Vikan - 04.09.1941, Side 5
VIKAN, nr. 36, 1941
5
Flugmennirnir ásamt fjórum af mönnunum, sem tóku þátt í leitinni, eftir
að presturinn i Drysdale hafði fengið grun um, að þeir væru lifandi,
þegar negrinn fann sígarettuhylki Bertrams.
Gómsætur stökkdýrshali! En tennur flugmannanna voru orðnar svo laus-
ar, að negrarnir urðu að tyggja kjötið fyrir þá.
mönnunum, kom negri með bréf frá prest-
inum í Drysdale á norðurströndinni til
lögreglunnar í Wyndham. Presturinn sagð-
ist hafa orðið flugmannanna var. Báturinn
hans hafði bilað í fyrsta sinn í tvö ár og
hann hafði siglt inn með ströndinni til
Wyndham. Þar heyrði hann um hvarf
flugmannanna.
Á leiðinni til baka varð hann að leita
skjóls í lítilli vík. Negri kom þá um borð
og sýndi honum sígarettuhylki með stöf-
unum H. B. Hann sagðist hafa verið að
veiða og séð spor eftir tvo hvíta menn og
fundið þetta. Þá varð prestinum ljóst, að
flugmennirnir hlytu að hafa Ient. Hann
hafði sent negra til að leita og bað nú lög-
regluna um hjálp.
Bertram vaknaði við að Klausmann
hljóðaði. Hann var lengi að átta sig, og sá
þá að negri stóð í opi gjárinnar. Hann var
með fisk í hendinni, sem hann svo rétti
flugmönnunum. Þeir borðuðu hann hráan.
Negrinn reyndi að tala við þá, en þeir
skildu hann ekki. Þá hljóp hann burtu og
gaf merki með reyk. 1 f jarska var honum
svarað með annari reyksúlu. Stundu seinna
Seinna kom Marshall lögregluþjónn með niður-
soðinn mat i dósum.
komu þrír negrar í viðbót og fengu Ber-
tram bréf. Utan á því stóð: Til týndu flug-
mannanna. I því stóð, að leit væri aftur
hafin að þeim, og að þeir ættu að senda
einn negrann af stað, þá myndi verða sent
eftir þeim og þeim sendur matur.
En nú fylltist gjáin af matarlykt. Tveir
negrar voru sendir af stað og Bertram og
Klausmann undruðust, hve hratt þeir gátu
farið.
Daginn eftir kveiktu negrarnir stórt
bál og stöðugt komu fleiri negrar. Matur-
inn var búinn, en negrarnir höfðu drepið
stökkdýr, sem þeir ætluðu að gæða flug-
mönnunum á. Bertram reyndi að bíta í
kjötið, en tennur hans voru orðnar lausar.
Negramir reyndu að berja kjötið, þangað
til það yrði meyrt, en það dugði ekki til.
Þá tók einn negrinn kjöt og tuggði það og
fékk Bertram það síðan. Hann tók við því
með þökkum og borðaði það með beztu
lyst. Negrarnir tuggðu nú og mötuðu flug-
mennina. Það kvöld var ekkert kjöt til
handa negrunum, því að Bertram og
Klausmann voru orðnir svo gráðugir í mat,
að þeir borðuðu allt kjötið.
Foringinn gerði þeim skiljanlegt, að 8
dagar væm þangað til mennimir gætu
komið aftur. Á meðan biðu þeir og lifðu
á stökkdýrum, sem negrarnir drápu. Á 7.
degi kom negri með eftirfarandi bréf:
Framhald á bls. 15.
Marshall lögregluþjónn (til hægri) kemur 47 dögum eftir aö flugmenn-
imir nauðlentu.