Vikan


Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 05.08.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr.. 31, 1943 stofunni í Glenns-kastala, skildi hún gerla, að það var hræðileg yfirsjón af henni, að skrifa þetta bréf. Henni var það óljúft, að láta frænku sína fá illt álit á manni sínum, en tilveru barn- anna mundi hún ekki geta dulið fyrir henni, hvað fegin sem hún vildi. „Pierce er ekkjumaður,“ skrifaði hún áfram, „hann á tvö böm, dreng og stúlku. Patrick er mjög fríður drengur, og Ethnee verður blátt áfram fergurðardís. Eg hefi ennþá ekki kynnst börnunum mikið, en ég vona, að við verðum góð- ir vinir, þegar fram x sækir. Þau leiða mig að visu hjá sér, eins og þau geta ennþá; ég veit, að þau eru óánægð yfir því, að hafa fengið stjúp- móður, en Pierce segir, að þau séu hlýðin og góð böm, þó að þau séu nokkuð stórbrotin í lundar- fari. Þau eru mjög viðfeldin, eins og Irlendingar yfirleitt." Barbara lagði aftur frá sér pennann, og and- varpaði léttilega. „Jæja — nú hefi ég lokið því versta,“ sagði hún við sjálfa sig. „Nú er ég fegin að ég skyldi hafa haft mig til þess, það er betra en að hopa. Nú kemur framhaldið af sjálfu sér.“ 1 þessum svifum opnuðust dymar, og bæði bömin gengu inn í stofuna, þau leiddust og horfðu með óvingjarnlegu augnaráði á Barböru. En Barbara vildi þó taka þeim vel, þrátt fyrir fram- komu þeirra við hana. Ethnee var í slitnum ullartauskjól, og hendur hennar voru óhreinar, og neglurnar illa hirtar, en hún leit á sig sem prinsessu þrátt fyrir það, og Patrick var með stór göt á sokkunum, svo að hnén stóðu út úr. „Hvað viljið þið, bömin góð? Eg sá ykkur ekki við morgunverðarborðið," sagði Barbara. „Við erum hér um bil aldrei heima um morg- unmatinn,“ svaraði Ethnee stutt í spuna. „Við fá- um bara einn bolla af mjólk og brauðsneið með, og svo fömm við út og göngum niður að sjón- um og böðum okkur. Það er það bezta sem ég veit, að synda snemma á morgnana. Við erum ekkert gefin fyrir það, að borða seint eins og þið.“ Hún reigði til höfuðið, svo að hrokkið hár henn- ar hristist til, lokkamir voru ógreiddir og flækju- legir. Patrick hneigði sig til samþykkis því, sem systir hans sagði. Barbara brosti vinalega til þeirra. „Eruð þið synd eins og selir bæði tvö?“ spurði hún. „Jæja þá,“ hélt hún áfram glaðlega. „Ég sé að þið emð komin til að segja mér eitthvað. Lof- ið mér nú að heyra hvað það er.“ „Það er bara það,“ sagði Patrick, „að pabbi hefir sagt okkur, að við ættum að eiga frí i skólanum í viku tíma. Hann sagði að ég ætti ekki að fara til faðir Matthews að lesa, og að hann ætlaði að skrifa til nunnanna í klaustrinu, að Ethnee mundi ekki koma í skólann í nokkra daga. Hann vill láta okkur eiga frí, svo að við getum betur kynnzt yður og farið að þykja vænt um yður, en við viljum helzt ekki eiga frí. Okk- ur Ethnee líður mikið betur, þegar við erum ekki heima núna — mikið betur.“ Drengurinn talaði með þrjóskulegri rödd, og Barbara sá, að það gat haft mikil árif á sambúð hennar við börnin' hvernig henni tækist að lempa þau. Nú var sambúðin á því stigi, að það þurfti sérstaka gætni til að það mætti takast. Hún yrði að vera ákveðin við þau, en ekki ströng, hún yrði að vera vorkunnlát við þau og brjóstgóð, en ekki um of viðkvæm eða þróttlítil. Það var að sönnu erfitt fyrir hana að bera það, að böm Pierces skyldu vera henni svona mótfallin, og að andúð þeirra til hennar skyldi vera svo augljós, að þau gætu á engan hátt umborið hana. Bar- bara var vön, að komast vel af við alla, sem hún umgekst, en þessi böm voru óvinir hennar, og vildu ef til vill aldrei vera annað. „Þið þurfið þá ekki að fá frí, í skólanum, ef þið kærið ykkur ekki um það,“ sagði Barbara og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Hún reyndi að tala rólega og eðlilega, en rödd hennar var samt óstyrk, og hjarta hennar barðist ákaft. „Við höfum nógan tíma fyrir okkur til að kynnast, og þar að auki hefi ég svo mikið að starfa þessa fyrstu daga. Ég ætla að koma öllu í fullkomið lag í húsinu, því ég vil að heimili okkar verði vistlegra en það hefir hingað til verið.