Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 12
18 Poirot þreifaði á vösum Ratchetts. Hann dró fram eldspýtnastokk. Hann bar þær saman við' þser brenndu. „Sú þykkari er af eldspýtum Ratchetts," sagði hann. „Við skulum athuga, hvort hann hafi líka flatari tegundina.“ En leitin bar engan árangur. Poirot leit í kringum sig í klefanum. Augu hans voru björt og hvöss eins og fuglsaugu. Manni fannst eins og þau hlytu að sjá allt. Hann beygði sig niður og tók eitthvað upp af gólfinu. Það var lítill hvítur dúkur. 1 einu hominu var saumað — H. ' „Vasaklútur einhverrar konu,“ sagði læknir- inn. „Vinur okkar lestarstjórinn hafði á róttu að standa. Það er kona, sem á hér hlut að máli.“ „Og hún skilur eftir sig vasaklút!" sagði Poi- rot. „Nákvæmlega eins og gerist í bókum eða kvikmyndum — og til þess að gera allt enn auð- veldara fyrir okkur, þá er klúturinn merktur upp- hafsstafi hennar.“ „Hvílík heppni fyrir okkur.“ „Er þáð ekki?" sagði Poirot. Það var einhver hreimur í röddu hans, sem læknirinn furðaði sig á, en áður en hann gat beðið um útskýringu, hafði Poirot aftur beygt sig að gólfinu. 1 þetta skipti hélt hann á pípuhreinsara í lófanum. „Rattchett hefir líklega átt hann,“ sagði Poirot. » „Það var engin pípa í vösum hans, og ekki held- ur tóbak." „Þetta er þá spor í áttina." „Ó, já, vissulega. Og kemur mjög þægilega. Þetta bendir á að morðinginn sé karlmaður! Við getum ekki kvartað yfir því, að hafa ekkert, sem gæti bent okkur á morðingjann. En heyrið þér annars, hvað hafið þér gert við vopnið?" „Ég sá ekkert vopn. Morðinginn hlýtur að hafa tekið það með sér.“ Hvers vegna skyldi hann hafa gert það, hugs- aði Poirot með sjálfum sér. Ó! Læknirinn hafði verið að rannsaka vasana á náttfötum hins dauða. ,,Ég gleymdi þessu," sagði hann. „Ég losaði náttjakkann frá og fletti honum til hliðar." Úr brjóstvasanum tók hann gullúr. Kassinn var beygður, Og visirarnir bentu á kortér yfir eitt. „Sjáið þér til?“ hrópaði Constantine ákafur. „Þetta sýnir okkur á hvaða tíma glæpurinn var framinn. Það kemur heim við það, sem ég hafði reiknað út. Ég sagði á milli tólf og tvö og ef til vill klukkan eitt, en það er erfitt að segja ná- kvæmlega um það. En héma er staðfestingin á þvi. Kortér yfir eitt, þá var glæpurinn framinn." „Það getur verið, já, það er mögulegt." Læknirinn horfði forvitnislega á Poirot. „Af- sakið mig, Poirot, en ég skil yður ekki alveg." „Ég skil ekki sjálfan mig,“ sagði Poirot. „Ég skil alls ekki neitt. Og eins og þér skiljið, þá angrar það mig.“ Hann andvarpaði og beygði sig yfir litla borðið og skoðaði bréfsneplana. Hann muldraði með sjálfum sér: „Það sem mig vantar núna er hatta- askja gamaldags konu.“ Dr. Constantine vissi alls ekki, hvemig hann átti að skilja þessa skrýtnu athugasemd. En Poirot gaf honum engan tíma til þess að spyrja, því að hann opnaðl hurðina út á ganginn og kall- aði á lestarþjóninn. Maðurinn kom hlaupandi. „Hve margar konur eru í vagninum?" Lestarþjónninn taldi á fingmm sér. „Ein, tvær, þrjár — sex, herra. Gamla ameríska konan, greifafrú Andrenyi, og prinsessa Drago- miroff og stúlka hennar." Poirot hugsaði sig um. „Já, og þær hafa allar hattaöskjur?" „Já, herra." „Færið mér þá öskjur sænsku konunnar og þjónustustúlkunnar. Þær em okkar eina von. Þér skulið segja þeim að það sé samkvæmt einhverri reglu — eitthvað, segið bara eitthvað." „Það er allt i lagi, herra. Hvomg kvennanna er í klefa sínum núna.