Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 7, 1943 lega mjög hentugur tími fyrir mig — að minnsta kosti langar mig til þess að sjá þau." „Já, þér getið vel fengið að skoða herbergin," sagði frú Bunbury og var nú öllu elskulegri. „Fólkið kemur ekki fyrr en á morgun, og frú Simpkinson fór héðan á mánudaginn var. — Þér getið vel fengið að sjá herbergin." Síðan gekk hún til hliðar og kipraði varirnar dálitið, átti það sennilega að vera bros, og bauð mér að ganga inn. „Nei, ég vil alls ekki vera að ónáða yður,“ sagði ég ákafur. „Þér leyfið kannske, að þjónustustúlka yðar sýnið mér herbergin —“ Eg var nefnilega að vona, að þjónustustúlkan vaeri málgefnari en veitingakonan. „Ég sýni helzt herbergi mín sjálf," sagði frúin. En ég gerði enn eina tilraun, og sú gamla stað- hæfing, að maður geti sveigt aðra undir vilja stun, ef maður ráðist á metnað þeirra, sannaðist enn einu sinni. „Nei, kæra frú," sagði ég, „það get ég ekki þegið. Ef þér hafið þjónustustúlku, þá látið hana koma með mér —■ annars krefst ég ekki." „Ef ég hefi þjónustustúlku! Þó að það væri nú.“ Prá þessu augnabliki vildi frú Bunbury allt gera til þess að sýna mér það, að hún hefði þjón- ystustúlku, og hve ágæt stúlka það væri, hún hrlngdi bjöllu, og er það bar engan árangur, þá kallaði hún í annað skipti: „Sally!" Þá kom Sally loks, rjóð í kinnum, en með vandlega greitt hár. Prú Bunbury kunni augsýni- lega að stýra húsi. Sally gekk nú á undan mér upp stigann, en frú Bunbury dró sig tignarlega i hlé til herbergja sinna. Herbergin voru eins og herbergi, sem leigð eru með húsgögnum, eru vön að vera. Það var ekkert við þau, er gat sérstaklega vakið athygli mina. Húsgögnin, sem voru vel hirt, stóðu einmitt þar, sem þau áttu að standa, og voru óbreytt og óþægileg, eins og oft er á slíkum stöðum. A borð- inu var ekki annað en lítil klukka, sem stóð ná- kvæmlega á miðju þess; á arinhillunni stóð gyllt borðklukka, tveir skræpóttir blómavasar og tveir háir kertastjakar, og stóðu allir þessir hlutir í röð eins og hermenn. Allt var hér hreint og þrifa- legt, laust við allan munað og óhóf. Ég hafði eiginlega alls ekki búizt við að finna neitt merkilegt í þessum herbergjum, en þar eð maður sem leynilögreglumaður er alltaf að leita að einhverju, þá varð ég gripinn örvæntingu yfir hinu hversdagslega útliti herbergjanna, þar til ég leit af tilviljun á eldstæðið. Það var arin eins og allir aðrir arinar, og hann var ákaflega lítið notalegur að sjá, þótt spýtur og kol væru lögð snyrtilega í hann. Kolin, sem hlutu að vera búin að liggja í honum dálítinn tíma, voru rykug, og nokkrum pappirsbútum hafði verið fleygt kæru- leysislega á hann. Það var að minnsta kosti þess virði að lesa þessa miðasnepla; það gat verið að þeir hefðu ekkert að geyma, en það gat líka verið, að þeir gætu orðið mér að einhverju gagni. Hver gat vitað um það? En nú var spurningin, hvemig ég ætti að ná þeim, á meðan stúlkan, sem augsýnilega hafði fengið stranga skipun um að hafa aldrei augun af væntalegum leigjendum, starði i sifellu á mig. Ég tók krónupening upp úr vestisvasa mínum og rétti stúlkunni hann. „Héma er smáræði fyrir ómak yðar, bamið mitt." Er hún rétti rauða hönd sína fram eftir krón- unni, lét ég hana detta á gólfið, lét sem ég hras- aði og ýtti um leið við henni með fætinum, þannig að hún rúllaði undir kommóðu eina. Ég gerði þetta að visu dálítið klunnalega, en náði þó til- ætluðum árangri, þvi að stúlkan horfði með áfergju á eftir peningnum. „Við verðum að ná í hana," sagði ég. „Skör- ungurinn er of breiður — viljið þér sækja regn- hlifina mina — hún er niðri í forstofunni." Sally fór niður og á sama augnabliki tindi ég upp alla sneplana. Ég sá undir eins, að tveir þeirra voru