Vikan


Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 02.12.1943, Blaðsíða 13
VEKAN, nr. 48, 1943 11 2. desember Framhald af bls. 7. teygði fram fæturna og lét fara vel um sig. „Það er gott að vera kominn heim. Við komum inn klukkan 11 í morgun. Það var svo sem ekki skemmtileg aðkoma fyrir mig, íbúðin mannlaus og konan hlaupin til vinkonu sinnar vestur í Tjamargötu. Það er annars satt. Ég skal svei mér segja yður fyndna sögu. Má ég ekki segja hon- um frá ballinu, elskan mín,“ bætti hann við og sneri sér að konu sinni. Hún brosti. „Jú blessaður, segðu manninum frá bklDnru." „Svo er mál með vexti, að Kristjana fór á stúdentaballið í gærkvöldi, þarna á Borginni. Hún var með vinkonu sinni, manninuni hennar og einhverjum fleiri kunningjum. Eins og gefur að skilja, þá skemmti hún sér vel, dúfan. Ekki dansar hún illa og svo er nú útlitið heldur ekki sem verst. En hvað haldið þér að detti í þær svona undir það að ballið hætti? Jú, þær fara að þrátta um það, hversu fljót- legt það sé að koma giftum mönnum til við sig. Vinkonan hélt því fram að til þess þyrfti að minnsta kosti 2 klukkutíma, en hún Kristjana mín sagðist nú treysta sér til þess á röskum hálftíma. Hvað sem um það var, þá veðjuðu þær um málið. Krist- jana átti að gera tilraunina, eiginmaður vinkonunnar að dæma. Þeim kom saman um að velja einn velmetinn borgara bæjar- ins, sem þær vissu að ekki hafði tekið kon- una sína með á ballið. Þgtta var miðaldra náungi og ekki sem álitlegastur, eftir því sem Kristjana segir, sköllóttur með stærð- ar ístru.“ Helgi brá hendinni ósjálfrátt upp að höfðinu. Hárið á honum var ofurlítið far- ið að þynnast í hvirflinum, — en skalli. Hvílík bölvuð lýgi. Hitt með ístruna var þó enn ósvífnara. Hann hélt niðri í sér andanum og laumaði hendinni undir frakk- ann. Æ, nú gat hann ekki lengur haldið niðri í sér andanum. Nei, hann hafði ekki vott af ístru. En þessi föt, sem hann var í núna, höfðu alltaf verið of þröng. Honum Varð litið til konunnar í sófanum. Ljósið frá ljósakróhunni féll beint í andlit henn- ar. Nú fyrst sá hann, að hún var alls ekki falleg — ekki einu sinni lagleg. Augnaráð hennar var alveg gersneitt allri kvenlegri blygðunarsemi. Það var beinlínis frekju- legt. Á meðan Helgi var í þessum hugleið- ingrnn hélt Ólafur áfram frásögn sinni: „Þetta fór allt samkvæmt áætlun. Ná- unginn var alltaf að stíga ofan á tærnar á Kristjönu, bæði viljandi og óviljandi og verst þótti henni að verða að fórna hon- um síðasta dansinum. En veðmálið varð hún umfram allt að vinna. Hún laug hann fullan um gamlan frænda, sveitalíf og þar fram eftir götunum. Endirinn varð sá, að hann bauðst til þess að fylgja henni heim og á heimleiðinni þvældi hann einhver ósköp um eðli og tilgang ástarinnar, ill forlög og þess háttar. Svo varð hún að lofa honum að kyssa sig á miðri Tjarnar- brúnni, því að ekki mátti móðga hann og eiga það á hættu að hann hlypi frá henni. Það fylgdi sem sé veðmálinu, að lokka hann alla leið heim. — Þegar heim kom, varð hann enn ástleitnari og það svo, að hún átti fullt í fangi með að koma hon- um burt áður hann yrði var við pískrið • og hláturinn í þeim, sem á hleri lágu. Eins og gefur að skilja, þá vann hún veðmálið. Já, þetta kvenfólk! Hvernig lýst yður á?