Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 11
iiuiiiiiuiuiiiiiiuiiuiiimiuiiiuiisiiuiuiiiiui^ VIKAN, nr. 48, 1943. 11 I Ný framhaldssaga: Höfundurinn: Agatha Christie Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE a........................... Hercuie i.1 o 1101 ■ ■,,,,■ nu■ n, „Þú lýsir því yfir, að ein persóna sé að minnsta kosti saklaus af glæpnum,” sagði Bouc góð- iátlega. Poirot leit á hann ásökunaraugum. „Ég gruna alla til síðustu stundar,“ sagði hann. „Kn ég verð að viðurkenna, að ég get ekki hugsað mér, að þessi rólegi MacQueen hafi orðið óður og stungið hnifi í fómardýr sitt tólf — fjórtán sinnum. Það væri alls ekki í samræmi við sálarástand hans — alls ekki.“ „Nei,“ sagði Bouc hugsi. „Það er verk manns, sem hefir verið orðinn alveg óður af vitskertu hatri — það bendir á suðræna skapgerð. Eða eins og jámbrautarstjórinn okkar sagði — að það hafi verið kona.“ 7. KAFLI. Llkið. Poirot gekk yfir í næsta vagn og að klefa myrta mannsins í fylgd med dr. Constantine. Lestarþjónninn kom og opnaði hurðina með lykli slnum. Þeir gengu inn. Poirot sneri sér spyrjandi að félaga sínum. „Hefir nokkru verið breytt í þessum klefa?" „Ekkert hefir verið hreyft. Ég varaðist að hreyfa liláð, þegar ég skoðaði það.“ Poirot kinkaði kolli. Hann leit í kringum sig. Það fyrsta, sem maður hlaut að taka eftir var ákafur kuldi. Glugginn var opinn og gluggatjöld- in dregin frá. Poirot skalf. Hinn brosti samþykkjandi. „Ég vildi ekki loka honum,“ sagði hann. Poirot Bkoðaði gluggann vandlega. „Það var rétt hjá yður,“ sagði hann. „Eng- inn hefir farið úr vagninum þessa leið. Líklega hefir þessi opni gluggi átt að vekja gmn á því, en snjórinn hefir ónýtt þá ætlun morðingjans.“ Hann athugaði vandlega gluggalistana. Hann tók upp úr vasa sínum litla dós og blés svolitlu ðufti yfir gluggakistuna. „Engin fingraför,“ sagði hann. „Það hefir verið þurrkað af. En ef það hefðu verið einhver fingra- Pör, þá myndum við hafa haft lítið gagn af því. Það myndu hafa verið fingraför Ratchetts, þjóns hans eða lestarþjónsins. Glæpamenn fara varlegar að nú á tímum. „Og þar sem þetta er nú svona,“ bætti hann við glaðlega. „Þá getum við vel lokað gluggan- Um, ef þetta er ekki ísskápur lestarinnar.“ Harrn lét ekki standa við orðin tóm, og því næst beindi hann athygli sinni að hinum hreyfingar- lausa líkama, sem lá í rúminu. Ratchett lá á bakinu. Náttfatajakkinn hans, sem var blóði drifinn, var opinn og fráflettur. „Þér skiljið, ég varð að skoða sárin,“ sagði iæknirinn. Poirot kinkaði kolli. Hann beygði sig yfir líkið. Að lokum rétti hann úr sér og ylgdi sig. „Þetta er ekki fallegt,“ sagði hann. „Einhver hlýtur að hafa staðið þar og rekið i hann hníf- inn, hvað eftir annað. Hve mörg em sárin, ná- kvæmlega 7“ „Ég tel þau tólf. Eitt eða tvö em svo lítil, að þau eru bara smáskeinur. En á hinn bóginn em Fnrmf'i • Hercule Poirot er á leið o frá Sýrlandi með Taúrus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þau Mary og ofurstinn þekkjast litið eitt. Þegar Poírot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri jámbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokotlia gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, Mac Queen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vemda sig, af því að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot\ neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. að minnsta knsti þrjú, sem eru nógu stór, til þess að geta hafa valdið dauða.“ Það var eitthvað í röddu læknisins, sem vakti eftirtekt Poirots. Hann leit skarplega á hann. Litli Grikkinn stóð og starði á líkið og var þung- búinn á svip. „Það er eitthvað, sem yður finnst skrýtið, er það ekki?“ spurði Poirot vingjarnlega. „Talið, vinur. Eitthvað liggur yður á hjarta?“ „Það er satt,“ viðurkenndi hinn. „Hvað er það?“ „Þór sjáið þessi tvö sár — hér og hér —.