Vikan - 20.01.1944, Side 7
VIKAN, nr. 3, 1944
4
Slysavarnafélagið F-mh-id -3
tillögu Magnúsar Sigurðssonar bankastj.:
Jón E. Bergsveinsson, Guðm. Björnsson
landlæknjr, Geir Sigurðsson skipstjóri,
Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Sigur-
jón Á. Ólafsson alþingismaður. Nefndin
boðaði til stofnfundar 29. janúar 1928 og
lagði fram „frumvarp til laga fyrir félag,
er hún óskaði eftir að stofnað yrði á
fundinum". Fundarstjóri var Guðm.
Kristjánsson, form. „öldunnar“, en rit-
ari Geir Sigurðsson. Landlæknir flutti er-
indi og að því loknu fóru fram umræður,
en síðan var frumvarpið samþykkt breyt-
ingalaust sem lög fyrir félagið.
í fyrstu stjón félagsins voxu kosnir:
Guðm. Björnsson landlæknir, Þorsteinn
Þorsteinsson skipstjóri, Magnús Sigurðs-
son bankastjóri, Sigur-jón Á. Ölafsson
alþm. og Geir Sigurðsson skipstjóri. En í
varastjóm, Jón Gunnarsson samábyrgðar-
stjóri, Halldór Kr. Þorsteinsson skip-
stjóri, Sveinbjöm A. Egilsson ritstjóri,
Guðm. Kristjánsson skipamiðlari og
Rósinkranz Ivarsson, ritari hásetafélags-
ins. Endurskoðendur: Benedikt Sveinsson
alþm. og Sighvatur Bjarnason, fyrrv.
bankastjóri. Stofnendur vom 128, þar af
29 ævifélagar og 14 konur.
Nú em um 100 slysavamadeildir í félag-
inu, um 20 kvennadeildir og 6 ungmenna-
deildir.
Á árinu 1936 bar Jón Oddgeir Jónsson
fr*am tillögu um það, við stjóm Slysá-
vamafélagsins, að félagið beitti sér einnig
fyrir slysavörnum á landi í framtíðinni og
lagði hann jafnframt fram drög að starfs-
fyrirkomulagi og áætlun um tekjuöflun til
slíkrar starfsemi sérstaklega. Mælti stjóm
félagsins með þessum tillögum Jóns Odd-
geirs á næsta aðalfundi félagsins í febr.
1937 og voru þær samþykktar. Var Jón
síðan ráðinn til þessara starfa, en hann.
hafði kynnt sér þau sérstaklega og þá
nýlega gefið út bókina „Forðist slysin“.
Það hefir sýnt sig, á þeim 7 ámm, sem
félagið hefir rekið þessa starfsemi, að
hennar var fyllilega þörf, og hefir hún
aflað félaginu álits og vinsælda. Á nám-
skeiðum þeim, sem starfesmin beitir sér
fyrr, er lögð áherzla á að fræða fólk um
það, hvernig forðast megi hin ýmsu slys,
svo og að kenna lífgun drukknaðra og
hjálp í viðlögum. Alls hafa yfir 4000
manns tekið þátt í þessum námskeiðum
síðan 1, marz 1937, er starfið hófst.
„Eldsvarnarvikur“ og „Umferðavikur“
hafa margar verið haldnar, en fræðslu-
starfsemi í þeirri mynd þekktist ekki áóur
hér á landi. Þá hefir þessi starfsemi beitt
sér fyrir því að á öllum vinnustöðvum og
verksmiðjum væru til sjúkrakassar, en
mjög skorti á að svo væri. Ýrasum fleiri
nýmælum, svo sem sjálfvirkum bruna-
björgunarböndum o. fl. hefir starfsemi
þessi komið á, þótt þau verði ekki rakin
hér. Bókin „Hjálp í viðlögum“, sem fyrst
kom út árið 1939, eftir fulltrúa slysa-
varna á landi, J. O. J., hefir nú komið
út í þrem útgáfum og unnið þessu málefni
ómetanlegt gagn.
