Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 31, 1943 5 t. .A. A' i^. |4 A..A. .M.. A.. % W vJ*WWwsPW w 10 Pramhaldssaga Konan í Glenns'kastala ■f ÁSTASAGA - „Jú, mér þykir frískandi að ganga niður að sjónum, mér þykir hafið tilkomumikið," svaraði Barbara. „En áður en við förum þangað, vil ég að við Ijúkum við að tala um það, sem við hurfum frá. Ég vil vita nákvæmlega, hvemig við erum stödd, svo við getum sniðið okkur stakk eftir vexti, og ég er því alveg viðbúin að þurfa að gera það, ég er alls ekki óánægð, þótt við séum fátæk — ekki vitund Pierce minn, en ég vil að- eins vita, hvað við höfum yfir höfuð til að lifa af.“ Pierce hló glaðlega. „Ég á nú ekki gott með að segja þér það, svona í fljótu bragði. Það fer eftir því, fyrst og fremst, hvernig mér gengur að innheimta útistandandi skuldir, og hvort uppskeran verður góð eða léleg. Svo á ég líka nokkuð í járnbraut- arhlutabréfum og peninga í stóru ölgerðarfyrir- tæki; og aröinn af þessu öllu fæ ég áreiðanlega með góðum skilum — þegar þar að kemur —,“ hann hló aftur fjörlega,’ og tók undir höku Bar- böm og horfði í augu hennar. „Þú lítur svo al- varlega út, alveg eins og gömul kona, ástin mín! Hættu nú að hugsa um þessa peninga, þeir eru sannarlega ekki til þess að vera að gera sér á- hyggjur út af þeim. Við eyðum þeim, þegar við höfum þá handa á milli, og látum hverjum degi nægja sínar þjáningar. Það er fjármálaspeki Ir- lendingsins, og líklega sú eina rétta.“ Hann tók utan um Barböru, og vildi þrýsta henni að sér. En Barbara hafði enga löngun til að vera með ástaratlot. Hún þráði aðeins að geta gert Glenns-kastala að skemmtilegu heimiii, og hún óskaði þess eins að geta hafist handa svo fljótt, sem mögulegt væri. Sjálft húsið var ef til vill hægt að gera vistlegra — og þó. Þeir þurftu meira en litla lagfæringu, þessir hrynjandi múrar. Þeir höfðu lengi fengið að standa svona hálffallnir — nú yrði hún að minnsta kosti að hreinsa burt rykið og kongulóarvefina af veggj- unum. „Maður má ekki vanrækja sin skyldustörf, nú þarf ég að fara að sinna heimilisstörfunum." Barbara talaði rólega en ákveðið, og leit nið- ur eftir garðstígnum, og sér hvar Biddy kemur fasmikil á harða hlaupum í áttina til þeirra. „Hér er bréf til frúarinnar," kallaði Biddy, og veifaði bréfinu til Barböru. „Eg sé það á frí- merkinu, að það er komið langt að,“ bætti hún við. Hún rétti Barböm bréfið. Biddy hafði verið við þvott og var því sápublaut um hendurnar, og hafði bleytt umslagið mjög mikið. Barböru fannst það bera vott um hirðuleysi og sóðaskap að færa sér bréfið svona. Henni varð hugsað til hinnar snyrtilegu og vel uppöldu stofustúlku heima hjá Ann frænku sinni; aldrei mundi hún hafa látið sér detta í hug að færa henni bréf án þess að hafa bakka undir þvi, hún hafði heldur ekki umgengist á heimili jafn kurteisa stúlku. Barbara horfði á utanáskrift bréfsins, og sá strax að það var rithönd Howard Burtons. Það færðist skyndilega roði yfir andlit hennar, roði sem hún hefði mikið viljað gefa fyrir að hún hefði getað leynt. „Er þetta bréf frá útlöndum ?“ spurði Pierce. „Það er ef til vill frá einum af aðdáendum þin- um, sem hefir oröið fyrir þeirri óhamingju að frétta um giftingu þína.“ Hann hló glaðlega og það var ekki hægt að heyra neina gremju á hon- um. „Nú ætla ég að fara til peningshúsanna, á Forsaea : Howard Burton kemur að ** " kveðja Barböm Carvel. Hann er að fara til Suður-Afriku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist i bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböm og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböm ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pimd verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und- an í flæmingi og vill ekkert um fjármál þeirra tala. En þó kemur að því, að hann verður að játa það fyrir henni, að hann sé fátækur, og reiðist hún honum fyrir að hafa ekki sagt sér frá því fyrr. meðan getur þú lesið bréfið í ró og næði. Ég vona, að þessi vesalings ungi maður sé ekki frá- vita af harmi. Annars er ég viss um, að ég hefði sett eina hnöttótta í gegnum kollinn á mér í hans sporum.