Vikan - 22.07.1943, Síða 11
VIKAN, nr. 29, 1943
Framhaldssaga
11
„Já, já, það má nærri. geta,“ sagði Poirot.
„Og svo, þegar ég fór að sækja sjalið hennar
Freddie, þá bugaðist ég nokkur augnablik. Ég
reyndi þó strax að jafna mig. En Maggie var
alltaf að kalla á mig. Og að lokum tók hún
sjalið mitt, en ég snyrti mig svolítið í framan
og fór svo á eftir henni. Og svo lá hún þarna
— dauð .. .“
„Já, þetta hefir verið hræðilegt fyrir yður.“
„Þér skiljið þetta ekki. Ég var reið! Ég óskaði
þess, að það hefði verið ég. Mig langaði að deyja
— en ég var bráðlifandi — og ekkert ólíklegt, að
ég yrði það i m9rg ár! Og Michael dáinn —
drukknaður einhvers staðar í Kyrrahafinu."
„Veslings barn,“ sagði Poirot.
„Ég vil ekki lifa lengur! Heyrið þér það: ég
vil deyja!" hrópaði hún viti sínu fjær af örvænt-
inug.
„Ég skil yður, ungfrú. Alla menn hendir það
einhvern tíma í lífinu að óska heldur dauða en
lífs. En sorgir og áhyggjur líða hjá. Ég veit, að
þér trúið þessu ekki núna. Ég veit, að það er til-
gangslaust fyrir gamlan mann, eins og ég er, að
reyna að telja um fyrir yður. Þér álítið það
pagnslaus orð — innantóm orð.“
„Þér haldið, að ég geti gleymt — og gifst ein-
hverjum öðrum. Aldrei!“
Hún sat uppi í rúminu, báðar hendurnar
krepptar og kinnarnar rjóðar. Hún var falleg
á þessari stundu.
Poirot sagði nærgætnislega:
„Nei, nei. Mér datt ekkert slíkt í hug. Þér
hafið öðlast mikla hamingju, ungfrú. Þér hafið
notið ájstar hugrakks manns — hetju. Hvar
kynntust þið?“
„Það var í Le Touquet •— í September. Það er
næstum ár siðan.“
„Og hvenær trúlofuðust þið?“
„Rétt eftir jólin. En það varð að vera leyndar-
mál.“
„Hvers végna?"
„Frændi Michaels — gamli Sir Matthew Seton
mátti ekki vita það. Hann elskaði fugla, en
hataði konur,“ sagði Dick. „Hann var ákaflega
duttlungafullur. Hann áleit, að konur eyðilegðu
líf manna. En Michale- var mjög háður honum.
Hann var mjög hreykinn af Michael og lagði fram
peningana til flugvélarsmíðarinnar og kostaði
Forsaga:
Poirot og Hastings vinur
hans eru nýkomnir til St.
Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á
Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á
skömmum tíma lent í lífsháska og vekur
þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú
segja nákvæmlega frá atburðum siðustu
daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er
þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj-
anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot
grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot
og Hastings fara á laun að Byggðarenda
og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa
Nick, og fara heim með honum. Kona hans
er veik, en lætur sér mjög annt um allt,
er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir
Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu
að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið
þeim heim um kvöldið til þess að horfa á
flugeldasýningu, og þar kynnast þeir
Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera
hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í
garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör-
vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa
fengið hana til að koma. Það verður úr að
Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress-
ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um,
hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick
leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja
hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að
hún hefir verið trúlofuð Michael Seton
flugmanni, sem er nýdáinn.
flug hans umhverfis jörðina. Það var hinn mikli
draumur lífs hans eins og Michaels. Ef Michael
hefði unnið sigur — þá hefði hann getað beðið
frænda sinn um hvað sem var. Og ef gamli
Matthew hefði gert eitthvað múður, þá hefði það
ekki skipt svo miklu máli. Michael mundi hafa
verið orðinn frægur — hetja í augum heimsins.
Frændi hans hefði orðið að láta í minni pokann.“
„Já, já, þetta ligur allt í augum uppi,“ sagði
Poirot.