Á fyrsta landsþingi Slysavarnafélags-
ins, sem háð var 27.—31. marz 1942, voru
mættir 47 fulltrúar víðsvegar að af land-
inu. Þar var samþykkt eftirfarandi
ályktun um starfssvið félagsins:
„Félagið skal vinna að því eftir megni,
að koma í veg fyrir, að menn lendi í lífs-
háska, og að bjarga þeim, sem lenda í
lífsháska. Þessum tilgangi leitast félagið
við að ná með því að vekja almenning
með ræðum, ritum og almennri fræðslu til
umhugsunar um slysavarnir og björgun-
armál og þátttöku í þeim; að vinna kapp-
samlega að fjölgun félagsmanna og stofn-
un nýrra félagsdeilda; að vinna að þvi,
að fullnægjandi skipakostur sé til björg-
unarstarfs við strendur landsins; að
stofna björgunarsveitir, þar sem þeirra
telst þörf; að fjölga björgunarstöðvum,
eftir því sem þörfin kallar og hafa vak-
andi auga á, að þær séu jafnan vel starf-
hæfar og öll áhöld í góðu lagi; að vinna
Þessi unga stúlka notar Mexico-h»tt fyrir sólhllf.
að fjölgun vita ,og miðunarstöðva; að
vinna að því, að öryggi og útbúnaður
skipa sé svo fullkominn sem verða má;
að vinna að fjölgun talstöðva í smærri
skipum, þeim, sm ekki er skylt að lögum
að hafa talstöðvar; að vinna að byggingu
sundlauga og fjölgun námskeiða á landi
fyrri sjómenn og stuðla að því að sund
verði skyldunámsgrein í öllum skólum;
að stuðla að fjölgun námskeiða í lífgun
drukknaðra og hjálp í viðlögum bæði til
sjávar og sveita; að vinna að aukinni
fræðslu um varnir umferðaslysa og elds-
voðaslysa; að vinna að auknu öryggi i
verksmiðjum og á vinnustöðvum; að hafa
vakandi auga á því, að lögum, sem miða
að öryggi mannslífa, sé vandlega fram
fylgt. Sértaklega ber að gefa því gætur,
að skoðun skipa og báta sé samvizku-
samlega framkvæmd; að vinna að því við
sjómarvöld og stofnanir, að þau hrindi í
framkvæmd nauðsynlegum umbótum á
þeim sviðum slysavama og björgunar-
mála, sem þeim ber að annast; með
hverjum öðmm leyfilegum ráðum, sem
miða að því, að þessi tilgangur náist.“
Stjórn Slysavamafélags íslands er nú
þanrrig skipuð: Forseti Guðbjartur Ólafs-
son, varaforseti Sigurjón Á. Ölafsson,
gjaldkeri Ámi Ámason, ritari Hafsteinn
Bergþórsson og meðstjórnendur: Guðrún
Jónasson, Rannveig Vigfúsdóttir og
Sigurjón Jónsson. Jón E. Bergsveinsson
hefir verið erindreki félagsins frá upphafi
og Jón Oddgeir Jónsson er fulltrúi slysa-
varna á landi.
Þorsteinn Porsteinsson var forseti Slysa-
varnafélags íslands árin 1930—1938. Hann
er fæddur 4. október 1869 að Mel í Hraun-
hreppi í Mýrarsýslij, sonur Porsteins bónda
Helgasonar og Guðnýjar Bjarnadóttur. Por-
steinn fór ungur á sjóinn og eftir að hafa
lokið prófi í Stýrimannaskólanum gerðist hann
brátt skipstjóri, fyrst á skútu, en síðan á tog-
urum og loks útgerðarmaður. Hann er einn
af brautryðjendum sjávarútvegsmála vorra og
hefir m. a. tekið mikinn pátt i starfi Fiski-
félagsins. Hann átti og um tíma sæti í bæj-
arstjórn Reykjavíkur. Porsteinn er kvæntur
Guðrúnu Brynjólísdóttur og gáfu pau hjónin
fyrstu stórgjöfina til starfseminnar, andvirði
björgunarbáts, sem hafður er í Sandgerði. —
(Mynd átti að vera á pessari síðu af Þorsteini,
en sökum rafmagnsbilunar varð hún ekki full-
gerð áður en blaðið fór í prentun).
Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, var forseti
Slysavamafélagsms árin 1938—1940.
Guðbjartur Ólafsson er fæddur 21. tnarz
1889 í Keflavík í Rauðasandshreppi, sonur
Ólafs Guðbjartssonar frá Kollsvík og Guðrún-
ar Jónsdóltur úr Keflavík. Guðbjartur tók far-
mannapróf í Stýrimannaskólanum árið 1911.
Hann var skipstjóri á skútum frá 1913 — 22
og síðan á togurum og mótorskipum til 1929,
að hann varð hafnsögumaður í Reykjavík.
Guðbjartur'rei kvæntur Ástbjörgu Jónsdóttur
frá Akranesi.