“ Hann benti á þau. „Þau eru djúp. Stungurnar hljóta að hafa skorið í sundur æðar — og samt em sárin ekki opin. Það hefir ekki blætt, eins og maður mætti búast við.“ „Hvað bendir það á?“ „Að maðurinn hafi verið dálnn — svolítinn tíma, þegar sárin voru veitt. En það er auð. vitað fjarstætt." „Það virðist svo,“ sagði Poirot hugsandí. „Nema að morðinginn hafi haldið, að hann hafi ekki lokið verknaði sínum alveg og þess vegna komið aftur til pess að fullvisa sig um það — en það er auðvitað mjög fjarstætt! Er nokkuð annað?“ „Já, eitt til.“ „Og hvað er það?“ „Þér sjáið þetta sár héma — undir hægra handleggnum — nálægt hægri öxlinni. Takið þennan blýant minn. Gætuð þér rekið svona högg?“ Poirot miðaði með blýantinum. „Elnmitt," sagði hann. ,,Ég skil. Mleð hægri hendinni er það mjög erfitt, næstum ómögulegt. En ef það væri gert með vinstri hendinni." „Það er alveg rétt, Poirot. Það er næstum víst, að stungan hafi verið rekin með vinstri hendinni." „Tveir menn. Þá emm við aftur komnir að því, að það hafa verið tveir menn,“ muldraði leynilögreglumaðurinn. Svo sagði hann allt í einu: „Var kveikt á ljósinu?" „Það er erfitt að segja. Lestarþjónninn slekkur á þvl á morgnana klukkan tiu." „Við sjáum það á kveikjunum," sagði Poirot. Hann athugaði kveikjara loftljóssins og líka lestrarlampans. Það hafði verið slökkt á báðum lömpunum. „Jæja,“ sagði hann hugsandi. „Við höfum þá hér einhverja tilgátu um fyrsta og annan morð- íngja. Fyrsti morðinginn drap fórnardýr sitt með hníf og slökkti ljósið um leið og hann gekk út úr klefanum. Hinn morðinginn kom inn í myrkr- inu, en sá ekki að verknaði hans eða hennar var lokið og stakk hnífnum að minnsta kosti tvisvar í líkið. Hvað haldið þér um þetta?" „Stórkostlegt," sagði litli læknirinn með ákafa. Augu hins ljómuðu. „Haldið þér það? Mér þykir vænt um það. Mér fannst það hálf heimskulegt." „Hvernig er hægt að útskýra það öðruvísi?" „Það er einmitt það, sem ég er að spyrja sjálfan mig um. Er hér um tilviljun að ræða ? Er nokkuð annað ósamræmi, sem gæti bent á, að tvær persónur eigi hér hlut að máli?“ „Ég held, ég geti svarað því játandi. Sumar stungurnar, eins og ég hefi þegar sagt, benda á styrkleysi og ákvörðunarleysi. Þær eru daufar, aðeins rifur. En þessi — og þessi —.“ Hann benti aftur. „Það þarf krafta til að reka svona stungur." „Þér haldið, að það hafi verið karlmaður, sem rak þær?“ „Að öllum líkindum." „Hefði kona ekki getað stungið svona?“ „Ung, fim og sterk kona hefðl getað það, einkum ef hún væri í mikilli geðshræringu; en að minu áliti er það samt mjög ólíklegt." Poirot var þögufl nokkra stund. Hinn spurði kvíðinn. „Þér skiljið mig?“ „Já,“ sagði Poirot. „Þetta er dásamlega aug- ljóst! Morðinginn var mjög sterkur karlmaður :— hann var veikur — hann var kona — hann var rétthendur — hann var örfhendur. Ó, þetta allt er næstum hlægilegt!" Hann talaði aiit i einu gremjulega. „Og sjálft fómardýrið — hvað gerir hann? Hrópar hann? Berst hann um? Ver hann sig ? “ Hann stakk hendinni undir koddann og dró fuam skammbyssuna, sem Ratchett hafði sýnt honum daginn áður. „Þér sjáið, að hún er hlaðin,“ sagði hann. Þeir litu í kringum sig. Föt Ratchetts hengu á snaga á veggnum. Á litlu borði við vaskinn voru ýms- ir hlutir. Gerfitennur í vatnsglasi. Annað glas, tómt. Flaska með sódavatni. Stór vasapeli. ösku- bakki með hálfreyktum vindli, og pappírsmiðum og tveim brenndum eldspýtum. Læknirinn tók upp tóma glasið og þefaði af því. „Hér er skýringin á sljóleika þess myrta," sagði hann rólega. „Hefir honum verið gefið eitur?" „Já.“ Poirot kinkaði kolli. Hann tók upp útbrunnar eldspýtumar og muldi þær. „Haldið þér, að þér séuð komnir á rétta sporið?" spurði litli læknir- inn ákafur. „Þessar tvær eldspýtur em ekki af sömu teg- und,“ sagði Poirot. „önnur er flatari en hin. Sjáið þér?“ „Þetta er sú tegund, sem fæst hér í lestinni," sagði læknirinn. „1 pappírshylkjum!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.