Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 7, 1943 15 Gott ráð til þess að öðlast vini. Framhald af bls. 10. unarsvip — og það verður að játast, tortryggnissvip — á andliti hans, er hún í fyrsta skipti sagði: „Þú ert ibara góður „bridge“-spilamaður, Al- ivin“. (Þau höfðu áður háð mestu Iskærur sinar við spilaborðið). Hann var að eðlisfari ekki neinn handíðamaður, en er hann vann heil- an morgim við að gera við fjaðrirn- ar í bólstruðum stól, þá lét hún hann heyra nokkur hvetjandi viðurkenn- 'ingarorð. Brátt varð hún ekkert feimin við að láta hann heyra, að hún teldi sig ánægða yfir að eiga hann sem eiginmann. ' Og þött hún sæi þessa aðferð hafa bætandi áhrif á skap hans og hann leggja meira að sér, segist hún ekki hafa kunnað að meta hana fyllilega, fyrr en hann fór að segja líkt við hana. I fyrsta skipti, sem hann við mat- arborðið leit á hana og sagði: „Þetta er svei mér þá sá bezti búð- ingur, sem ég hefi nokkurn tíma bragðið,“ þá varð hún svo gagntek- in af hamingju, að hana langaði til þess að faðma hann að sér. Og hún hugsaði: „Fyrst þessi við- .urkenning frá hans hálfu getur gert mig svona hamingjusama, þá hlýtur mín viðurkenning að hafa góð áhrif á hann.“ Svo hún hélt áfram uppteknum hætti. Hún sagði það ekki, þegar engm ástæða var fyrir hendi, en not- aði hvert tækifæri til þess að viður- kenna — og láta hann vita, að hún kjmni að viðurkenna og meta það góða, sem hann gerði. Nú eru þau ein þeirra hamingju- sömustu hjóna, sem ég þekki. Hin gagnkvæma og heiðarlega viðurkenn- ing þeirra. á góðum gjörðum hvors um sig, hefir spunnið gullið net sitt um þau, svo að hjónaband þeirra stendur á föstum grundvelli. Ég skil ekki, hvers vegna fólk læt- ur ekki oftar í ljós viðurkenningu sina á gjörðum hvors annars. Það er gjöf, sem hver maður dáir, og hún kostar ekki einn eyri. Og vissulega eru óendanlega mörg tækifæri til þess að láta hana í ljós. Þér getið sýnt viðurkenningu manni yðar, konu yðar, börnum, nágrönn- um, vinum og starfsfólki. Ég get heldur ekki hugsað mér neitt, sem hefir meiri laun í för með sér. Ein af hinum óhjákvæmilegu af- leiðingum viðurkenningar er sú, að þér hljótið meira af þeim gæðum, sem þér viðurkennduð svo vingjam- lega. Viðurkenning yðar var gefin alveg sjálfkrafa. En svarið er, að þér hljótið meira af þvi, sem þér viður- kennduð að væri gott. Með þessu sannast hið fomkveðna: „Þvi meira, sem þú gefur, þeim mun meira mun þér hlotnast." Flugvélamar — og guð. Frank Gervasi, fréttaritari Col- lier’s, spurði Smuts hershöfðingja um möguleika Bretlands til að vinna striðið. Hinn frægi Suður-Afríku- maður svaraði: „Við vinnum áreiðanlega. Guð er með okkur." „Fyrirgefið, hershöfðingi,” sagði Gervasi brosandi, „en hve margar flugvélar á guð?“ Einn regndropi — í Pedro á Ch’ile var reist myndar stytta vegna eins regndropa. Eftir 300 ára þurrk féll regndropi úr lofti þar árið 1925 — og var styttan reist í heiðursskyni við hann. rttrvaí er komið út! 1 Úrvai, 1. hefti þ essa árs flytur 25 1 fróðlegar og skemmtilegar | J greinar um ýmiskonar efni | | og sögur. | : / : I Urval er 128 blaðsíður og kostar I að eins kr. 7,oo. 1 -2 | Úrval er tvímœlalaust fróðlegasta | jr = og skemmtilegasta tímarit, ! sem út hefir komið á Islandi. f » E s W- AUGLÍSIÐ 1 VIKUNNI -»■ Auglýsing um umferð í Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarf jarðar hefir með tilvís- un til 7. greinar umferðalaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að eftirfarandi vegir í Hafnar- firði skuli teljast aðalbrautir og njóta þess forréttar, að uinferð bifreiða og annarra ökutækja frá vegum, er að þeim liggja, skuli skilyrðislaust víkja fyrir umferð aðalbraut- ar, eða staðnæmast áður en beygt er inn á aðalbraut, ef þess er þörf: Eeykjavíkurvegur frá vegamótum Norðurbrautar, Strandgata og Suðurgata suður á Reykjanesbraut á Hvaleyrarholti. Fyrirmæli þessi gilda frá miðnætti aðfara- nótt miðvikudags 17. febrúar 1943. Logreglustjórinn í Hafnarfirði, 9. febrúar 1943. Bergur Jónsson iiiiiiiliiliitfitriiirriirrriiiiitiitiYmii'i ir 1‘iHMinr it mii •trrMirut»*ir(i<*

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.