Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 48, 1943 Handsaxaleikur. I fomsögunum er víða getið, að „leika at handsöxum“. Þegar Gangleri kom í Ásgarð, sá hann þar mann í hallardyrunum, sem „lék at handsöxum ok hafði VII senn í lofti.“ Ólafur kon- ungur Tryggvason lék að þremur handsöxum í senn, svo að jafnan var eitt á lofti, og marga fleiri staði mætti tína til úr sögunum, ef vildi. Það er vitaskuld, að handsöx og öll önnur her- neskja er liðin undir lok á Islandi fyrir löngu, en þó kvað eima eftir af leiknum enn í dag. (Isl. skemmtanir). Kvöldskattur. Það er einn siður sumsstaðar fyrir norðan (í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum að minnsta kosti), að húsbændur veita hjúum sinum eitt kvöld ótiltekið, öndverðlega á jólaföstunni, svo mikið sælgæti í mat, sem þeir eiga fjölbreyttast og bezt til á heimilinu, og ber öllum saman, sem það þekkja, að það sé mesta kethátíð á árinu, og keppast jafnvel öreigar við að veita hjúum sínum þennan kvöldskatt, og kljúfa til þess þrí- tugan hamarinn, hvað litla björg sem þeir eiga í húsum sínum. Fyr meir var það og sumstaðar siður, að hver heimamaður veitti kvöldskatt öll- um á heimilinu, og kepptist hver við annan, að verða ekki minni, en hinir, svo að það urðú eins margir kvöldskattar á jólaföstunni, og margir voru menn á heimilinu. Þessi venja, að hver heimilismaður veiti kvöldskatt, er nú aflögð, en þó ber það við enn, að nokkrir heimamenn, 3 eða 4, taka sig saman um að standa öllum hinum fyrir beina eitt kvöld, og hinir taka sig saman aftur, að endurgjalda þegnar velgerðir annað kvöld, en bóndinn og húsfreyjan gera það ávallt í fyrmefndum sýslum. Isan. Einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér, og varð fyrir honum ísa. Hann tók undir eyruggana, og sér þar síðan svarta bletti á isunni; það eru fingra- för djöfsa. Isan tók þá viðbragð mikið, og rann úr klóm kölska, og er svört rák. eftir ísunni, sem klær hans strukust um báðu megin á hlið- unum. Alexander Magnús. Svo er sagt, að kóngur nokkur, er Alexander Magnús hét, hafi gert samning við djöfulinn, að ef hann léti sig vinna allan heiminn, mætti hann eiga sig. Kóngur þessi lagði mikinn hluta heims- ins undir sig á 12 árum, kom hann loks til Babý- lonar; var hann þá orðinn svo drambsamur, að hann kallaði sig guðs son, og lét tilbiðja sig; ekki drakk hann nema dýrasta vín af gullbikar, og er þá mælt, að djöfullinn hafi drepið hann þannig, að honum lét sýnast hann drekka vin úr gullskál, en reyndar var það eitur úr hófi af reiðhesti kóngs, er dauður var og hann hafði viljað láta tilbiðja. „Frá Jerúsalem þeir senda.“ Einu sinni var kerling að sópa úr bæ og fyrir dyrum á jólaföstu, en svo vildi til, áður en hún var búin að sópa, að farið var að lesa. Þetta var é helgum degi, og var byrjaður þessi sálmur í grallaranum: Sá vitnisburðinn valdi. Kerling heyrði sönginn og tók undir, en hélt þó áfram verki sínu; flýtti hún sér þá, og tók sorpið á herðablað, þeytti því fram af haugnum, og söng um leið: „Frá Jerúsalem þeir senda.“ 1 annað sinn þeytti hún af öðru, og söng þá: „Syni Levi vel kennda." Og í því hún kastaði af því þriðja, Söng hún: • - ,-,Með höfuðprestanna her.“ 211 Vikunnar. Lárétt skýring: 1. verk tengd árstíðinni. — 11. ekki annarra. — 12. hæðir. — 13. ólga. — 14. fugl. — 16. nudda. — 19. kvenfat. -— 20. vond. — 21. for. — 22. stólpa. — 23. sjó. — 27. tvihljóði. — 28. blær. — 29. endurgjalds. — 30. hitunartæki. — 31. forsetning. — 34. frumefni. — 35. ræningjahóp. — 41. koddi. — 42. drykkjar. — 43. grávara. — 47. eldsneyti. — 49. ætíð, — 50. fjölda. — 51. ferð. — 52. bam. — 53. glíma. — 56. 