Vikan


Vikan - 02.12.1943, Qupperneq 15

Vikan - 02.12.1943, Qupperneq 15
VTKAN, nr. 48, 1943 15 Jakob og Hagar. Sigurd Elkjær heitir danskur höfundur, sem lítt mun hafa verið kunnur hér á landi, en nú hefir Haraldur Leósson, kenn- ari á ísafirði snúið á íslenzku sögu hans „Jakob og Hagar“. Er það józk ástasaga, sem fékk fyrstu verðlaun, þegar blað eitt í Danmörku efndi til samkeppni um skáldsögur. Saga þessi er skemmtileg og heilbrigð, per- sónurnar skýrar og virðast sannar, umhverfi og athafnir manna ljóslifandi. Málið á þýð- ingunni er viðfelldið og liðugt. Bókin er prentuð í Prentstof- unni Isrún á ísafirði. Kennarirm: Veiztu það, Óli, að þegar George Washington var á þínum aldri, var hann efstur í sín- um bekk? Óli: Og þegar hann var á þinum aldri var hann forseti Bandarikjanna. Fyrsta konan — Þetta er Margaret D. Craighill, fyrsta konan, sem var tekin í lækna- sveitir ameríska hersins og starfar hún nú sem skurðlæknir í Washing- ton. íiiiiiiiiiiiiiiiiigiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi Um þessa bók segir J. J. Smári í Eimreiðinni: „Bók þessi, sem heitir Pen- rod á frummálinu, er ágæt drengjasaga, skemmtileg og laus við alla væmna tilfinn- ingasemi, en hefir hins vegar góðan anda í sér fólginn og er tilvalin lesning fyrir stálp- aða drengi. Böðvar frá Hnífs- dal hefir þýtt bókina lipur- lega á gott og f jörugt íslenzkt mál, og vikið við nöfnunum í henni, svo að engum verða þar útlend nöfn til trafala, og er það vel.“ Um þessa bók segir K. G. í Vísi m. a.: „Fjáraflamaðurinn Snabbi S. Snobbs mun afla sér al- mennra vinsælda hér á landi, og það á hann skilið. Gamansemin í bókinni er góð og ósvikin vara, en það verður ekki sagt um sumt af því, sem nú er á boðstól- um .. .“. Þessar tvær bækur eru hvor annari nokkuð ólíkar, nema að því leyti, að þær eru báðar skemmtilegar. Jólabókin iAhx-&(!xtL ^2., kemur á nœstunni og verdur þó nánar auglýst. = VERZLUNiN EDINBORG Nú heli ég opnað lOlABASARIii EG kom með ógrynni af leikföngum og alsk. tækifærisgjöfum. Krakkar mínir, þið vitið hvert skal halda Jólasveinn EDINBORGAR TILKYNNING Við höfum selt Bifreiðastöðina Geysir sam- vinnufélaginu Hreyfill frá og með 1. des. 1943 að telja, og viljum þakka hinum mörgu við- skiptavinum okkar alla sína góðvild í okkar garð á undanförnum árum og við vonum að hin- ir nýju eigendur njóti sömu velvildar. Virðingarfyllst. Reykjavík 30. nóv. 1943. F. h. Bifreiðastöðvarinnar Geysir ZOPHÓNfAS BALDVINSSON. Eins og ofanrituð tilkynning ber með sér hef- ur samvinnufélagið Hreyfill keypt Bifreiðastöð- ina Geysir frá og með 1. des. 1943 og mun félag- ið reka hana framvegis undir nafninu Bifreiða- stöðin Hreyfill s.f. Félagið mun gera sér allt far um að sjá vænt- anlegum viðskiptavinum sínum fyrir nægum bílakosti og góðum bifreiðastjórum og ennfrem- ur fljótri og ábyggilegri afgreiðslu. Sími stöðvarinnar verður sá sami og Geysir hafði, sem e r 16 3 3. SPEGILLINN, BÓKAÚTGÁFA. Virðingarfyllst. Samvinnufélagið Hreyfill. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.