“ Ólafur veltist um af hlátri. Allt í einu hætti hann að hlægja. „Það er aðeins eitt, sem ég get ekki s'kilið. Kristjana er ófáanleg til þess að segja mér, hvaða maður þetta er. Það væri þó sannarlega gaman að klófesta svínið.“ Ólafur stóð á fætur og teygði fram handleggina. Hann var ekki árennilegur, fullar þrjár álnir á hæð og þar eftir krafta- legur. Helgi fölnaði upp. Hann fann kaldan svitann spretta fram á enninu. Ef til vill voru þetta allt látalæti og Ólafur vissi hver hann var, nú kæmi hann og slægi hann niður og hver veit nema hann dræpi hann óvart. Helga hafði aldrei liðið ver * á æfinni. Ósjálfrátt bað hann guð að hjálpa sér og lægja ofsann í manninum. Það var eins og hann væri bænheyrður. Ólafur lét handleggina síga, tók aftur til að hlægja, greip flöskuna og bætti út í glösin: „Skál, karl minn — kvennaskál." Helgi tæmdi glasið. Nú þótti honum vínið gott, já, beinlínis ljúffengt. Hann setti glasið frá sér á borðið og stóð upp. „Ég verð að flýta mér af stað. Þakka yður kærlega fyrir góðar móttökur.“ „Ekkert að þakka — ekkert að þakka. Lt. Charles Cochrau Kirkpatrick sökkti ellefu japönskum skipum, og fyrir afrekið fékk hann þrjú heiðursmerki. Kannske komið þér aftur að heimsækja okkur 2. desember 1950. Hver veit nema íbúamir verði þá orðnir fleiri, karl minn.“ Ólafur hló hjartanlega. Þeir tókust í hendur. „Ég skal fylgja manninum fram, góði,“ sagði konan. Þau gengu fram í forstofuna. Hávær grammófónmúsik barst til þeirra innan úr dagstofunni. Ólafur söng tmdir, fullum hálsi. Helga var þungt í skapi. Hann langaði til þess að segja eitthvað verulega napurt og særandi. En hann kom ekki upp einu einasta orði. Þögull gekk hann að útidyra-? hurðinni, opnaði hana og gekk út, án þess að kveðja. Konan fylgdi honum eftir fram á þrösk- uldinn, beygði sig fram úr dyrunum og sagði: „Góða nótt, ég bið að heilsa konunni yðar, — Örn Hrafnsson.“ Lágur glettnislegur hlátur fylgdi síð- ustu orðum hennar. 4,MimiiiiiiMiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuir', ; | I Dægrastytting | **• iiiiiiiiiniiii ■11111111111111111111111 ii iii iii ii ii ii ii iiiiniiiiii ii 11111111111 iiit^* Orðaþraut. ARÐ A ÁRN A S JÓR ÆSTI T AÐI ÆRIR S T A Ð R ANI ÁMUR ÁS AR S K A R É,' Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn I staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og í niður eftir, myndast nýtt orð og er það notað ' um hátíðlega athöfn. Sjá svar á bls. 14. Öfugmælavísur. Logandi is ég líta fekk og ljóma af hrafni standa, hrækja dauðan heyrði ég rekk, hljóminn sönglist granda. Selshár leit ég sauðum á, silfur i mýrarbleytum, brýni í peima brúKa má, bezt er ull á geitum. Hnapphelda. Leikmenn eru tveir. Þeir setjast flötum bein- um og spyrna saman iljum. Þvi næst taka þeir snæri, tagl, eða eitthvað þess háttar og togast á um það, taka báðir i af öllu afli. Sá vinnur sigur, sem situr sjálfur kyrr en dregur hinn upp og að sér. Ég hefi líka heyrt leik þenna nefndan hrá- skinnsleik á Norðurlandi, og kemur það til af þvi, að menn hafa áður verið vanir að haldast á um blautt skinn, því leikurinn er gamall og er þegar nefndur i fornum sögum. (Isl. skemmtanir).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.