Vikan - 22.07.1943, Síða 13
^viiaiiiiiaiiiiiiiiaiimiiiiiiiiiiiiiiiiBisiiiiiiiiiaiiiiiiiiiaiaiiiiiiiiiiii.■■■■■■■
Dægrastytting
^iiinmiiiiiiiunniiimmiiimiaiiiii mmmmmmmmmmm!
„Þú átt eftir að bíta úr nálinni.“
Galdramaður er nefndur, sem Finnur hét;
hann var svo forn og illur i skapi, að allir voru
hræddir við hann. Þegar hann dó, vildi enginn,
hvorki karl né kona, verða til þess að líkklæða
hann og sauma utan um hann. Þá varð kven-
maður einn til þess að reyna það; komst hún
ekki nema hálfa leið og varð svo vitstola. Þá
gaf önnur sig til, og gaf hún sig ekki að því,
hvemig líkið lét. Þegar hún var nærri búin,
sagði Finnur:
„Þú átt eftir að bita úr nálinni." Hún svaraði:
„Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður.“ Sleit
hún síðan nálina frá, braut hana í sundur og
stakk brotunum í iljar líkinu. Er þess ekki getið
að hann gjörði neinum framar mein.
Bóndinn á Græmnó.
Stóri-Grænmór hét eitt af fombýlum þeim, sem
höfðu verið í byggðarlagi því í Norðurmúlasýslu,
sem Eyjar heita. Á 17. öld löfðu enn uppi kofar
á Grænmó, og fékkst lengi taða af bæjarrústun-
um. Á bæ þessum var illt vatnsból á vetrum, svo
sækja varð í Lagarfljót, sem þá rann í öðrum
farveg, én nú, og miklu nær bænum, en þó var
þangað löng stekkjargata. Einu sinni í kafalds-
byl ætlaði bóndinn i Grænmó að sækja vatn í
Lagarfljót, og kom ekki aftur. En um nóttina
var þessi vísa kveðin á glugganum uppi yfir kon-
unni:
„Frost og fjúk er fast á búk,
frosinn mergur í beinum;
það finnst á mér, sem fornkveðið er,
að fátt segir af einum.“
Þótti mönnum bóndinn ganga mjög aftur eftir
þetta, og lagðist þá niður byggð á Grænmó.
Hauskúpan.
Einu sinni var tekin gröf í kirkjugarði nokkr-
um, og kom upp mikill gröftur. En, eins og vandi
er, var hann látinn niður aftur með kistunni. Um
hóttina eftir dreymdi konu kirkjubóndans, að
kvenmaður kæmi til hennar; hún kvað:
Gengið hefi ég um garðinn móð,
gleðistundir dvína,
hauskúpuna, heillin góð,
hvergi finn ég mina.
Siðan lét konan leita og fannst hauskúpan fyr-
ir utan kirkjugarðinn, er hundar höfðu borið út
úr honum, meðan beinin lágu uppi, án þess því
væri veitt eftirtekt. Konan lét jarða kúpuna og
svaf síðan í næði.
Vísa um „hann“: 5.
Hann er að mala heyrist mér,
hann er að fala baunir,
hann er að tala, helzt um smér,
hann er að ala stálagrér.
Orðaþraut.
ÓLAR
I N N I
R Ó F A
EIN-N
INN A
A N N A
LAND
FINN
Æ S T I
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja
einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan
frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það
mánaðar heiti.
Sjá svar á bls. 14.
Ævintýri Georgs
í kínverska ræningjabænum. 21.
Næsta skeyti frá Georg var svohljóðandi:
Lausn á bls. 14.
Húsfreyju-vísa.
Húsfreyjur skammta hollan mat,
húsfreyjur bæta rifið fat,
húsfreyjur skattinn hjúum fá,
húsfreyjur kefla tröfin smá,
húsfreyjur skyrið hleypa nýtt,
húsfreyjur stunda búið títt.
(Isl. þulur og þjóðkvæði. Ól. Dav.).
Dansinn í Hruna.
1 síðasta blaði birtum við þjóðsögu um Bakka-
stað, en nú kemur hér „önnur útgáfa“ af sömu
sögu. Er hún einnig tekin upp úr „ísl. vikivakar
og vikivakakvæði" eftir Ól. Davíðsson.
Einu sinni til foma var prestur í Hruna í
Árnessýslu, sem mjög var gefinn fyrir skemmt-
anir og gleðskap. Var ávallt vani þessa prests,
þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina,
að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar,
heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sókn-
arfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar
skemmtanir, langt fram á nótt. Presturinn átti
gamla móður, sem Una hét; henni var mjög móti
skapi þetta athæfi sonar sins, og fann oft að því
við hann. En hann hirti ekkert um það og hélt
teknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prest-
ur lengur að þessum dansleik en venja var; fór
þá móðir hans, sem bæði var forspá og skygn,
út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og
taka til messu. En prestur segir, að enn sé nægur
tími til þess og segir: „Einn hring enn, móðir
mín.“ Móðir hans fer svo inn aftur úr kirkjunni.
Þetta gengur í þrjár reisur, að Una fer út til
sonar síns og biður hann að gá að guði og hætta
heldur við svo búið en ver búið. En hann svarar
ávallt hinu sama og fyrri. En þegar hún gengur
fram kirkjugólfið frá syni sínum i þriðja sinn,
heyrir hún að þetta er kveðið og nam vísuna:
Hátt lætur í Hruna,
hirðar þangað bruna;
svo skal dansinn duna,
að drengir megi það muna. :
Enn er hún Una
og enn er hún Una.
Þegar Una kemur út úr kirkjunni, sér hún
mann fyrir utan dymar; hún þekkti hann ekki,
en illa leizt henni á hann, og þótti vist, að hann
hefði kveðið vísuna. Unu brá mjög illa við þetta
allt saman og þykist nú sjá, að hér muni komið
i óefni og þetta muni vera djöfullinn sjálfur.
Tekur hún þá reiðhest sonar síns og ríður í
skyndi til næsta prests, biður hann koma og
reyna að ráða bót á þessu vankvæði og frelsa
son sinn úr þeirri hættu, sem honum sé búin.
Prestur sá fer þangað með henni og hefir með sér
marga menn, því tíðafólk var ekki farið frá
honum. En þegar þeir koma að Hmna, var kirkj-
an og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en
þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn
sjást rök til þess, að hús hafi staðið uppi í
Hmnanum, en svo heitir hæð ein, er bærinn
dregur nafn af, sem stendur undir henni. En
eftir þetta segir sagan, að kirkjan hafi verið
flutt niður fyrir Hrunann, þangað sem hún er nú,
enda er sagt, að aldrei hafi verið dansað síðan á
jólanótt í Hrunakirkju.
Að kjósa mann úr miðri sveit.
Þrír em i leiknum. Einn kýs sér stúlku, ef það
er karlmaður, en pilt, ef það er kona. Annar
spyr, og á sá sem kýs að Segja honum (henni),