Vikan


Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 18.02.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 7, 1943 ■ Eimii mn I UIIIILIII ! Gott ráð til þess að öðlast vini. Eltir ET.F.ANOR HUNTER. Matseðillinn. Kartöflusúpa. 1 kg. kartöflur, 2 1. vatn, 50 gr. smjör, 3 púrrur, salt, pipar og 1 til 2 eggjarauður. Kartöflumar em afhýddar og skomar í smástykki. Vatnið með kartöflunum, salti, pipar, smjöri og púrrum er soðið, þar til kartöflum- ár em mauksoðnar. Þessu er svo hellt í gegnum siu og soðið síðan að nýju í súpunni. Borðað með steiktu hveitibrauði. Gullasch. 1 kg. kálfskjöt, 2y2 dl. vatn, 50 gr. smjör, 15 gr. hveiti, 1 laukur, 2 gulrætur, grænar baunir, pipar og salt. Kjötið er þvegið og sinar og himn- ur skomar i burtu. Gulrætumar hreinsaðar og hvomtveggja skorið í smábita og brúnað i brúnuðu smjöri. Þegar allt er brúnað, er salt, pipar og sjóðandi vatn sett saman við. Soð- ið í % úr klukkustund undir loki og þynnt með vatni, ef nauðsynlegt er. Hveitið er hrært út í köldu vatni og jafningurinn soðinn i 10 mínútur. Síðan em grænu baunimar settar út i. Kartöflumauk borið fram með þessu. Súkkulaðibúðingur. % 1. þeyttur rjómi (þar af 1Í4 dl. til skrauts), 75 gr. rifið súkku- laði, 20 gr. kakó, 25 gr. sykur, 4 blöð matarlím. Matarlímið er iagt í bleyti. Súkku- laði, kakó og sykur er hrært saman. Rjóminn þeyttur og öllu blandað sam- an. Matarlímið er síðast .sett út 1. Hrært í búðingnum, þar til hann fer að stifna, þá er því hellt í gler- akál. Skreytt með þeyttum rjóma. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■uiNHaiuá Snotur skólakjóll. Kjóll þessi er úr brúnu ullarefni, með lausum flauelisbol, sem hneppt- ur er að framan. Pilsið er stungið dálítið niður fyrir mittið. Ermamar em viðar, með þröngri líningu að framan. , Húsráð. Ef þér eigið unga syni, þá ættuð þér að vera svo hagsýnar að sauma þeim hálsbindi upp úr gömlum háls- bindum af manni yðar. Föt úr flóneli þarf ekki að straua eftir þvott, en þau munu verða fallegri , ef þau era burstuð með mjúkum bursta. Um daginn gaf ég hjónum einum gjöf. Maðurinn minn hafði notið mikillar gestrisni hjá þeim á meðan ég var í burtu, og langaði mig til þess að sýna þeim þakklæti mitt. Mér veittist erfitt að velja þessa gjöf, því að mér virtust þau eiga allt hugsan- legt. Var þetta nú nógu gott? Áttu þau nú þetta fyrir? Langaði þau í eitt- hvað annað ? Að lokum sendi ég þéim ávaxtasett. Mér fannst það fallegt og vonaði, að þeim þætti það líka. En ég verð að játa það, að ég átti ekki von á þvi mikla þakklæti, sem þau létu í ljós. Allar efasemdir mínar viðvíkjandi því, hvort gjöfin væri rétt valin eða ekki, hurfu sém dögg fyrir sólu, ég var eins hamingjusöm og ég hefði gefið þeim eitthvað stórmerki- legt. Ég gat ekki annað en hugsað um það, hve dásamleg viðurkenningin getur verið — hve hamingjusaman hún getur gert mann og þannig vegið upp á móti öllu því, sem maður hefir lagt á sig. En við þessa hugsun datt mér í hug gamall vinnuveitandi minn. Hann er nú látinn fyrir nokkmm ár- um, en ég man enn ljóslega eftir honum. POND’S er prýði kvenna. Hann hafði tiltölulega litla aug- lýsingaskrifstofu í Chieago. Senni- lega var hann ekki mjög vel stæður. Að minnsta kosti fékk enginn starfs- manna hans laun í samræmi við starf það, sem hann innti af hendi. Og við unnum alltaf yfirvinnu — ég held, að það hafi varla komið það kvöld, að ljósin á skrifstofunni loguðu eklti fram undir miðnætti. En okkur var öllum borgað veli Við hefðum öll viljað vinna bakí brotnu fyrir hann-. Hvers vegna? Vegna þess að hann vanrækti aldrei að veita okkur viðurkenningu. Hann gerði það ekki með því að slá okkur kumpánlega á bakið. Hann gat verið mjög alvarlegur, ef kring- umstæðurnar kröfðust þess. . Hann festi sér i minni hvert það verk, sem við leystum vel af hendi og minntist á það við okkur. Ég var alveg nýbyrjuð að' vinna, og lofsyrði vora mér sem matur og drykkur. Þótt nú séu liðin tuttugu ár síðan, þá man ég enn eftir því, er hann kallaði mig inn á skrifstofu sína og vottaði mér viðurkenningu fyrir eitthvert sérstaklega vel unnið starf, eða sagði mér eitthvaB utanaðkomandi, sem hann hafði heyrt um það. Flestir vinnuveitendur em hrædd- ir um, að slík aðferð muni aðeins leiða af sér kauphækkunarkröfur starfsfólksins. En, hvort sem hann vissi af því eða ekki, þá gaf hann okkur nokkurs konar „laimahækk- un“ með þessum hvatningar- og við- urkenningarorðum. Svo var það gift kona, sem ég þekki. Hún var komin að því að skilja við mann sinn, vegna stöðugs ósamkomulags milli þeirra. Þau voru komin á fremsta hlunn með að skilja, en ákváðu þá að reyna aftur. 1 stað þess að rifast og deila, stefndi hún nú að því að viðurkenna og meta alla góða eiginleika manns- ins síns. Hún sagði mér frá því seinna og hló, er hún mundi eftir þeim undr- Framhald á bls. 15. r » >WV0R SHOIS AND tEATHEK DtnibltÁ liu. VJtuX. ■nlþkirlq WaiíX|iWOfi fulíA u. Hiqh. wUaiv : ; m SOFTEKS8 IspreservesH WATERPROOPSl MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiPj INGÓLFSBÚÐ H.F. | -----------------------------— í : t i ■ i : ■ ■ i ■ HAFNARSTRÆTI 21 ■ ■ ■ Dökkir vetrarfrakkar ■ á stóra fermingardrengt j ............................ LEÐURFEITI ’ Heildsölubirgðir: Heildsölubirgðir: Lárus Óskarsson & Co., Kirkjuhvoli. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. mildu sápunnar ... Minnsíu ávallt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.