“ „Verið þá fljótir." „Lestarþjónninn fór. Hann kom aftur með tvær hattaöskjur. Poirot opnaði öskjur þjónustu- stúlkunnar, en lagði hana til hliðar. Þvi næst opnaði hann öskju sænsku konunnar og rak upp gleðióp. Þegar hann tók hattinn gætilega upp, kom í ljós kringlótt vírvinda. „Hérna er það, sem við þurfum á að halda! Fyrir tuttugu áruro voru hattaöskjur útbúnar 1. Raggi: Hvað er nú þetta? Eru þið að leika 2. Raggi: Þetta er gagnslaust! Strákurinn feluleik ? þekkir Steina, þó að hann hafi bundið fyrir Maggi: Nei, Steini er að fela sig fyrir strák, augirn: sem hann skuldar tíu aura! Maggi: Ég er margbúinn að segja honum það! 3. Raggi: Þetta er hlægilegt uppátæki! Maggi: Já, en það er ómögulegt að sannfæra Steina. um það! 4. Maggi: Hann segist hafa þetta snjallræði eftir strútnum, en vasaklúturinn er sandurinn hans Steina! VIKAN, nr. 48, 1943 svona. Það var rekinn hattprjónn í gegnum hatt- inn og í vírvinduna." Um leið og hann talaði losaði hann mjög lipurlega vindurnar og tök þær úr öskjunni. Svo lokaði hann henni aftur og skipaði lestarþjónin- um, að setja þær aftur á sinn stað. Þegar hurðin var svo lokuð aftur, sneri hann sér að félaga sínum. „Sjáið þér nú til, læknir minn, ég treysti ekki á mikinn málarekstur. Það er sálfræðilega hlið málsins, sem ég reyni að komast að, ekki fingra- för eða ^vindlingaaska. En auðvitað finnst mér gott að fá einhverja vísindalega aðstoð. Klefinn er fullur af ýmsu, sem gæti leitt okkur á sporið; en ég efast um að það verði rétta sporið, hvernig á ég að komast að því?“ ,,Ég skil yður ekki alveg, Poirot." „Jæja, til dæmis — við finnum vasaklút ein- hverrar konu. Var það konan, sem -missti hann. Eða var það maðurinn, sem framdi glæpinn, sem sagði við sjálfan sig: ,,Ég ætla að láta það lita út edns og það hefði verið kona, sem framdi glæpinn. Ég rek hnífinn í óvin minn nógu oft og hefi sumar stungurnar litlar og hættu- lausar." Þetta er einn möguleiki. Svo er hér hinn. Var það kona, sem myrti hann, og var það af ásettu ráði, að hún missti pípuhreinsarann, til þess að láta líta út sem karlmaður hefði gert það? Eða eigum við að trúa því í alvöru að tvær persónur, maður og kona eigi hér hlut að máli, án þess að vita af hvorú öðru, og þau hafi bæði verið svo hirðulaus að skilja eftir hluti, sem gætu komið upp um þau?“ ,,En hvað koma þessar hattaöskjur þessu við?“ spurðí læknirinn sem var ennþá hissa. „Ó, ég kem að því seinna. Eins og ég segi, þá geta þessir leiðarvísirar okkar — — úrið, sem stoppaði klukkan kortér yfir eitt, vasaklúturinn, pípuhreinsarinn -— geta verið ekta og líka fals- aðii'. En ég get ekki séð það núna. En það er eitt héma, •— þó að mér geti skjátlast aftur — sem ég hygg ófalsað. Ég á við þessa eldspýtu, læknir. Ég held, að morðinginn hafi notað þessa eldspýtu, en ekki Ratchett. Hún hefir verið notuð til að brenna eitthvað blað, sem hefði getað gefið upplýsingar um glæpinn. Ég ætla að reyna að komast að því, hvar það hefir verið." Hann fór út úr klefanum og kom aftur eftir nokkrar mínútúr með lítinn sprittlampa og hár- liðunarjárn. „Ég nota það í sltegg mitt,“ sagði hann og átti við það síðarnefnda. Læknirinn horfði á hann með miklum áhuga. Poirot rétti úr vírvindunum og með mikilli var- úð setti hann sviðnu sneplana á annan vírinn og lagði síðan hinn vírinn ofan á, hann hélt því svo saman með járninu, og hélt því öllu yfir loga sprittlampans. „Þetta er náttúrlega mjög ófullkomin aðferð," sagði hann. „En við skulum samt vona, að hún beri tilætlaðan árangur." Læknirinn horfði á með athygli. Málmurinn fór að glóa. Allt í einu sá hann óljósa stafi. Orð- in komu hægt í ljós. Þetta var mjög lítill bréfsnepill, það sáust að- eins tvö orð og partur af því þriðja. — úndu Daisy litlu Armstrong. ,,Ó!“ hrópaði Poirot. „Skiljið þér þetta?" spurði læknirinn. Augu Poirots ljómuðu. Hann lagði jámið var- lega niður. „Já,“ svaraði hann. „Ég veit rétta naiii hins myrta. Ég veit, af hverju hann varð að fara frá Ameríku." „Hvað hét hann?“ „Cassetti." „Cassetti?" Constantine hnyklaði brúnimar. „Mér finnst ég kannast við það. Ég man ekki vel. Fyrir nokkrum árum. — Það var eitthvað fnál í Ameríku, ekki satt?" „Jú, það var það,“ sagði Poirot. Poirot sagði ekkert meira um það. Hann leit i kringum sig um leið og hann sagði:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.