Vikan - 02.12.1943, Qupperneq 5
í
VIKAN, nr. 48, 1943
Ný framhaldssaga:
3
Vegir ástarinnar-
Eftir E. A. ROWLANDS
Sergia hnyklaði hrúnirnar og stundi ergilega.
Sir Allan Mackensie var líka einn af þeim, sem
hún hafði flúið frá, og hún hafði ekki átt von á,
að hann mundi elta hana. Hún tók það hreint
og beint nærri sér, að hann hafði komið, af því
að henni var vel við hann; hann líktist ekki hinum
frökku, eigingjömu og kaldhæðnu mönnum, sem
voi-u vanir að flykkjast um hana til þess liylla
fegurð hennai' og auðæfi. Hann var heiðarlegur
og góður ungur maður, sem hún vildi mjög
ógjaman valda nokkurri sorg.
En þegar Sergia gekk inn í dagstofuna var
svipur hennar meira frávísandi en nokkum tima
áður, og ungi maðurinn skildi aftur, að hann
hafði tapað.
Sergia virtist varla taka eftir því, þegar hann
bað hana Stamandi um fyrirgefningu á því að
hann skyldi dirfast að heimsækja hana. En Sir
Allan hélt þó áfram að tala um, að þar sem
hann þyrfti að fara til Stanchester til þess að
skoða vél nokkra, sem hann var að hugsa um
að kaupa, hefði hann ekki kunnað við að fara
framhjá Stanley Towers, án þess að líta inn-
fyrir, og þvi siður, þar sem Stanchester lávarð-
ur hafði hvatt hann til þess.
Lafðí Marion var gröm Sergíu yfir því, að
hún tæki svona kuldalega á móti unga mann-
inum. Allan Mackensie var einbirni, mjög auð-
ugur og átti óðalssetur í einu frjósamasta hér-
hði Skotlands, svo að slíkum biðli bar ekki að
visa á bug. Hann hafði alltaf verið mjög kurteis
og hugulsamur við lafði Marion, og hún hafði
þess vegna ákveðið að hjálpa honum i þeim ó-
þægindum, sem hinar kuldalegu móttökur Sergiu
höfðu valdið honum. Hún byrjaði þvi að ræða
við hann, en með miklum erfiðismunum, og þegar
Sergia gekk svo eitt augnablik að glugganum,
greip hún tækifærið, afsakaði sig við unga
manninn og flýtti sér út.
1 þvi sneri Sergia sér við, en lafði Marion
Var horfin og veslings Sir Allan horfði svo
hjálparvana á hana, að hún gat ekki annað en
vorkennt honum. Hún hafði garnan viljað að
hann talaði ekki við hana; en hún skildi, að
hún neyddist til að hlusta á hann; hið kuldalega
viðmót hennar hafði þrátt fyrir allt ekki rænt
hann allri von.
,,Sergia“, sagði ungi maðurinn „ég'get vel séð,
að þér eruð mér reiðar fyrir að hafa komið hing-
að; en ég elska yður svo heitt, að ég get ekki
trúað því, að það svar, sem þér gáfuð mér, sé
það síðasta og endanlega. Ég verð að segja yður
það einu sinni enn, Sergia, að ég get ekki gefið
upp alla von.“
Hann reyndi að táka hönd hennar, en hún dró
hana til sín. Hún kenndi í brjósti um hann, þegar
augu hans, sem hún gat lesið úr einlægnina báðu
hana nú um svar sem væri sér í vil.
„Mér þykir það leitt,“ sagði hún loks, um leið
og hún stóð upp úr sæti sínu „að ég skuli valda
yð'ur hryggðar, Sir Allan. Mér þykir það mikill
heiður, að þér hafið beðið mig um að verða
eiginkona yðar, en ég get alls ekki gifst yður.
Þess vegna þykir mér leitt, að þér skulið hafa
komið hingað, því að þessi heimsókn verður, eins
og sakir standa, til leiðinda fyrir okkur bæði.“
Ungi maðurinn leit á Sergiu, það var bæði
ástriða og sorg í augnaráði hans; en hann skyldi
að Sergiu var alvara. öll von var úti, og því
skyldi hann þá kvelja hana og sjálfan sig lengur.
