Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 48, 1943 3 Söngkonan frá Halldórsstöðum Mörg eru þau ævintýri, sem gerast í hversdagslífinu og ekki verða lýð- um ljós fyrr en ef til vill seint og um síðir. Fyrir skömmu hljómaði söngur 68 ára gamallar konu frá útvarpinu í Reykjavík — konu, sem hefir með söng sínúm skemmt og yljað í nærri hálfa öld í sveit á Islandi og er þó fædd og uppalin í höfuðborg Skotlands, Edinborg. Páll Þórarinsson heitir bóndi, sem býr á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Hann fór ungur utan, árið 1882, til Skotlands. Þar varð lítil stúlka, 7 ára gömul, til þess að hjálpa honum við ið haldin heimþrá — til Islands. Og aldrei hefir hún séð eftir að hafa sezt að hér á landi. Hún skildi ekki mál fólksins fyrst í stað og það ekki hennar mál, en fyrir at- beina sönggáfunnar eignaðist hún fljótt vini, sem elskuðu hana og virtu. Sjálf er hún mjög hrifin af söng og hann er henn- ar mesta yndi. Maðurinn hennar er og ,,músikalskur“ og spilar á hljóðfæri og svo mun vera um fleiri á Halldórsstöðum. Páll bóndi Þórarinsson á Halidórsstöðum í Lax- árdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann kvæntist Lissie árið 1894 úti í Skotlandi og fóru þau að búa á Halldórsstöðum þá um sumarið og hafa búið þar síðan. 1 baksýn sjást hólmarnir í Laxá undan Halldórsstöðum. (Myndin var tekin síðast- liðið sumar). undirstöðunám í enskri tungu — en ekki urðu löng kynni þeirra þá. Páll dvaldist við fjármennsku hjá skozkum bændum um veturinn. Hann fór síðan fleiri ferðir til Skotlands og þau Lizzie munu hafa skipzt á bréfum, en árið 1894 komu þau saman upp til íslands og voru þá hjón og hófu búskap á Halldórsstöðum um sumarið og þar búa þau enn. Frú Lizzie festi rætur á íslandi í heiða- dalnum norðlenzka og söng gleði og unað inní hjörtu sveitunga sinna og annarra, er gafst kostur á að hlýða á söng hennar. Fyrir meira en 20 árum söng hún í fyrsta skipti opinberlega á Akureyri, og mun það hafa verið Einar Olgeirsson, núverandi al- þingism., er fékk hana til þess. Áskell söng- stjóri Snorrason spilaði undir. Síðan hefir hún oftar.sungið þar og á Húsavík. Frú Lizzie Þórarinsson er algerlega sjálfmenntuð söngkona, en hún hefir mik- ið sungið, því að oftast mun hún hafa gert það, þegar gestir komu á heimilið. Einu sinni voru þeir þar á ferð Geir vígslu- biskup og Sigurður Skagfield söngvari. Lizzie söng fyrir þá. Lét séra Geir þau orð falla á eftir, að Lizzie væri söngkona af guðs náð. Frú Lizzie hefir fjórum sinnum farið til Skotlands, síðan hún fluttist hingað, sein- ast fyrir þrettán árum. Þar hefir hún ver- Frú Lizzie Þórarinsson í skautbúningi. Hún tal- ar íslenzku með ágætum, en hefir þó ekki gleymt móðurmáli sínu og virðist jafnvíg á bæði málin. Kunnugur maður hefir tjáð Vikunni, að Páll bóndi Þórarinsson sé einn af hinum eldri skóla íslenzkrar bændastéttar, fast- heldinn við fornar venjur, gerhugull um allt, er horfi til breytinga, en traustur og haldinorður svq sem bezt má verða. En frú Lizzie, sem hafði hlotið uppeldi í er- lendri stórborg varð ekki skotaskuld úr úr því, að semja sig að háttum fornrar íslenzkrar bændamenningar. Þótt á heimili þeirra hjóna hafi gerzt tíðförult af erlend- um gestum og sumir hafi dvalizt þar lang- dvölum, hefir það ekki raskað hinum fasta, íslenzka svip heimilisins. Þessi kona hefir því, auk þess að geta sér ástsældir með list sinni, gerst ein hin virðulegasta íslenzk húsfreyja og sómi íslenzkrar húsmæðra- stéttar. Henni hefir tekizt það, sem fá- gætt má kalla, að sameina arftekna, er- lenda stórborgarmenningu íslenzkum sveitalífsháttum og varðveita það bezta úr hvorutveggja í lífi sínu og öllu dagfari. Vegna þeirra ótal mörgu, sem hlustuðu á söng frúarinnar í útvarpinu og voru hrifnir af honum, skulu hér talin lögin, sem hún söng: „Silver threads among the gold,“ eftir H. P. Dank (tekstinn er eftir Frú Lizzie heima í stofu sinni á Halldórsstöðum sumarið 1943. E.Rexford); „Loch Lomond,“ skozkt þjóð- lag (tekstinn eftir Robert Burns); „The last rose of summer," eftir von Flotow (tekstinn eftir Thomas Moore); Blátt lítið blóm eitt er,“ eftir F. Kiicken (þýzk þjóð- vísa, þýdd) ; „Mamma ætlar aðsofna,“eftir Sig\ralda Kaldalóns (tekstinn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi); „Stóð ég úti Frú Lissie á unga aldri, eftir að' hún kom til Islands. í tunglsljósi,“ íslenzkt þjóðlag (tekstinn þýddur á ensku af Isaac Johnsson); „Ben Bolt,“ eftir J. Kneass; „Thora,“ eftir Stephan Adam. Undirleikinn annaðist Ragnar H. Ragnar. Hann er Vestur-Isle'nd- ingur. Frúin hafði sungið lögin inn á plöt- ur, nokkrum dögum áður en þau voru flutt í útvarpinu. Frú Lizzie er fríð kona og góðleg og einstaklega alúðleg í viðmóti og er það auðskilið, að hún hefir stráð sólargeislum, þar sem hún hefir verið — og sungið. Þau hjónin eiga tvo uppkomna syni og eru þeir báðir heima á Halldórsstöðum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.