Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 6
6 hafði heyrt um Sergiu, og þegar hann hafði at- hugað Allan. um stimd í leyni, var hann næstum viss um, að það væji þessi,,miskunnarlausadaður- dróe,“ eins og hann kallaði Sergiu með sjálfum sér, sem hefði farið illa með vin hans, og til þess að dreifa hugsunum Allans, fór hann að tala um heimili sitt, móður sína og systur sina Mary, sem hafði verið barn, þegar Allan hafði siðast heimsótt þau. „Nú verður þú að koma með mér heim,“ sagði Armstrong; „Mary þykir gaman að sjá þig; henni þótti svo vænt um þig, eins og þú manst líklega. Hún er nú fullorðin, en er jafnelskuleg og óspillt eins og þegar hún var bam.“ Allan sagði, að sér væri það mikil ánægja að hitta aftur Mary og frú Armstrong, en hann nefndi ekki Sergiu á nafn, og það sannfærði Julian um, að eins væri ástatt og hann hafði hugsað. Allan tók aftur á móti að sínu leyti eftir því, að Julian, sem alltaf hafði verið þóttafullur, var orðinn ennþá stoltari og dulari, eftir að ó- hamingjan hafði dunið á honum og fjölskyldu hans. Hann vildi ekki einu sinni biðja þá menn um hjálp, sem var alkunnugt að skulduðu föður hans peninga; hann vildi geta treyst sjáifum sór. Því virtist framkoma hans hörkuleg, og metnaður hans og dugnaður var óhemjumikill. — Allan skildi það vel, að Julian vildi skulda sjálfum sér allt. Hann vann fyrir móður sinni og systur, og það gaf honum kraft til þess að standa í þeirri þreytandi stöðu, sem hann hafði í stóru verk- smiðjunni í Stanchester, og kjark til þess að vinna á nóttinni við það, sem hann vonaði að mundi einhvemtíma færa honum frægð og pen- inga. „Þama búum við,“ sagði Julian, um leið og hann benti á lítið hús, við hlið þess stóð ung hvítklædd stúlka og beið. Allan gat sér strax til, að unga stúlkan væri Mary, og það augnatillit, sem hann gaf henni var fullt aðdáunar. Hún var líka óvenju falleg stúlka, þar sem hún stóð þama niðursokkin í hugsanir sínar. Þegar hún heyrði fótatak, leit hún við, en hún sá ekki að hinn hái grannvaxni maður, sem Julian kynnti fyrir henni, var gamli vinur hennar frá barnsámnum. „Hér er gamall vinur, sem langar til að sjá þig og mömmu,“ sagði Julian. Það leið ljómandi bros yfir andlit Mary, þegar hún þekkti hann aftur og rétti honum höndina. „En hvað það gleður mig að sjá yður, Sir Allan Mackensic," sagði hún „og ég veit, að mamma verður líka glöð, ég ætla að fara upp og búa hana undir þessa skemmtilegu heimsókn." Svo hljóp unga stúlkan upp á undan og Juii- an horfði á eftir henni glaður og stoltur, um laið og hann sagði vini sínum frá, að heilsa móður hans hafði ekki verið góð síðan faðir hans dó; og hún lægi nú venjulega á legubekk allan daginn. Frú Armstrong var alveg eins glöð og böm hennar að sjá Allan, en hann var mjög hrærð- ur, þegar hann sá móður Julians. Andlit hennar, sem áður hafði ljómað af hamingju, var nú fölt og þjakað. „Ég get aldrei gleymt því, frú Armstrong, hve góðar þér voruð við mig, þegar ég var drengur og kom á heimili yðar," sagði Allán Mackensie og um leið heilsaði hann henni virðulega. ,,Ég, sem var foreldralaus drengur saknaði aldrei móður minnar, þegar ég var með Juliani heima á Cragsfoot, þó að heimsóknir mín- ar væru kannske ekki til óblandinnar ánægju fyrir yður,“ sagði hann brosandi. „En ég verð alltaf i þakkarskuld við yður fyrir þennan tíma, og það var líka hugsunin um það, sem lét mig fyrirgefa Juliani, að hann hafði ekki mun- að eftir mér í þessi ár og látið mig heyra frá sér." „Veslings Julian," sagði frú Armstrong í hálfum hljóðum og horfði á son sinn, sem hár og myndarlegur gekk út um dymar; „en ef hann heyrði mig segja þetta mundi hann verða mjög reiður. Honum er ekki eins illa við neitt eins og að láta vorkenna sér.