls. 2: 1. 110 metrar. 2. Á Sikiley. 3. 88 (52 hvítar og 36 svartar). 4. Jack London (1876—1916). 5. cif = cost, insuranee, freight (kostnaður, vá- trygging, farmgjald) merkir, að í verði Sé falinn allur kostnaður til viðtökuhafnar. 6. 1 London 1889. 7. 870—930. 8. Skuggamynd. 9. Montmartre. 10. Öll dýr, sem hafa heitt blóð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.