Vikan


Vikan - 13.11.1941, Qupperneq 15

Vikan - 13.11.1941, Qupperneq 15
VTKAN, nr. 46, 1941 Laus í rásinni. Framhald af bls. 5. „Þú hefir lítið verið heima upp á síð- kastið. Hvernig lízt þér á að ég komi og við fáum okkur frískt loft?“ Hún stóð sem steini lostin. „Molly, ertu þarna?“ „Já.“ „Heyrðir þú, hvað ég sagði? Má ég koma og sækja þig?“ „Já,“ svaraði hún. Hvers vegna ekki? Kurteis og góður piltur, hafði ungfrú Price sagt. Hún ætlaði aldrei að komast upp til sín aftur. Hún púðraði sig, greiddi sér og setti á sig hatt. Stundarkorni síðar sat hún á veitingahúsi með Harry og drakk sítrón. Hún sá sig og Harry í speglinum beint á móti. Harry var ekki með neitt hálsbindi og skyrtan hans var opin í hálsinn, svo að ungur og sterklegur háls hans kom greinilega í ljós. „Ertu búin?“ spurði Harry. „Þú skilur helminginn eftir.“ . „Mig langar ekki í meira.“ Allir strætisvagnar voru fullir, svo að þau gengu upp í Central Park. Þar voru allir bekkir skipaðir. Alhr virt- ust vera úti á skemmtigöngu. „Hérna,“ sagði Harry, þegar hann fann lausan bekk. Hann andvarpaði, þegar hún settist hjá honum. Bekkurinn var á af- skekktum stað. Molly fannst eins og hun sæti inni í herbergi með háum, grænum veggjum og bláu lofti. Hvar skyldi Guy vera núna ? Hvað var hann að gera ? Skyldu vera tré í Bar Harbor eða aðeins hafið? Eða skyldi hann vera á einhverju fínu yeitingahúsi, sem hann hafði aldrei farið með hana á? '.jiUiiiiiiiiiimuilÍMm'imiiiiimiiiMiMimiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiMiiiiimmiv,, -S Z J Dægrastytting | 'j. ^ 1 ....MMMMMI.MMMMMI MIIIMMIIMItMIIIIIMIIIIIIIMMIMIMIIv' Orðaþraut. ÆR A AT A LAG UND ORG FAR FAR ÆSA MÁR M A N Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Ef þeir stafir elm lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð. Orðið er árheiti í Eyjafirði. Hver gettir lesið þetta? 1) Up psk alt ukj ölklíf ak öide rsj ávardr ífa. 2) Só linv aru mþ aðbilaðg ang ati lvið ar. 3) Þarvá ruþe irt ils ólarf allsu mkvel dit. 4) All irþ ögn auðuþ cg arh annk omídy rag ætti na. ■5) Þíni rlæ kirr enn iútág ötu nao gvat hsl indi rás træ tinu. Hún fann Harry leggja handlegginn utan um sig. „Molly.“ „Já, Harry?“ „Þú ert indæl.“ Hún fann traustan handlegg hans utan um sig. Hafði Harry sömu tilfinningar gagnvart henni eins og hún gagnvart Guy ? Ég geri ráð fyrir að við eigum saman, hugsaði Molly. „Molly.“ „Já, Harry?“ „Heyrðu, þér þykir ofurlítið vænt um mig, er það ekki?“ „Jú.“ „Mér þykir líka vænt um þig. Það er meira en það, Molly. Ég er bálskotinn í þér.“ Hún sat grafkyrr. „Molly, okkur hefir komið ágætlega sam- an og ég er bálskotinn í þér. Hvað segir þú um það? Ja, því ekki?“ „Ja, því ekki? Ég verð að gleyma Guy,“ sagði hún við sjálfa sig, en upphátt sagði hún: „Já, Harry — ég skal reyna að vera þér góð kona.“ „Molly —“ „Ég mundi vera örugg í einhverri lítilli íbúð með þér, Harry. Ég gæti lært að mat- reiða og í fyrstu gæti ég haldið áfram að vinna úti.“ „Já, en heyrðu, Molly —“ „Hvað, Harry ?“ „Ég var ekki beinlínis að tala um brúð- kaup, sérðu.“ „Ekki — en hvað þá? Hvað?“ Hann sagði hálfbrosandi: „Vertu góða stúlkan. Við lifum ekki nema einu sinni.“ Hún vildi helzt deyja, þegar hún skildi, hvað hann átti við. Hún heyrði hann segja: „Ég hefi eiginlega ekki nóg til að ég geti stofnað heimili.