leifar af verzlunarbréfi, sem rifið hafði verið í sundur, en einn þeirra var saman- brotið nafnspjald, sem skrifað var á nokkur orð. Ég slétti úr því og las: „Philipp Harvey". Og hinum megin hafði verið skrifað, augsýni- lega í flýti: „Klukkan þrjú! — Húrra, það verður gaman!" Ég sá strax, að H-ið í húrra var alveg eins og stóra H-ið í bréfi því, er undirritað var „Philipp", og þar af leiðandi — eftir því sem mér þá fannst — einnig H-ið á ferðakistunni. Það kom seinna í ljós, að þetta var misskilningur, en hann var samt mjög eðlilegur. Er stúlkan kom inn með regnhlíf mína, stakk ég miðunum í vasann. Meðan við leituðum að krónunni, spurði ég hana nokkurra spurninga um fyrri leigjendurna, og ég komst að raun um, að hana vantaði ekki vilja til þess að leysa frá skjóðunni, heldur tæki- færi. „Já, konumar bjuggu hér i þrjár vikur, og þær vom mjög vingjamlegar; gamla konan gat stund- um orðið reið, er hún varð að hringja tvisvar — hún gat jafnvel orðið hamstola af reiði, eins og hún héldi að veslings þjónustustúlkurnar hefðu fjóra fætur en ekki tvo eins og annað fólk. Nei, það komu ekki margir til. þeirra, því að þær þekktu víst mjög fáa héma í Southend; það kom bara stundum gömul kona, sem leit út fyrir að vera ákaflega skapvond og ólundarleg; hún var hvíthærð og all-illmannleg á svipinn" — (uss, góða Sally, maður má ekki tala illa um hina látnu!) — „og svo tveir karlmenn, sem alltaf komu —“ . „Hvaða karlmenn?" „Presturinn og hinn — bróðir hans. Presturinn var góður og laglegur maður; þeir komu stundum mörgum sinnum á dag. Og ungfrúin" — Sally varð feimnisleg á svipinn — „ungfrúin og prest- urinn vom trúlofuð." Ég hefði sennilega ferígið hana til þess að segja meira, ef við hefðum ekki heyrt til frú Bunbury niðri í forstofunni. „Þama er frúin komin!" sagði Sally, sem nú var ánægð, því að hún var búin að fá krónuna. „Haldið þér, að það væri ekki bezt, að við fær- um niður?" Síðan hljóp hún út úr herberginu, og ég varð að fara á eftir henni, hvort sem mér var það ljúft eða leitt. 1 stiganum heppnaðist mér þó að fá lauslega lýsingu á þessum tveim mönnum, sem höfðu komið þar svo oft, og eftir þeirri lýsingu vissi ég strax, að Austin Harvey var annar mað- urinn. „Hinn var mjög líkur honum, en hann var hærri og augun meira innsokkinn — svona í trún- aði sagt, þá held ég, að hann lifi nokkuð hátt. Hann hét Philipp — en hann var alls ekki slæm- ur — alls ekki." „Herbergin eru hin ákjósanlegustu," sagði ég við frúna, sem beið min nokkuð óþolinmóð niðri, „og þau hæfa mér mjög vel." Ég spurðist fyrir um verðið og fannst mér það mjög sanngjamt. Síðan bar frúin fram þá ósk, að fá að vita nafnið á tilvonandi leigjanda sinum. „Spence," sagði ég, „Spence frá London." Mér er ekki um það gefið, að gefa upp rangt nafn — það hefir alltaf illar afleiðingar í för með sér. Fyrir þrjátíu áTum skipti ég um nafn fyrir fullt og allt, til þess að hlífa tilfinningum föður mins, en ég hefi síðan haldið svo fast við það, að mér finnst það nú vera hið rétta nafn mitt. Erla og unnust- inn. Veðlánarinn: Ég er feginn því, að yður skuli vera farið að ganga betur. Það kostar fjörutíu krónur að fá úrið aftur. Oddur: Héma eru peningamir. Ég er hamingjusamasti maðurinn í heiminum. Oddur: Nú skulda ég engum, er búinn að sætt- ast við Erlu og ætla að borða heima hjá henni í kvöld. Erla: Elsku Oddur.vinur minn, eldavélin okkar er biluð, svo að við verðum að borða á matsöluhúsi i kvöld. Oddur: Já — ha — hm — það er allt í lagi, vina mín. Veðlánarinn: Hvað? Eruð þér kominn oftur? Voruð þér nú að spila poker? Oddur: Nei, þeir getið ekki skilið mig. Viljið þér láta mig fá fjömtíu krónur fyrir úrið aftur?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.