Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 29, 1943 7 Beethoven — Framliald af bls. 3. sagði hann frá því, hvernig komið var, þeim vinum sínum, dr. Wegeler og prest- inum Amende. Áhýggjur Beethovens og hryggð út af veikindunum koma víða fram í tónverkum hans. I einstæðingsskap sínum í Vín grípa æskuminningarnar Beethoven föstum tök- um. Svo er að sjá sem hugur Beethovens hafi allur verið bundinn Giuliettu Guicci- andi um 1801. Hann helgaði henni Tungl- skinssonötuna op. 27 (1802). ,,Ég er bjartsýnni,“ skrifar hann Wegel- er, ,,og ég er mannblendnari en áður. . . . Töfrar ástmeyjar minnar hafa valdið þess- um umskiptum; hún elskar mig, og ég elska hana. Þetta eru fyrstu hamingju- stundir mínar síðan fyrir tveimur árum.“ En ást hans á Giuliettu var skammgóð- ur vermir, og jók aðeins á sálarstríð Beet- hovens, því að hún var lauslætiskvendi, og eigingjörn, og giftist loks árið 1803 Gall- enberg greifa. f öllum verkum Beethovens, sem hann semur upp úr aldamótunum 1800, kemur fram þessi þjáning hans, en þó vilji og þróttur. Þetta sambland af „frosti og funa“. Stjórnarbyltingunni var Beethoven fylgj- andi af lífi og sál. ,,I vinahóp lét hann óhikað í ljós skoðun sína á stjórnmálavið- burðum, sem hann gagnrýndi af fágætri l(Lax í straumi stekkur" Framliald af forsíðu. Þórr veðr þá eptir í miðri ánni, ok fara svá út til sævar. En er Loki sér tvá kosti, var þat lífsháski at hlaupa á sæinn, en hinn var annarr, at hlaupa enn yfir netit, ok þat gerði hann, hljóp sem snarast yfir netþinulinn. Þórr greip eptir honum ok tók um hann, ok renndi hann í hendi honum, svá at staðar nam höndin við sporðinn, ok er fyrir þá sök laxinn aptrmjór.“ Nikulás Friðriksson, umsjónarmaður Rafveitu Reykjavíkur, en hann er talinn mjög slingur laxveiðimaður, hefir skrifað ýmsar hugleiðingar um laxveiði í Veiði- manninn, 3., 1943, og segir þar m. a.: „. . . . Þá er veiðiáhuginn, sem einnig er lýst í áður nefndri sögu og sem allir lax- veiðimenn kannast við, að hefir svo mikil áhrif á veiðimanninn, að hann gleymir öllu hinu daglega striti, og hugsunin snýst ein- göngu um veiðina, og eru það efalaust þessi áhrif, sem orsaka það, hvað ákafir menn verða í laxveiðina, þegar þeir fara að kynnast henni. Það er ótrúlegt, hvað nokkrir dagar við laxveiði geta styrkt mann, bæði á sál og líkama, og geta þeir einir borið um það, sem reynt hafa. Ég tel, að þeim tíma og fé, sem varið er skarpskyggni,“ segir von Segfried ridd- ari. Beethoven var einlægur vinur lýðræðis og frelsis í öllum greinum. Á þessum ár- um samdi hann mörg tónverk, sem bera því glöggt vitni, að hann hefir orðið fyrir djúpum áhrifum af stjórnarbyltingunni. Þau túlka hrikaleik hennar, en á bak við hann, heitar tilfinningar og mannkærleika tónskáldsins. Árið 1806 kemur hamingjan til Beet- hovens á ný. Það ár í maí trúlofast hann Theresu von Brunswick, sem verið hafði nemandi hans í píanóleik á fyrstu árum hans í Vín. Áhrif þau, sem hún hefir á líf hans, eru og greinileg í tónverkum hans í nokkur ár eftir þetta. En það er svo að sjá, sem Beethoven hafi verið sköpuð duttl- ungafull örlög í ástamálum sínum, því að smám saman fjarlægjast þau hvort ann- að, og loks slitnar samband þeirra að fullu, en þó er talið, að þau hafi unnast til ævi- loka. Árið 1810 er Beethoven aftur orðinn einstæðingur, en er þá frægur maður. Frá þessum árum, eða 1812, eru Sjöunda og Áttunda hljómkviðan. Hann stendur á tindi frægðar sinnar um 1814, og er hyllt- ur, hvar sem hann kemur. En upp úr þessum velgengnistímum fer aftur að slá í baksegl fyrir honum. Vinir hans deyja og hann stendur einn uppi. Ár- ið 1816 er hann algerlega heyrnarlaus orð- inn, og nú finnur hann sína einustu fróun í því, að vera einsamall úti í ríki náttúr- unnar. „Enginn á jarðríki getur elskað sveitina sína meira en ég,“ skrifar Beet- hoven. „Ég elska tré meira en mann- eskju . . .