“ Þá sleit hún sig frá hon- um og hljóp í burtu. Annar maðurinn var ]ðað er aíveg: dæíðanlegí7 Fyrir mörgum árum var haldin mjög einkennileg leiksýning í Manila. Fangarnir í fangelsinu þar sýndu leikrit í leikhúsi, sem þeir höfðu sjálfir byggt. Leikritið var samið og útbúið af föngunum og áhorfend- urnir voru eintómir fangar. Mannslíkami, sem vegur 135 pund, inni- heldur sama efni og 1200 hænuegg. Þar að auki er nægilegt gas til að fylla gasmælir, sem er 3649 rúmfet, nægilegt járn í fjóra Reikningsþrautir. 1. Hvað getur hundur hlaupið langt inn í skóg? 2. Flækingur nokkur átti enga sígarettu. Hann fer út til að safna stubbum,.því að honum hefir verið ságt, að úr 7 sígarettustubbum geti hann búið til nýja sígarettu. Hann tínir 49 stubba. Hvað endast þeir lengi, ef hann reykir eina síga- rettu með þriggja stundarfjórðunga millibili? Svör á bls. 14. 13 of ríkur til að geta kvænst henni, en hinn var of fátækur! „Hvað verður um mig?“ snökti aumingja Molly Cade. Þegar hún kom út á götuna, fór hún að hugsa um „fátæka en heiðarlega piltinn“ og byrjaði að hlæja tryllingslega. Það var eins og eitthvað hefði brostið innra með henni. Þegar hún kom að húsinu, sem hún bjó í, var hún að hugsa um, hvort hún mundi nokkum tíma komast upp alla stigana. Hún stóð í neðsta þrepinu og hélt dauða- haldi í handriðið. Allt í einu sá hún ein- hvern standa uppi á efsta þrepinu og ganga niður til hennar. Hún náði varla andan- um. „Guy!“ „Ég hefi verið að bíða eftir þér, Molly.“ Hún kom ekki upp nokkru orði, en stóð aðeins og horfði á hann. „Ég hefi verið að koma öllu í lag. Ég var í Bar Harbor,“ sagði Guy Farr. „Molly — ó, Molly, ég verð að fá þig!“ Hún færði sig aftur á bak. „Molly, gæturðu hugsað þér að giftast mér?“ # Þegar stúlkan í hanzkadeildinni spurði ungfrú Price, hvað Molly Farr hefði gert henni, þá gat hún ekki sagt: „Ég varð mér til athlægis frammi fyrir henni. Allt, sem ég sagði henni, reyndist rangt.“ Hún gat aðeins sagt: „Ég tilheyri ekki hennar stétt.“ Ungfrú Price datt aldrei í hug, þegar hún var gerð að forstöðukonu sokkadeild- arinnar, að það væri Molly Farr að þakka. Hún gat ekki enn trúað því, að stúlka eins og Molly gæti haft áhrif á mann eins og Guy Farr. stóra járnnagla, tólg í 75 kerti og eitt stykki af sápu og nægilegur fosfór í 8064 eldspýtustokka. Úr þeim efnum, sem þá eru eftir, er hægt að vinna 6 teskeiðar af salti, eina skál af sykri og 45 lítra af vatni. # Bóndakona nokkur hafði verið á markaði í Danmörku. Á leiðinni heim kom hún auga á héra, sem hafði orðið fastur í gildru. Hún reyndi að kyrkja hérann með vasaklútn- um sínum, en hérinn losnaði og skauzt frá henni með vasaklútinn um hálsinn. Til allrar óhamingju hafði konan bundið alla peningana sína, um það bil 1000 krónur, í hornið á vasaklútnum. * Einn af þeim mönnum, sem kunna flest tungumál, mun vera enskur prestur, að nafni Wilston. Hann kann átta indVersk tungumál og sextán mál, sem töluð eru í Afríku og þar að auki hefir hann tals- verða æfingu í sex málum, sem töluð eru á eyjum í Kyrrahafinu. Auk alls þessa kann hann flest þau tungumál, sem töluð eru í Evrópu. Hann segist aldrei rugla málun- um saman.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.