Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 48, 1943 2. DESEMBER Vekjaraklukkan á náttborðinu hringdi í ákafa, irr-irr-irrr. Klukkan var orð- in 9. Helgi Helgason lögfræðingur bylti sér fram að rúmstokknum, þreif klukkuna, stanzaði hana og tautaði: „Skárri eru það nú lætin. Aldrei getur maður haft frið fyrir þessari bölvaðri klukku." Því næst sneri hann sér á hina hliðina, lokaði augunum og stundi við. — — Æ, gott væri að mega sofna aftur. Höf- uðið var eins og blýklumpur og einhver þyngsladofi í öllum líkamanum. Hann verkjaði í augun og hálsinn var þurr og sár. Hann var ekki svo vel vaknaður enn þá, að hann nennti fram úr rúminu til þess að fá sér að drekka. Eina hugsun- in, sem komst að hjá honum, var að sofna — sofna. Nei, þetta dugði ekki. Hann varð að drífa sig á fætur. Hafði hann ekki lofað því að mæta á manntalsskrifstofunni kl. 10 stundvíslega ? Bölvað manntalið. Að það skyldi einmitt þurfa að fara fram í dag, 2. desember. Sá gamli sjálfur hlaut að stjórna þessu. Gat ekki hver heilvita maður séð, að þetta var, vægast sagt, mjög óheppileg samstæða, stúdentaballið 1. desember, manntalið 2. desember. Hann bölvaði------en lágt. En hvað hann var þyrstur! Og þessi eymsli. Hann geispaði og stundi við. Skyndilega brauzt ný hugsun fram í huga hans--------í fyrstu mjög óljós og reikandi en skýrðist smám saman og varð allt í einu afar óþægileg, já, næstum því ógnandi. Hann settist upp í rúminu. Höfuð- verkur, þorsti og eymsli; allt var þetta gleymt og einskisvert------eftir var að- eins ein lamandi, hræðslublandin tilfinn- ing------endurminning síðastliðinnar næt- ur. Hann glaðvaknaði. Hvílík regin- heimska! Hafði hann verið svona dauða- drukkinn? Þessu líkt hafði aldrei hent hann áður. Hvemig hafði þetta annars byrjað? Jú, nú mundi hann það. Kerlingin, hún tengda- móðir hans, veiktist, einmitt á óheppileg- asta tíma, viku fyrir stúdentaballið. Og vitanlega mátti ekki annað heyrast en Dagný ryki upp í Borgarfjörð til hennar. Alltaf var það eins, þegar einkabarn átti í hlut. Af gömlum vana kunni hann ekki við annað en fara á ballið, enda þótt kon- an væri fjarverandi. I fyrstu hafði hann aðeins ætlað að vera við borðhaldið, en svo lenti hann með Sveini Magnúsar og Nonna Jóns. Þeir byrjuðu strax að drekka, og þá gat hann ekki skorizt úr leik------ og smám saman langaði hann ekkert til að skerast úr leik. Þarna var gleði og glaumur, góð hljómsveit og nóg vín. Hann leit ekki við kvenfólkinu. Það skyldi þó aldrei um hann sagt, að hann væri að flangsa utan í hinu og þessu kvenfólki, giftur maðurinn. Það var liðið á nóttu. Reyndar hafði hann ekki fylgzt vel með tímanum, en hann mundi, að hann hafði verið búinn að drekka lengi og mikið og hafði verið á leið- inni fram á salernið.-----------Þá skeði það ------. 1 hominu hægra megin í litla saln- um sat ung stúlka, mjög ung, dásamlega falleg og ... ein síns liðs. Um leið og Helgi gekk fram hjá henni leit hún upp. Augu hennar voru björt og sakleysisleg og það vottaði fyrir feimnislegu brosi um SmcuSCL^CL eJþúi S.U munninn. Tillit stúlkunnar snart Helga þægilega. Hann fór ósjálfrátt að raula fyrir munni sér. Þegar hann var á leiðinni fram aftur, sat hún enn þá á sama stað. Hún virtist einmana. Hann gekk fast að borðinu. Stúlkan leit upp. Það var ekki um að vill- ast. Hún brosti til hans. Þetta bros reið baggamuninn. Hann hneigði sig, eins djúpt og hann frekast gat án þess að missa jafnvægið, og sagði: „Má ég---------------- vill ungfrúin dansa þennan dans við mig?“ Stúlkan virtist í fyrstu dálítið hikandi, en áttaði sig fljótt og svaraði: „Já, þakka yður fyrir. Það er að segja ---------- ég veit ekki, hvað fólkið, sem með mér er, kann að segja við því, ef ég hverf svona fyrirvaralaust, en mér þykir svo gaman að dansa.