51. — 57. matargeymsla. — 58. viður. — 59. kona. — 61. einskis ávant. — 65. þurr. — 67. mótmæli. — 68. sund. — 71. drykkju- stofa. — 73. vaggi. — 74. gamanþættir. Lóðrétt skýring: 1. egg. — 2. völlur. — 3. slá. — 4. matarilát. — 5. frumefni. — 6. geiri. — 7. fljótt. — 8. kyrrð. — 9. gangflata. — 10. ask. — 11. sölusamband bænda (með greini). — 15. þingfréttir. — 17. fóðra. — 18. þekktur. — 19. fótabúnaður. — 24. feðrum. — 25. þétt. — 26. söngl. — 27. rengja. — 32. skrafar. — 33. háð. — 35. enda. — 36. drægsli. — 37. kraftur. — 38. hismi. — 39. beini. — 40. ætt. — 44. veiða. — 45. ásjóna. — 46. skipt- ing. — 48. ekki borðandi. — 49. ljósgjafi. — 54. legil. — 55. ósamlyndi. — 57. glampi. — 60. ganga. — 62. tínir. — 63. fjörug. — 64. kveðið, — 66. þæfi. — 68. rollum. — 70. litarefni. — 71. knattspymufélag. — 72. tímabil. Lausn á 210. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. áhyggjulausar. — 11. smá. — 12. hjó. — 13. ólm. — 14. káf. — 16. tala. — 19. firr. — 20. tré. — 21. lið. — 22. mær. — 23. ós. — 27. ám. — 28. rós. — 29. lokkaði. — 30. úlf. — 31. n.l. — 34. la. — 35. óskastundum. — 41. rotna. — 42. úðaða. — 43. taflkeppnin. — 47. ys. — 49. sí. — 50. Ijá. — 51. skafnir. — 52. dám. — 53. neskja er liðin undir lok á Islandi fyrir löngu, — 61. nóns. — 65. masi. — 67. grá. — 68. ein. — 71. mey. — 73. gil. — 74. óumflýjanlegt. Lóðrétt: 1. áma. — 2. hált. — 3. g.h. - 4. gjá. - 5. jó. — 6. ló. — 7. ala. — 8. um. —9. akir. — 10. rár. — 11. stjómarbylting. — 15. framfaratíma- bil. — 17. arg. — 18. fiskát. — 19. fær. — 24. sól. — 25. hopa. — 26. áðan. — 27. áll. — 32. asnar. — 33. auðið. — 35. ótt. — 36. kaf. — 37. sök. — 38. upp. — 39. dún. — 40. man. — 44. loka. — 45. erfiði. — 46. prik. — 48. sjá. — 49. sár. — 54. lás. — 55. tóm. — 57. knáu. — 60. gagg. — 62. óró. — 63. bil. — 64. men. — 66. sit. — 68. ef. — 70. ný. — 71. m. a. — 72. yl. Þjóðtrú. Ef maður þolir vel þröngan skó, þolir hann síðar vel konuríki, og eins gagnstætt. Ef barn fæðist með tönnum (tveim), verður því bæði fljótt til máls og skáld. Þær tennur heita skáldagemlur. Ef mann hitar í hægri kinn er illa talað um mann, en vel, ef mann hitar í hina vinstri. Hin vinstri er vina kinn. Ef hnútur hleypur á sokkaband manns, heitir hann lukkuhnútur, og á manni þá að gefast eitt- hvað (sumir segja þann dag), en ekki skal leysa hnútinn, fyrr en eftir þrjá daga. Ef maður hnerrar í rúmi sínu á sunnudags- morgni, á manni að gefast eitthvað þá viku. Betra en ekki er að hnerra á mánudagsmorgni; því þá sagði tröllkonan: „Betri er mánudags- hnerri en móðurkoss,“ og má ætla á það, þvl eins og tröll eru trúlynd, eins eru þau sannorð. Losni karlmanni skóþvengur er hann kominn að giftingu. Ekki má hundur koma nærri veiðarfærum, það gerir veiðiglöp, eins ef hundur er hafður á skipi. Ef berfættur maður færir sig í allt fyrst á annan fótínn, færir hann sig í ógæfuna (tekur frma hjá), og færi hann sig úr öllu á öðrum fætinu, færir hann sig úr gæfunní (skemmtir skrattanum). Ef maður lætur skera hár sitt með þverrandí tungli, þá þverrar hárið, eða rotnar af, en vex, ef það er skorið með vaxandi tungli. Ekki má benda á himintungl eða tala óvirðu- lega til þeirra, því þá kemur manni einhver hefnd. (J. Á. þjóðsögur). Svar við orðaþraut á bls. 13. HAKÐA JÁRN A ÓS JÓK NÆSTI ATAÐI VÆRIR ISTAÐ GR ANI SÁMUR LÁS AR ASK AR Svör við spurningum á bls. 4. 1. Guðm. Guðmundsson. 2. Hann var franskur og var uppi frá 1862 tU 1918. 3. 293 kílómetrar. 4. Árið 1908. 5. Latham, 6. 1926. 7. Frá 1740 til 1786. 8. Þorgerður Egilsdóttir, Skallagrímssonar. 9. Nei. 10. Árið 1865.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.