. Lafði Sergia Wiérne, dóttir
hins rika Stanchester lá-
varðar, er orðin þreytt ög leið á skemmt-
analífinu í London og ætlar að fara burt
úr borginni til hallar föður síns úti á
landi, sem heitir Stanley Towers, en hann
er mótfallinn því. Samt fer hún þangað í
fylgd lafði Marion. <■
Hann stóð upp og gekk að aminum, og þegar
Sergia sá hann standa náfölan, en þó svo rólegan
fannst henni eins og hjarta hennar myndi springa
af sorg yfir því að þurfa að valda honum svona
mikillar þjáningar. Hún ætlaði að ganga úr
herberginu, en hún sneri sér ósjálfrátt við og
gekk til hans.
Það var eins og Sir Allan fyndi hinar hlýju
hugsanir hennar, og hann reyndi að brosa.
„Þa’ð er fallega gert af yður, að vera svona
vingjamleg við mig, Sergia," sagði hann hæglát-
lega ,,ég skal lika lofa því, að ég skal aldrei
veía yður til mæðu oftar, en ég get ekki lofað
að gleyma yður. Því það geri ég aldrei.“
„Þér verðið að læra að hugsa til mín sem
vinar,“ sagði Sergia blíðlega.
„Já — ef þér kærið yður um vináttu mína,"
sagði hann ákafur.
„Það geri ég víst,“ sagði hún alvarlega. „Þér
trúið því ef til vill ekki, Sir Allan, en ég á
ákaflega fáa vini, og engan eins tryggan og ég
veit, að þér munduð vera. Ég vildi óska, að þér
vilduð vera mér slíkur vinur, að ég gæti snúið
mér til yðar, ef ég skyldi einhvern tima þurfa
á hjálp að halda.“
„Ég tek við vináttu yðar, Sergia,“ sagði Sir
Allan, um leið og hann lyfti hendi hennar að
vörum sér. „Ég vona, að þér verðiö aldrei fyrir
neinni sorg, en ef þér þurfið einhvem tíma á
vini að halda, viljið þér þá muna að þér hafið
lofað að koma til mín?
„Því skal ég aldrei gieyma,“' sagði Sergia
blíðlega.
Sir Allan kyssti aftur hönd hennar og kvaddí.
Seinna mundi hann varla, hvemig hann hafði
komizt út. Það var ekki fyrr en hliðið hafði lok-
azt eftir honum, og hann gekk hægt eftir hinúm
rykuga þjóðvegi, að hann skildi það raunverulega
að hann hafði misst Sergiu að eilífu. Og í sárs-
auka þessa augnabliks, hugsaði hann einungis um
sjálfan sig. Hann varð bitur i hennar garð og
gleymdi því alveg, hve innilega hún hafði beðið
hann að vera vinur sinn.
„Hún hefir drepið hjarta mitt og eyðilagt líf
mitt,“ sagði hann við sjálfan sig, og nú býður
hún mér vináttu sína. Hvað kæri ég mig um það,
þegar ég þrái ást hennar!“
I því rakst hann á mann, sem kom gangandi
fyrir götuhornið; hann leit illilega upp, þvi að
þó að hugsanir hans væru ekki skemm'tilegar,
þá gramdist honum að vera ónáðaður í þeim. En
hann hafði rétt litið á þann ókunnuga, þegar
andlft hans ljómaði og öll gremja og sorg hvarf
eins og dögg fyrir sólu.