“ Þau lögðu af stað í dansinn. Hún var fislétt í spori og indæl viðkomu. Helgi var allt í einu orðinn ungur stúdent í annað sinn. Hann var svo sem ekki gamall, 45 ára, hvað var það. Þessar hreifingar og uiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMUMiimiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiniiiniiiiiiimiNiiiii) : s ! VITIÐ ÞÆB ÞAÐ? i i : s I 1. Eftir hvem er þetta erindi: Er stormurinn syngur: tjú, tjú, tjú! | og tónar hans svefn mér banna, ég leik mér að því að byggja hrú til bjarmalands minninganna. s 2. Hverrar þjóðar var tónskáldið Claude | Debussé, og hvenær var hann uppi? | | 3. Hvað er langt frá Reykjavík, fyrir | Hvalfjörð, til Kinnastaða við Þorska- I f jörð ? | | 4. Hvenær tók Laugaskólinn til starfa? f r 5. Hvað hét flugvélin, sem Roald Amnnd- : sen flaug í sína síðustu för? I 6. Hvenær var einræðisstjóm komið á í f Portúgal ? | 7. Hvenær var Friðrik mikli konungur i i I Prússlandi ? f 8. Hver var kona Ólafs Pá? I 9. Er byggð í Hjörleifshöfða ? f | 10. Hvenær var Lincoln myrtur? Sjá svör á bls. 14. þessi mýkt. Hann sveif um gólfið. Raun- ar var ekki rúm til þess að svífa í bók- \ staflegum skilningi, til þess voru þrengsl- in of mikil------en hann sveif nú samt — eða svo fannst honum. „En hvað þér dansið vel.“ Það var stúlkan, sem talaði. „Hvemig væri hægt að dansa illa ------- við yður.“ Hann talaði lágt og þrýsti henni að sér, þegar hann mælti síðustu orðin. „Við erum ekki farin að kynna okkur hvort fyrir öðru. Finnst yður ekki við- kunnanlegra að við gerðum það? Ég heiti Eygló Árnadóttir." Eygló------. En hvað nafnið hæfði henni tmdursamlega vel. Hann var að því kom- inn að nefna nafn sitt, en skyndilega datt honum í hug, að það væri ef till vill óvar- kámi. Hann var allþekktur maður, for- stjóri fyrir tryggingarstofnun. Hann fann, að stúlkan ætlaðist til þess, að hann segði eitthvað. ,,Ég . . , ég heiti Öm Hrafnsson," sagði hann. Bannsettur kjáni! Þetta var ómögulegt nafn. Tvö fuglanöfn. Minna mátti nú gagn gera. Henni hlaut að finnast þetta gmn- samlegt. „Örn Hrafnsson,“ endurtók stúlkan og var auðheyrð hrifning í röddinni. „En hvað það er fallegt nafn.“ Honum létti. Þau spurðu hvort annað einskis frekar, unz dansinn var á enda. Þá sagði Helgi: „Þetta var ekki nema hálfur dans. Við verðum að halda áfram.“ Stúlkan kinkaði kolli til samfjykkis. „Síðasti dans,“ kallaði hljómsveitar- stjórinn. Helga brá við. Nú færi hún sjálfsagt að leita að samferðafólkinu. En stúlkan var hin rólegasta, lagði höndina á handlegg hans o'g ætlaðist auðsjáanlega til þess, að hann hæfi dansinn. Og ekki stóð á Helga. í þetta skipti var spilað fjörugt jasslag. Þrengslin voru enn meiri en áður og það var ekki laust við, að Helgi væri farinn að þreytast. Hann lét því berast með straumnum og hóf samræður við stúlk- una. Hann komst að því, að hún var úr sveit, nýkomin til bæjarins í kynnnisför til frænda síns, sem var gamall sýslumaður. Hann hafði endilega viljað fara með hana á ballið til þess að hún kynntist reykvísku skemmtanalífi. Eftir borðhaldið fór hann heim en skildi hana eftir hjá miðaldra hjónum, sem hún þekkti ekki. Henni hafði leiðzt og hefði verið farin heim fyfir löngu, ef hún hefði haft nokkra fylgd. Helgi tókst allur á loft. „Svo þér eruð þá ekkert bundin þessu fólki,“ sagði hann. „Síður en svo,“ svaraði stúlkan, og hann fann ekki betur en hún þrýsti sér ofur- lítið að honum. Helgi laut niður að henni. „Má ég fylgja yður heim,“ sagði hann lágt. „Ætlið þér að gera það? En hvað þér Frh. á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.