“ Hann hló aftur um leið og hann gekk niður garðstíginn, en Barbara var döpur í bragði. Þetta var líkt Pierce að skopast að þessu, en hann mundi ekki gruna, hversu nærri hann hafði verið sannleikanum. Það var sú tið, og raunar ekki svo langt síðan, að hún hafði gert sér vonir um að Howard Burton elskaði hana. Og hún hafði elsk- að hann. En þetta bréf var náttúrlega skrifað henni, aðeins sem góðum vini. Hún var óstyrk, þegar hún opnaði bréfið, hönd- in titraði ofurlítið og hjarta hennar sló órólega. Hvað skyldi Howard skrifa henni ? Ekki gat hann enn þá verið búinn að frétta um trúlofun hennar — og þvi síður um giftinguna. Hann mundi áreiðanlega ekki vita annað en hún væri ógefin enn þá. Bréfið hófst á þessum orðum: „Kæra Barbara! 1 bréfi þessu þarf ég að ræða málefni, sem ég ef til vill hefði átt að vera búinn að áður en ég fór í burtu. En mér fannst það ekki rétt gert af mér þá gagnvart þér. Ég vissi, að þú barst til mín vinarhug, og það var einmitt þess vegna, sem ég hélt, að þú mundir láta stjórnast af tilfinn- ingum þínum, eins og oft vill verða, þegar æsku- vinir taka afstöðu hvor til annars fyrir framtíð sína.“ Barbara stundi við, hún skyldi, hvað byrjun bréfsins fól í sér, hún vissi, hvað mundi koma á eftir. Hún roðnaði enn þá meira, þegar hún fletti bréfinu, hún fann hvernig blóðið steig sér til höfuðsins. „Ég elska þig, Barbara — ég hefi elskað þig í mörg ár, og ég hugsa aðeins um það, hvort þú munir unna mér svo, að þú getir hugsað þér að bíða eftir mér þangað til við getum gift okkur. Ég trúi ekki öðru, en mér takist að afla okkur peninga, þegar stundir líða, við erum líka bæði ung ennþá og höfum því ástæðu til að biða nokk- uð. Þú mátt ekki skilja mig svo, að ég ætli að binda þig á nokkurn hátt, það geri ég alls ekki, en ég lifi í voninni, þú skilur hvers virði þú ert mér. Þú veizt það áreiðanlega, Barbara, er það ekki rétt? Ég sé ekki ástæðu til fyrir mig að fjölyrða frekar um það.“ Barbara hætti lestrinum. Hún kreisti bréf Ho- wards saman á milli handanna, andlit hennar var orðið náfölt, allur roðinn var horfinn úr kinnum hennar. „Svo hann elskar mig þá — og hefir elskað mig í mörg ár,“ hvíslaði hún. „Og hann hefir haldið að ég skildi hann — að ég vissi það.“ Augu hennar urðu dökk og starandi, hún hall- aðist fram á steinvegginn við gosbrunninn, og það var eins og litli ástarguðinn horfði rannsak- andi á hana, þar sem hann stóð í sínum einfald- leik og frussaði vatninu upp í loftið, en hugur Barböru var langt í brutu, og hún skynjaði ekki það, sem í kringum hana var. Hún stóð enn hjá gosbrunninum, þegar Pierce litlu síðar kom til hennar, glaður í bragði, eins og hann var vanur. „Jæja, Barbara. Ert þú nú búinn að lesa bréf- ið?“ spurði hann glaðlega. „Var nokkuð fróðlegt í því?“ Hún hristi höfuðið. „Ég hefði átt að vera búin að fá þetta bréf fyrr,“ svaraði hún seinlega. „Nú er það —- nú hefir það komið of seint." 10. KAFLI. Kæra Ann frænka! Ég veit, að þig langar til að heyra eitthvað frá mér, og um það, hvemig ég kann við mig á nýja heimilinu á írlandi. Ég verð að segja það, að Irland er mjög töfrandi — en þar er afar sér- kennilegur aldarandi. Hér eru víðáttumikil land- flæmi óbyggð, það er sérstaklega frjálslegt og yndislegt, hvert sem litið er. Glenns-kastali er gamall herragarður, og manni finhst eins og svipir löngu liðinna manna séu i hverju herbergi í húsinu, enda ganga margar kynlegar sögur um þennan stað. Staðurinn er, eins og maður gæti hugsað sér veglegt herrasetur á miðöldum. Hann á lika að baki sér langa sögu. 1 svefnherbergi minu eru gömul, en mjög vönduð veggteppi, og Pierce á heilmikið af gömlum, fallegum silfur- borðbúnaði, sem hann er mikið upp með sér af. Nokkuð af honum er frá dögúm Elísabetar drottningar, og er auðvitað mjög verðmætur. Ég verð að segja þér frá svo litlu, sem ég veit að kemur þér alveg á óvart------------“ Barbara lagði pennann frá sér, hún varð að stanza og hugsa sig um áður en hún héldi lengra, hún beit á vörina og hugsaði. Hvemig átti hún að fara að því, að segja frænku sinni frá því, að Pierce væri ekkjumaður og ætti tvö böm, án þess að. sverta hann alltof mikið í augum hennar. En bréfið varð hún að skrifa, hvað sem það kostaði. Ann beið í eftirvæntingu eftir fréttum frá henni, því að Barbara hafði lofað henni að skrifa henni strax og hún kæmi til Irlands. En nú þegar Bar- bara sat fyrir framan gamaldags skrifborð i dag-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.