“ „Nei, það veit ég, frú Armstrong," sagði allan. „Julian er mjög stoltur, en þannig, að maður neyðist til að dást að honum." „Já, hann er stoltur, en hann hefir alltaf á réttu að standa," sagði móðir hans ástúðlega. „Það verð ég alltaf að viðuxkenna, lika þegar hann staðhæfir að það sé sama hvaða verk mað- ur vinnur, bara maður vinni það vel. Þér vitið líklega, að það er fremur minni háttar staða, sem Julian hefir í verksmiðjunni ? En hann seg- ir, að þeir einir eigi skilið fyrirlitningu, sem gera ekkert." „Þá veit ég, hvað hann hugsar um mig,“ sagði Sir Allan niðurdreginn. „Því að ég tilheyri ein- mitt þeirri tegund manna." „Nei, það megið þér ekki segja,“ sagði frú Armstrong. „Þér eigið miklar eignir og hafið VIKAN, nr. 48, 1943 margar skyldur, en Juhan er alltaf með öfga, og mér gremst það svolítið." Nú færði Mary móður sinni t'ebolla, og samræð- umar snerust í aðra átt. Meðan Allan leit í kringum sig í stofunni, sem var mjög vistleg, hugsaði hann með hryggð , í hug, hve vinur hans hefði þurft að þola margt. Þvi þó að Julian reyndi eins og hann gat að gera. allt sem þægilegast fyrir móður sina, sást samt á öllu að þau voru fátæk, og höfðu áreiðan- lega verið miklu fátækari; Allan skildi nú enn síður, að Julian hafði ekki beðið vini sína um hjálp; því þessi skyndilega breyting á öllum lífs- skilyrðum þeirra hlaut að hafa verið mjög erfið, einkum í byrjuninni. Hann hætti að hugsa um þetta, þegar Mary byrjaði að tala við hann, og brátt voru þau og frú Armstrong í fjörugum samræðum. Gömlu konunni þótti svo leiðinlegt, að Mary gæti ekki eignast neina kunningja i Stanchester, sem væru við hennar hæfi. „Ég hafði nú vonað, að það yrði öðruvísi, þegar íbúar Stanley Towers flyttu þangað," sagði hún, „en það virðist ekki sem lafði Sergia hugsi um aðra en sjálfa sig. Það er sagt, að hún sé mjög kuldaleg og eigingjöm manneskja. Það er svo leiðinlegt fyrir Mary; ég vorkenni bömum mínum, þau eru svo einmana hérna." „Það er bara vitleysa, mamma mín,“ sagði Julian hlægjandi, ,,en Allan sá vel óánægðan svip, sem brá allt í einu fyrir á andliti vinar hans. „Okkur Mary þykir alls ekki leiðinlegt að vera hér, er það Mary? Við getum vel skemmt hvert öðm —- miklu betur en ef við fengjum stolta og duttlungafulla stúlku, eins og lafði Sergíu til þess. Það er eins og hún haldi, að hún sé miklu meiri persóna en allir aðrir. Er það ekki Mary?" „Ég skal fúslega viðurkenna, að við skemmto- um okkur ágætlega saman,“ sagði Mary bros- andi, og Allan hugsaði með sér, að hún brosti yndislega, „en ég held ekki, að þú hafir rétt til að segja það sem þú sagðir áðan um lafði Sergíu. Ég hefi horft á hana, þegar við höfum verið í kirkju, og mér finnst hún yndisleg. Ég hygg, að þeim skjátlist, sem segja, að hún só köld og miskunnarlaus. Hún lítur fremur út fyrir að vera' óhamingjusöm, það er eins og hún syrgi eitt- hvað. Hin fallegu augu hennar eru svo þung- lyndisleg. Ég veit það líka að ég myndi vera mjög óhamingjusöm, ef ég væri eins rík og hún og ætti enga móður og bróður, sem ég gæti notið auðæfa minna með.“ Erla og unnust- inn. Liðþjálfinn; Hlustaðu fíflið þitt! Þú átt aldrei að heilsa hershöfð- Oddur: Þama kemur hershöfðingi, það er bezt að ingjanum með því að rétta honum höndina. Ef þú hagar þér svoleiðis vera tilbúinn að heilsa. « við liðsforingja, verðurðu settur í að reyta arfa það sem eftir er ævinnar! Oddur: Á maður að heilsa öllum foringjimiun svona? Oddur: Ég er viss um, að ég Oddur heilsar að hermannasið (og rekur fingurinn á kaf i Oddur (les bréf frá unnustunni): Erla ætlár að hækka í tigninni, ef hershöfð- augað). koma og heilsa uppá mig. Ég verð að letja hana inginn kemur auga á mig. þess, þangað til ég er orðinn góður í auganu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.