Vikan


Vikan - 26.08.1943, Qupperneq 9

Vikan - 26.08.1943, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 34, 1943 9 Yankar kaupa fót handa honum . . Allan litli Noakes misti vinstri fótinn í umf^rðarslysi, sem nýleg-a varð í Englandi. Foreldrar hans eru fá- tækir, — en Bandaríkjahermenn, sem voru í her- búðum skammt frá heimili þeirra, skutu saman fé til að kaupa fyrir g-erfifót handa drengnum. Og féð nægir fyrir gerfifótum handa honum á meðan hann lifir. Bretar ryðjast inn í Túnis. Áttundi herinn brezki er að elta heri möndulveldanna á flóttanum. Hermennirnir hér á myndinni eru í skozku herdeildinni og eru að fara inn yfir landamæri Túnis — á fleygi-ferð. Joe King yfirforingi er að bera saman skeggið á sinni höku og ,,skeggið“ á verðlauna-geitinni. Hún heitir ,,Hertogafrú“ og vann til verðlauna í Seattle í keppni, sem þar fór fram á milli ýmissa uppáhalds dýra sjómanna. Forseti Paraguay. Hikinio Morin- igo, sem hér birtist mynd af, hefir verið „settur" foringi í Paraguy síðan 1939, en var nýlega kjörinn forseti með 85% greiddra at- kvæða. Umboð hans gildir til 1948. Sæmdur heiðurspeningi. — Hínn nafnkunni íshafskönnuður Bent Balchen ofursti frá New York, er einn af átján mönnum, — liðsfor- ingjum og óbreyttum hermönnum, — sem sæmdir hafa verið „her- manna-heiðurspeningnum ‘ ‘.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.