Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 31, 1943. að skoða þar. Og ekki bólaði á erfðaskránni. Við fundum ökuskírteinið hennar og sparisjóðsbók. Annað markvert sáum við ekki. Poirot varð fýldur á svipinn. „Þær eru ekki vel uppaldar ungu stúlkurnar nú á tímum. Þeim er ekki kennt að hafa hlutina í röð og reglu. Ungfrú Nick er yndisleg, en hún er kjáni. Það er ekki hægt að komast hjá þvi að segja, að hún sé kjáni.“ Nú var Poirot farinn að róta í kommóðuskúff- um. „Heyrðu, Poirot," sagði ég í nokkrum æsingi, „sérðu ekki, að þetta eru eintóm undirföt ?“ Hann leit undrandi á mig. „Nú, og hvað er með það, vinur minn?“ „Finnst þér ekki -— ég á við það ■— við getum varla — Hann skellihló. , „Veslings Hastings minn! Það er naumast að þú ert langt á eftir tímanum! Það mundi ungfrú Nick svei mér segja þér, ef hún væri hér. Hún mundi sennilega skella því á þig, að þú hefðir dagað uppi. Ungar stúlkur eru ekki lengur feimn- ar við að láta karlmenn sjá undirfötin sin. Og sérðu ekki ungar stúlkuí, og reyndar kvenfólk á öllum aldri, daglega fáklæddar á baðströndinni — rétt hjá þér! Og eru þær mjög feimnar ?“ „Ég sé enga þörf á því, að þú sért að róta í þessu." „Ertu viss um það, vinur minn! Það er ber- sýnilegt, að ungfrú Nick setur ekki mestu verð- mæti sín undir lás og loku. Ef hún vildi fela eitt- hvað, hvar mundi hún þá láta það? Innan um sokka og pils! Aha! Hvað er þetta?" Hann hélt á bréfabunka, sem vafið var utan um, i hendinni. „Ástabréf frá Michael Stone, ef mér skjátlast ekki.“ Eins og ekkert væri um að vera, tók hann utan af bréfunum og gerði sig líklegan til að opna eitt þeirra. „Poirot!" hrópaði ég stórhneykslaður. „Þetta nær ekki nokkurri átt! Þetta er ekki heiðarlegur leikur!" „Ég er ekki í neinum ieik, vinur minn.“ Og skyndilega varð röddin hörð og ákveðin. „Ég er að leita uppi morðingja." „Já, en einkabréf —“ „Þau hljóta að geta sagt mér eitthvað, þó að þú haldir ef til vill, að svo muni ekki reynast. Ég má ekki láta neitt tækifæri ganga mér úr greipum. Þú skalt lesa þau með mér. Fjögur augu sjá ekki ver en tvö. Huggaðu þig með því, að sennilegt er, að Ellen hin samvizkusama, þekki mjög vel innihald þeirra.“ Mér var þetta á móti skapi. Annars var mér það ljóst, að aðstaða Poirots var á þann veg, að hann hlaut að neyta allra bragða til þess að komast að sannleikanum. Og ég friðaöi samvizku mína með því, að Nick hafði leyft okkur að rann- saka allt, sem við vildum. Við tókum að lesa bréfin. Það fyrsta var frá því um áramót: Elskan mín! Nú er komið nýtt ár og ég hefi tekið góða ákvörðun. Það virðist vera of yndislegt til þess að vera satt, að þú elskir mig í raun og veru. Þú hefir gert mér lífið miklu meira virði en það var áður. Ég held, að við höfum bæði vitað þetta — frá því fyrsta að við sá- umst. Gleðilegt nýtt ár, elskulega stúlkan mín. Þinn að eilífu Michael. 8. febrúar. Elsku ástin mín! Ó hve ég óska þess að við gætum sést oft- ar. Þetta er andstyggilegt, finnst þér það ekki? Mér sárleiðist allt þetta pukur, en ég sagði þér, hvernig á því stæði. Ég veit, hve þér er illa við lýgi og pukur. Mér er það líka. En í sannleika sagt, þá er ekki um ann- að að ræða, eins og stendur. Matthew frændi hefir alveg fengið það á heilann, að maður eigi ekki að kvænast ungur, það eyðileggi framtíð manns. Það er hlægilegt að láta sér detta í hug, að þú gætir eyðilagt framtíð mína. Berðu höfuðið hátt, elskan min. Allt mun fara vel. Þinn Michael. 