“ Beethoven var oft í fjárþröng; árið 1818 skrifar hann: „Ég er næstum því kominn á vergang, og ég neyðist til að líta út eins og mig skorti nauðþurftir mínar.“ Beethoven tók ástfóstri við bróðurson sinn Karl, eftir að Karl bróðir hans dó 1815, og gekk hann drengnum í föður stað. En Karl varð honum þung byrði, og laun- aði illa ástríki Beethovens. Hann stundaði spilavíti og eyddi fé á báða bóga. En svo unni Beethoven honum mikið, að hann arf- leiddi hann að öllum eignum sínum, tveim- ur mánuðum fyrir dauða sinn. En einmitt upp úr öllu þessu mótlæti sínu, eða á árunum til 1824, semur hann Níundu liljómkviðuna, hinn mikla lofsöng um gleðina. Tónverk Beethovens, er hann samdi á síðustu árum ævi sinnar, eru öll með glaðlegra yfirbragði en þau fyrri. Síð- asta tónverk Beethovens var nýr lokaþátt- ur við kvartettinn op. 130, og lauk hann því verki fjórum mánuðum áður en hann dó. Beethoven veiktist af brjósthimnubólgu í Vín seint í nóvember 1826, og barðist við sjúkdóminn hugrór og æðrulaust á fjórða mánuð. Hann andaðist 25. marz 1827. (Myndimar með línum þessum eru úr bókinni „Ævisaga Beethovens", eftir Romain Rolland. MFA gaf hana út, en Símon Jóh. Ágústsson sneri henni á íslenzku. Þaðan er og æviferill tónskálds- ins tekinn). til laxveiða, sé vel varið, því að það eykur starfsorku manna og viljaþrek. Eins og minnst er á áður, mun laxveiði með netum vera einna elzta veiðiaðferð, sem sögur fara af, bæði með hinum svo- kölluðu dráttarnetum og lagnetum. Þessi veiðiaðferð er oft mjög fengsæl og er, sem kunnugt er, stunduð víða hér á landi sem atvinnugrein. Þó hefir á síðari tímum lög- gjafarvaldið reist miklar skorður við neta,- veiðinni, þar sem hún hindrar um of eðli- legar göngur laxins í ár og vötn, en það er skilyrði til þess, að laxinn geti aukið kyn sitt og f jölgað í ánum, að göngur hans séu ekki um of hindraðar. Þá er ein veiði- aðferð, sem áður var mikið notuð, hinar svonefndu laxakistur, sem nú er, sem bet- ur fer, víðast hvar hætt að nota, þar sem þær tvímælalaust eyðileggja laxárnar stór- kostlega, sé þeirri veiðiaðferð beitt illa, því að með þeim er hægt að hindra alger- lega göngur laxins í árnar. Að mínu áliti ætti að takmarka ennþá meira en nú er gert áðurnefndar veiðiaðferðir, því að það mundi auka laxgengdina í ánum og þar með gera þær verðmætari fyrir stanga- veiði. Verðmæti laxánna til stangaveiði er miklu meira en það, sem fæst fyrir laxinn, sem veiðist í ánum, sökum hinnar miklu eftirspurnar eftir ánum til stangaveiði og hins háa verðs, sem boðið er í þær. Þá er ein aðferð, sem notuð hefir verið til að auka laxgengd í ám hér á landi og víðar, það er laxaklakið, og er ekki nema gott eitt um það að segja, sé það framkvæmt af þekkingu og á sem fullkomnastan hátt, en við megum ekki gleyma því, að frá alda öðli hefir laxinn klakið í ár og vötn án nokkurra mannlegra afskipta og stofninn haldizt við á þann hátt, og er að mínu áliti, fyrst og fremst sjálfsagt að vernda sem bezt .hinar náttúrlegu klakstöðvar laxins og varast að skemma þær með ádrætti eða, á annan hátt.“ Sver eiðinn! Anthony Cudahy, 17 ára ganiall liðs- foringi í sjóher Bandaríkjanna. Myndin er tekin, þegar hann var að sverja eiðinn í New York.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.