Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 48, 1943
Pósturinn
Hér fer á eftir önnur kveðjan frá
„Vini Vikunnar" og verður ekki
annað sagt en hann kunni vel að
koma fyrir sig orði.
Viku bið ég vaxi gengi.
Vlkan mörgum yndi lér.
Viku hróður vari lengi.
Vikan gestur kær er mér.
Vikan flytur von og gleði.
Vikan smáum traust sé vörn.
Vikan hrekur vil úr geði.
Vikan kætir Islands börn.
Vinur Vikunnar.
Kæra vika.
1 blaði nr. 27., 8. júlí 1943, svaraðir
þú fyrirspurn um loftskeytaskólann.
Viltu nú ekki vera svo góð að segja
mér, hvert ég á að snúa mér til að
sækja um inntöku í skólann. Fá
stúlkur ekki inngöngu i skólann.
Disa.
•Svar: Bezt mun fyrir yður að
snúa yður til Gunnlaugs Briem síma-
verkfræðings, ef þér ætlið að sækja
um upptöku í skólann. Stúlkur munu
fá aðgang að skólanum eftir þvi, sem
við bezt vitum, og er okkur kunnugt
um að kvenmenn hafi verið í Loft-
skeytaskólanum.
Reykjavík, 11/11 1943.
Hvaða aldur og hvaða menntun
þarf til þess að verða loftskeytamað-
ur. Þakka fyrirfram fyrir svarið.
H. S.
Svar: Menn munu þurfa að vera
orðnir 18 ára til þess að fá inntöku
í Loftskeytaskólann. Skilyrði fyrir
inntöku í skólann, er að menn hafi
gagnfræðapróf, eða hliðstæða mennt-
un.
Kæra Vika!
Geturðu gjört svo vel og sagt mér,
hvort orðið „svanni“ er karl- eða
kvenkenning. Með fyTÍrfram þakk-.
iæti. Fáfróð.
Svar: Það er kvenkenning.
Sæl og bless, Vika mín!
Þú sem veist flest á jörð og yfir,
hlýtur að geta sagt okkur fáfróðum
og ósammála, hvort er réttara að
segja: Hann keyrði hann í bílnum,
eða: hann keyrði honum í bílnum. Og
hitt: Að gera at í einhverjum, eða
að gera at í einhvern? Með fyrir-
fram þakklæti. Gunnvör.
Svar: 1. Ef orðið „keyra" er notað,
þá á að segja keyra hann. — Ann-
ars er orðið ,,keyra“ ekki góð ís-
lenzka, og er betra að nota ;,aka“. 1
þessu tilfelli: Hann ók honum í bif-
reiðinni. 2. Að gera at í einhverjum,
er réttara, þótt það sé í rauninni
leiðinleg málvenja, að tala um að
gera at í einhverjum, eða að atast í
einhverju.
1943.
Kæra Vika!
Geturðu gefið mér upplýsingar um
hvort notaðar píanóharmonikur, 2
kóra, 24 bassa, fáist í hljóðfæraverzl-
unninni Prestó, og hvað þær kosti.
Vonast efitr svari i næsta blaði.
Dalamaður.
Við spurðumst fyrir um þetta og
fengum þær upplýsingar, að þær
væru þar ekki til.
Málverka-
sýning
Finns
Jónssonar
Kæra Vika!
Þú ert alltaf svo fjölfróð, og lipur
við að leysa úr spurningum lesenda
þinna. Nú langar mig til að vita,
hvort þú getur ekki sagt mér, hvað
orðið kreyma þýðir?
Vonast eftir svari í næsta blaði.
Þín, Lúlla.
Svar: Orðið kreyma þýðir: aum-
ingi, ræfill, vesalingur.
Kæra Vika!
Getur þú sagt mér, hvenær Abra-
ham Lincoln var kosinn forseti
Bandarikjanna ?
Svar: 6. nóv. 1860.
Kæra Vika.
Villtu vera svo góö og segja mér
hvar hægt er að fá keypt stafrófs-
kver. Ég á 5 ára son, sem langar til
að fara að læra að lesa, en ég hefi
hvergi getað fengið stafrófskver enn-
þá. Þín, Sigga.
Svar: Við spurðumst fyrir um
þetta í bókaverzlunum og fengum
þau svör, að stafrófskver væru ekki
fáanleg nú sem stæði.
Svar til „Pylsuvinar.“
Þér skuluð snúa yður til manns-
ins sjálfs, sem þér nefnið í bréfi
yðar, og fá upplýsingar við spurn-
ingu yðar hjá honum, ef þetta hvílir
þungt á hjarta yðar. Annars er að
sjálfsögðu ástæðulaust, að eiga and-
vökunætur út af slíku slúðri.
Kæra Vika!
Viltu segja mér hvernig á að fara
að því að grenna sig.
Gía Þorláks.
Svar : Reynandi er að iðka íþróttir,
t. d. leikfimi og sund, og draga ofur-
lítið úr matarskammtinum.
Reykjavík 16/11 ’43.
Kæra Vika!
Ég átti i deilum við nokkrar stúlk-
ur um það, hvort réttara væri, að
byrja með því að læra að sauma eða
sníða flíkur. Þær halda því fram, að
réttara sé að læra fyrst að sauma,
en ég er á gagnstæðri skoðun. Ég
vona, að þú leysir úr þessu fyrir mig,
sem fyrst, þar sem um veðmál er að
ræða. Fróðleiksfús.
Svar: Það er ekki auðvelt að leysa
úr þessu veðmáli. En venjulegast
mun vera að læra að sauma áður en
að sníða. Þó verður það, „að sníða“
að teljast undirstaðan að sauma-
skapnum. Annars er ekki hægt að
segja neitt um, hvort sé réttara að
læra fyrst.
Það var stórglæsileg sýning, sem
Finnur Jónsson hélt í Listamanna-
skálanum núna nýlega. Það er sann-
arlega gleðilegt, hve aðstaða málara
til sýninga er orðin miklu betri en
áður og jafnframt ánægjulegt að sjá,
hve þeir vanda uppsetningu mynd-
anna. Sýning Finns var mjög fjöl-
breytt, viðfangsefnin margskonar og
hin ólikustu og fariö um þau meist-
arahöndum. Það eitt hryggir mann,
þegar svona merkileg málverkasýn-
ing er á ferðinni, hve fáir eru færir
um að njóta þess unaðar að eign-
ast myndirnar. Hér er ekki átt við
það, að verkin sé seld óhæfilega háu
verði, heldur hitt, að almenningur
getur ekki leyft sér að láta í einu
mörg þúsund fyrir eina mynd. Enda
mun það vera svo, að málararnir eiga
mikið af óseldum verkum. Væri ekki
hægt að koma þessu öðruvísi fyrir?
Hvemig væri að listamennimir réðu
sameiginlega í þjónustu sina dugleg-
an sölumann eða fengju til þess eitt-
hvert verzlunarfyrirtæki og sölunni
yrði síðan hagað þannig, að menn
fengju verkin með mánaðarlegum
afborgunum og eignuðust þau ekki
fyrr en þau væri að fullu greidd?
Ganga mætti þannig frá samningum,
að listamennirnir gætu varla á þeim
skaðast.
Sex tíma gömul!
Þessi tviburafolöld voru ekki nema sex
stunda g'ömul, þegar myndin var tekin af
þeim. Hjá þeim. eru leikararnir Jane
Withers og Farley Granger.
Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.