“ Patrick hnykkti til höfðinu þóttalegur á svip- inn. „Við getum nú ekki séð betur en að Glenns- kastali sé í fullkomnu standi,“ svaraði hann með stolti í röddinni. „Svona skaltu ekki svar mér, Patrick! Hvað ætli lítill drengur eins og þú berir skyn á svo- leiðis hluti?“ Barbara sagði þetta i svolitlum ávítunartón. „Þið eruð aðeins börn — skiljið þið það — ekkert annað en börn. Uppeldi ykkar hefir ekki verið gott, þið hafið verið látin ráða ykkur sjálf, en nú verður það að breytast, ég verð að taka þar í taumana! Æ, góðu böm —“ rödd hennar varð skyndilega blíð og biðjandi, verið þið nú ekki með þessa óvild til mín, og gerið mér ekki erfiðara fyrir en nauðsyn ber til. Ég vil ekki á nokkurn hátt þröngva mér inn á ykkur, eða beita ykkur neinu hörðu, en þið verðið að umgangast mig vinsamlega. Þið verðið að hugsa um það, að ég er konan hans pabba ykkar. Ég er ekki neinn óviðkomandi gestur hér. Ég er frúirí i Glenns-kastala, það verðið þið að gera ykkur ljóst!.“ Barbara þagnaði, en börnin voru bæði orðin föl i andliti og augu þeirra dimm og þrjóskuleg^ Ástandið var að verða ískyggilegt. „Reynið þið nú að láta ykkur þykja vænt um mig,“ sagði Barbara, og rétti fram hendurnar á móti þeim. „Ég vil líka, að mér geti þótt vænt um ykkur! Ég hefi alltaf átt gott með að um- gangast önnur börn. Þið getið líka litið á mig sem eldri systur ykkur, ef þið viljið. Guð má vita, að ég ætla ekki að fara að varpa skugga á minningu móður ykkar á nokkurn hátt, en ég vil aðeins hjálpa þér! Patrick," hún snéri sér að drengnum, „ég hefi heyrt að Irar sem taldir eru til betri borgara, væru alltaf mjög kurteisir við kvenfólk! En mér finnst að það skorti nokkuð á, að þú sért það við mig. Og þú, Ethnee litla, ég vænti góðs af þér,. ég veit að þú vilt vera góð stúlka. En nú verður þú að þvo þér og greiða, það væri hægt að halda að þú værir beininga- stúlka, kjóllinn þinn er gauðrifinn, og þú ert svört á höndunum af óhreinindum og undir nögl- unum líka. Þú þarft að greiða og bursta á þér hárið, ég vil reyna að gera þig snyrtilega stúlku. Nú verðiö þið að leggja ykkur fram, og taka til- lit til þess, sem ég geri og segi ykkur. Ekki satt Ethnee litla? Ég veit að þú verður þæg við mig.“ Það leið kynlegt bros yfir varir Ethnees — bæði hæðnislegt og glettnislegt í senn. Svo hristi hún höfuðið og gekk í hægðum sínum út úr stof- unni. Patrick fór á eftir henni og skellti hurð- inni fast á eftir sér. Barbara beit á vörina. Fyrir augnabliki siðan, hafði hún verið reiðubúin til að opna faðm sinn fyrir börnum Pierces, en nú gaus reiðin upp í henni, og hana langaði mest til að taka í lurginn á þeim báðum. „Þetta eru andstyggileg og vanþakklát böm — sannarlegt böl að þurfa að umgangast þau!“ Hún stóð reiðilega upp af stólnum. „Þau þarfn- ast reglulegrar ráðningar bæði tvö. Það á með öðrum orðum að haldast ófriðurinn milli mín og stjúpbarna minna — ein þrautabarátta. Ég sé nú orðið fram á glæsilega framtið, það verð ég að segja." Erla og unnust- inn. Oddur; Á leiðinni til Erlu ætla ég að líta inn til læknisins og vita hvað hann segir um þetta meltingarleysi, sem þjáði mig um daginn. Læknirinn: Þér eruð orðinn góður aftur — en þér verðið að hafa gát á því, sem fer ofan í yður — megið ekki bragða sætindi — ekki heitar bollur eða brauð — og gætið þess að haga yður nákvæmlega eins og ég segi. — Oddur: Auðvitað geri ég það, læknir! Oddur: Ég má ekki láta Erlu vita, að Oddur: Sæl, elskan mín, hvernig líður þér? ég varð veikur af kökunum hennar.— Erla: Ágætlega, ástin min. Það er eins og þú haldir, að ég hafi verið veik! En hvað það var gaman, að þú komst! Nú á ég einmitt heitar bollur eins og um daginn! Þér þótti þær svo góðar! Fáðu þér sæti, elskan, meðan ég sæki þær! Oddur: Almáttugur! Hvað á ég að gera? Ef ég vil þær ekki, þá verður Erla sár og reið — ef ég borða þær, þá verð ég að leggj- ast inn á spítala!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.