„En Michael sagði,“ hélt Nick áfram, „að það
mundi verða mjög óþægilegt, ef eitthvað kvisaðist
um þetta. Við ættum að vera þögul eins og gröfin.
Og ég var það. Ég' sagði ekki nokkrum manni
frá þessu — ekki einu sinni Freddie."
Poirot stundi.
„Ö, að þér hefðuð sagt mér það, ungfrú!“
Nick leit undrandi á hann.
„En hvaða gagn hefði verið i því? Ekki stóð
það í neinu sambandi við þessar dularfullu árásir
á mig_ Nei, ég hafði lofað Michael að þegja — og
ég stóð við orð mín. En það var hræðilegt, næst-,
um óbærilegt, kvíðinn, óvissan og getgáturnar
með sjálfum mér allan tímann. Og allir voru
að tala um, hve ég væri taugaóstyrk. En ég
varð að geyma leyndarmál mitt.“
„Já, ég skil þetta allt saman,“ sagði Poirot.
„Eins og þér vitið hafði hans verið saknað
einu sinni áður. Það var þegar hann flaug yfir
eyðimörkina á leið til Indlands. Það var ógur-
legt, en endaði samt vel. Vélin bilaði, en það var
hægt að gera yið hana og hann hélt áfram. Ég
sagði við sjálfa mig, að það mundi verða eins í
þetta skipti. Allir sögðu að hann hlyti að vera
dáinn — en ég lifði í þeirri von, að hann væri
það ekki. Ög svo — í gærkvöldi . ..“
Röddin brást henni.
„Þér vonuðuð þangað til þá?“ sagði Poirot.
„Ég veit það ekki — ég held, að það hafi verið
frekar hitt, að ég vildi ekki trúa því, að hann
væri dáinn. Það var óskaplegt að geta ekki talað
um þetta við neinn.
„Já, ég get ímyndað mér það. Datt yður aldrei
í hug að segja frú Rice frá þessu?“ spurði Poirot.
„Stundum fannst mér mig langa háskalega
mikið til þess,“ sagði Nick.
„Haldið þér ekki, að hún hafi getið sér þess
til?“ spurði Poirot.
„Það held ég ekki.“ Nick virtist hugsa sig
vel um. „Að minnsta kosti sagði hún aldrei neitt
I þá átt. Stundum var þó eins og hún væri að
fiska eftir einhverju. Þá var hún að tala um
það, að við værum miklar vinkonur og þar fram
eftir götunum."
„Yður hefir ekki komið í hug að segja henni,
þegar frændi Michaels Setons dó. Þér vitið, að
hann dó fyrir viku?“
„Já. Hann var skorinn upp eða eitthvað þess-
háttar. Ég hefði auðvitað getað þá sagt hverjum,
sem hafa vildi leyndarmálið. En það hefði ekki
verið fallega gert, finnst yður það ? Ég á við það,
að litið hefði þá út eins og ég væri að draga
mig fram í dagsljósið, einmitt þegar öll blöð
voru full af frásögnum um Michael. Blaðamenn
mundu hafa komið til þess að tala við mig. Það
hefði verið auðvirðilegt. Ekki hefði það verið
Michael að skapi.“
„Ég er yður sammála, ungfrú. Þér hefðuð ekki
^nimimnuinMuimmnMimminunmnmmMimmwiiw t,f
Minnslu ávallt
mildu sápunnar |
Regum
tannpasta hreins-
ar fágar og gerir
tennumar hvítar.
Skilur eftir hress-
andi og frískandi
bragð.
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðf jörð & Co.h.f.
Sími 3183.
IIMIIItlllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIft*
Heildsölubirgðir: \
Agnar Norðfjörð & Co. h.f.
Lækjargötu 4. Sími 3183.
NUHX
varðveitir hár yðar og
auðveldar greiðsluna.
Byðir flösu og hárlosi.
Avallt fyrirliggjandi.
Einkaumboð: Jóh. Karlsson & Co.
Simi 1707 (2 linuri.