„Nei — Armstrong — Julian — ert þetta þú!“
hrópaði hann um leið og hann hristi hjartanlega
hönd gamla skólabróður síns. „Kæri vinur, þetta
er sannarlega óvænt gleði. Þú ættir að vita, hve
oft, ég hefi hugsað til þin og hve oft ég hefi
reynt að finna þig. Hvar hefir þú verið í öll þessi
ár? Hvað hefir þú gert, og livers vegna hefir
þú ekki skrifað mér?“
„Ég hefi unnið mikið,“ svaraði Armstrong, um
leið og hann roðnaði við tilhugsunma um hve
allar aðstæður hans voru sorglega breyttar síðan
hann og Allan höfðu sézt síðast. Þau tíu ár, sem
höfðu liðið síðan, höfðu eyðilagt allar framtíðar-
horfur hans, sem höfðu verið ljómandi góðar, og
gert hann að fátækum, vinalausum manni. Nú
þegar hann sá aftur hið heiðarlega andlit Allans
Mackensie, ásakaði hann sig fyrir, að hafa talið
hann með hinum ótryggu vinum. Hann hafði oft
hugsað um Allan og nú olli það honum innlegrar
gleði að sjá hann.
„Þú veizt líklega að við misstum allar
eigur okkar við bankahrunið mikla,“ sagði Julian,
meðan þeir gengu hægt áleiðis að hinu litla húsi
Julians.
„Veslmgs pabbi tók það svo nærri'sér, að hann
dó úr sorg, og svo varð ég auðvitað að vinna,
til þess að mamma og systir mín gætu lifað.“
„Þá hefði nú einmitt verið ástæða til þess, að
þú skrifaðir mér,“ sagði Allan ásakandi „og þú
hefðir átt að gera það, Julian. Þú hefðir átt að
gefa mér tækifæri til þess að endurgjalda þér
og fjölskyldu þinni, allt það góða, sem þið gerð-
uð mér, þegar ég sem lítill foreldralaus skóla-
drengur kom í ykkar yndislega heimili. Foreldr-
ar þínir voru mér alltaf svo vingjarnlegir, og það
var alltaf svo dauft og einmanalegt í húsi fjár-
haldsmanns míns. Þá varst þú betur settur en ég,
Julian, af því þú áttir gott og elskulegt heimili
og ég er alltaf i þakklætisskuld við þig, af því
að þú lézt mig svo oft njóta þess með þér.“
„Já, það var yndislegt heimili,“ sagði Julian
og andvarpaði „og okkur leið vel þar. Og ég get
sagt þér, að það var erfitt að yfirgefa það. En
hrun okkar kom svo óvænt; í erfiðleikunum
að vinna fyrir okkar daglega brauði gleymdum
við að hugsa um óhamingju okkar. Það var verst
fyrir mömmu, af því hún nær sér aldrei alveg
af því að hafa misst pabba. Hún hefði með glöðu
geði viljað vera fátæk, ef hún hefði bara fengið
að hafa pabba.“ .
„Ég hefi ekkert vitað um þetta allt,“ sagði
Allan hæglátlega „en það hlýtur að hafa verið,
þegar ég var á ferðalagi og ekki hér á landi. Þú
hefðir nú vel getað skrifað mér, af því að þú
vissir að bréf sent í klúbb minn í London mundi
alltaf komast til mín. Jæja — við skulum nú ekki
tala um þann tíma, sem við höfum glatað. Nú
höfum við hittst aftur og það er gott. En segðu
mér nú eitthvað frá sjálfum þér, Julian. Ég er
viss um að heppnin hafi samt verið með þér, af
því að þú tilheyrir þeim, sem ná marki sínu.
Ég man það vel, að á skólaárunum sögðum við
strákamir alltaf, að ekkert gæti brotið þig á bak
aftur.“
„Það skal heldur aldrei koma fyrir,“ sagði
Armstrong ákveðinn „en baráttan til að komast
áfram er oft höi*ð.“
„Og á meðan þú hefir barizt og stritað, Julian,
hefi ég ekki gert annað en að kasta í burtu pen-
ingum og skemmta mér,“ sagði Allan biturlega.
„Ó, þú veizt ekki Julian, hvaða landeyða ég er
orðinn.“
„Ef þú hefir komizt að þeirri niðurstöðu af
því að tala við mig,“ sagði Armstrong, þá er
ég hégómlegur aumingi. En segðu mér nú, hvern-
ig stendur á þvi, að þú ert kominn hingað ?
Mér sýndist þú vera að flýta þér burt frá Stanley
Towers.“
Julian hugsaði með biturleik um allt, sem hann