2. marz. Ég veit, að ég átti ekki að skrifa þér fyrr en eftir tvo daga. En ég mátti til að gera það. Ég hugsaði um þig, þegar ég var uppi í gær. Ég flaug yfir Scarborough. Blessaða, MAGGI og EAGGI. 1. Raggi: Hvað er að frétta af henni stóru syst- ur þinni? Maggi: Hún er að bera kyndil þessa dag- ana! 2. Raggi: Ha? Fyrir hvern er hún að bera kyndil? Maggi: Já, ef þú vissir nú það! 3. Maggi: Hún er logsuðumaður í skipasmíðastöð — 4. Maggi: Sem sagt nokkurskon- ar kvenkyndill, eins og ég hefi í mesta bróðerni leyft mér að kalla hana! blessaða, blessaða Scarborough — dásamleg- asti staðurinn á allri jörðinni. Elskan mín, þú veizt ekki, hve heitt ég elska þig. Þinn Michael. 18. apríl. ■ Elskan mín! Nú er þetta allt ákveðið. Loksins. Ef mér tekst það (og mér skal takast það), þá get ég tekið ákveðna afstöðu gagnvart Matthew frænda — og ef hann verður því mótfallinn — þá — hvaða máli skiptir það? Það var fallegt af þér, að hafa svona mikinn áhuga á telcnisku lýsingunum á Albatross.' Mig langar svo mikið til að fljúga með þig í henni. Það verður seinna! En blessuð vertu ekki hrædd um mig. Það er ekki nærri eins hættulegt og þú heldur. Ég gæti bara ekki farið mér að voða, þegar ég veit, að þú elsk- ar mig. Allt mun verða gott um síðir, ástin min. Þinn af öllu hjarta Michael. 20. april. Engillinn minn! Allt, sem þú segir er satt, og þetta bréf ætla ég alltaf að geyma. Þú ert alltof góð fyrir mig. Þú ert ólík öllum öðrum. Ég dáist að þér. Þinn Michael. Síðasta bréfið var ekki dagsett: Elskan mín! Jæja — á morgun legg ég af stað, fullur eftirvæntingar og með einkennilegar tilfinn- ingar, en alveg viss um sigur. Það er búið að taka gömlu Albatross alla í gegn. Hún bregst mér ekki. Hertu upp hugann, elskan mín, og vertu ekki kvíðin. Þetta er auðvitað áhætta, en allt lífið er áhætta. Meðal annarra orða, það var verið að benda mér á, að ég ætti að gera erfða- skrá (hugsunarsamur náungi — en það var i góðu skyni gert), svo að ég gerði það og sendi hana til Whitfield gamla. Ég hafði ekki tima til að fara þangað! Mér var sagt ein- hvem tíma, að maður nokkur gerði erfða- skrá, sem var ekki nema fjögur orð: „Allt til móður minnar" og það var löglegt. Erfða- skráin min var lík þessari — ég mundi, að þú heitir í raun og veru Magdala. Svona er ég sleipur! Félagar mínir voru vitni. Þú skalt ekki taka þetta hjal um erfða- skrá of hátíðlega. Ætlarðu að gera það? Þeta fer allt vel. Ég sendi þér skeyti frá Indlandi og Ástralíu o. s. frv. Og vertu nú vongóð. Þetta gengur allt að óskum. Góða nótt og guð blessi þig. Michael. Poirot braut bréfið aftur saman. „Þarna sérðu, Hastings! Ég þurfti að lesa þau, til þess að vita vissu mína. Þetta sagði ég þér.‘l 2 3 4 „Hefðir þú ekki getað komizt að því á annan hátt?" spurði ég. „Nei, vinur minn, það hefði ég einmitt ekki getað. Ég varð að gera það á þennan hátt. Við höfum fengið mikilsverðar upplýsingar." „Hverjar ?“ „Við vitum nú, að það er staðreynd, að Michael hefir arfleitt ungfrú Nick og staðfest það í bréfi. Hver, sem hefir lesið þessi bréf, veit það. Og þeg- ar bréf eru ekki betur geymd en þetta, þá geta allir komizt í þau.“ „Ellen?" „Já, Ellen, það þyrði ég að fullyrða. Við skul- um gera svolitla tilraun með hana áður en vitt förum." „En við finnum ekki erfðaskrá ungfrú Nick.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.