Vikan


Vikan - 04.09.1941, Síða 15

Vikan - 04.09.1941, Síða 15
VIKAN, nr. 36, 1941 Cymbelina fagra eftir Charles Garvice. Skytturnar eftir Alexander Dumas, og Maðurinn sem hlær eftir Victor Hugo, eru bæk- ur, sem allir geta lesið sér til ánægju. Bókav. Kr. Kristjánssonar Hafnarstræti 19, Itvík. Mynd þessi er af fiskiþorpinu Umanak á vesturströnd Grænlands, sem Bandaríkin hafa nú tekið undir vemdarvæng sinn. Stjóm Bandaríkjanna gerði samning við sendiherra Kristjáns X. og varð Grænland þá raun- vemlegt verndarriki Bandarikjanna. Áður höfðu þýzkar flugvélar sézt á sveimi yfir Grænlandi. 40 daga matarlausir í eyðimörk Ástralíu. Framh. af bls. 5. „Kæru vinir! Eftir örstutta stund komum við til ykkar. Látið ekki gleði- fréttirnar fá of mikið á ykkur. Þjáningum ykkar er lokið. Marshall lögregluþjónn.“ Það var 47. daginn eftir að þeir nauðlentu. Um kvöldið sátu f jórir hvítir menn við bál- ið, Bertram, Klausmann, Mar- shall lögregluþjónn og fylgdar- maður hans, ásamt hóp af negr- um. Þá fengu flugmennirnir að heyra alla söguna, hvemig tókst að bjarga þeim. Fjórum dögum seinna kom vélbáturinn frá Wyndham og 53. daginn, eftir að þeir lentu, stigu flugmennimir á land í Wyndham. Klausmann var mjög veikur og var fluttur á sjúkrahú's. En Bertram fékk ánægjuna af að fljúga flugvél sinni heim, enda þótt það væri ekki fyrr en 14 mánuðum eftir að hann lagði af stað í þetta ævintýraríka ferðalag. Roosevelt í fjölleikahúsi. Franklin Delano Roosevelt þriðji skemmtir sér í fjölleikahúsi i New York ásamt móður sinni, konu Franklin D. Roosevelt yngri (fædd Ethel du Pont). Sonar- sonur forsetans horfir stórum augum á lífið og tilveruna. ►>»»»»»»»»»>>»»»»»»»»»»»»»»»» >I< *I< | Yeggfódur | _ _ 1 | lím og málningarvörur | í< $ >5 *;< $ verdur ávallt bezt að kaupa hiá okkur í v --- ---------- .*____——— V V V >5 ►!< Verzlunin Brynja Sími 4160 »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»;< Ensk'Islenzk samtalsbók fæst nú í öllum bókaverzlunum Þar eru allar almeraiustu setningar í dag- legu tali, bæði á ensku og íslenzku. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ KB Umsóknum um ellilaun og örorkubætur f yrir árið 1941 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2—5, nema á laug- ardögum eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérstaklega beðnir að vera við því búnir, að gefa upplýsingar um eignir sín- ar og tekjur frá 1. okt. 1940 og um framfærslu- skylda venzlamenn sína (börn, kjörbörn, for- eldra, kjörforeldra og maka). Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1942 og hafa ekki notið þeirra árið 1941, verða að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingar- stofnunar ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð, nema þeir fái sérstaka tilkynn- ingu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um siim til viðtals á lækningastofu sinni, Vestur- götu 3, alla virka daga aðra en laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á réttum tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki teknar til greina. Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.