Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 21, 1944 Pósturínn ["■ Listsýning Kæra Vika! Viltu segja mér, hvaSan kartöfl- umar eru upphaflega komnar? Drengur. Svar: Þær eru upprunnar i Andes- fjöllum, en ræktaðar nú mjög viða í heiminum. Til skamms tíma hefir kartöfluræktunin verið talin mest í Þýzkalandi og Sovétríkjasambandinu, en millirikjaverzlun með kartöflur hefir verið tiltölulega llt.il. Kvöldið er fagurt .... Það virðist svo sem kvæðið „Kvöid- ið er fagurt, sólin sest,“ eftir Ingólf Þorsteinsson, hafi orðið vinsælt, því að síðan við spurðum eftir því hér í ,,Póstinum“ höfum við fengið margar uppskriftir af því víðsvegar að af landinu. Eftir að við birtum það hringdi höfundurinn til blaðsins og benti á villu i því, sem sennilega er prentvilla. Inní ljóðlinu „Héðan af aðeins yndi ég“ vantaði orðið „af" og þykir okkur því rétt að birta þá vísu aftur í heilu iagi: Þú veizt, að öll mín insta þrá, er ástarkossinn þinn. Héðan af aðeins yndi ég i örmum þínum finn. fig leiði þig í lundinn minn, mín ljúfa, komdu nú. Jörðin þó eigi ótal blóm min eina rós ert þú. Fróða Vika! Hver var faðir Einars Þveræings? Sunnlendingur. Svar: Hann hét Eyjólfur Valgerð- arson og var ættfaðir Möðruvell- inga. Kæra Vika! Geturðu frætt mig um það, hvenær hinn frægi ameríski rithöfundur Edgar Allan Poe er fæddur? Pétur. Svar: Edgar Poe, sem var af fá- tæicri enskn ætt, fæddist 19. jan. 1809 og dó 7. okt. 1849. Eggerts Guðmundssonar. Það var ánægjulegt að koma að Hátúni 11 i Höfðahverfi á sunnudag- inn var: Islenzkur fáni var við hún fyrir framan húsið, lóðin prýdd græn- um gróðri og fallegum blómum, lítil og smekkleg tjöm hægra megin við innganginn og hraungrýti með blóm- um hjá henni og húsið sjálft mjög snoturt, — og sami svipur yfir öllu, þegar inn er komið. Þarna á Eggert listmálari Guðmundsson heima og hefir hann byggt húsið og prýtt svona á undanförnum tveim árum — auðvitað með smekkvisri aðstoð konu slnnar. Þegar þess er gætt, að Egg- ert hefir unnið mjög mikið að hús- inu sjálfur, þá er það hrein furða, að hann skuli hafa nokkuð til að sýna! Þama eru þó 70 myndir, 20 málverk, en hitt vatnslitamyndir og teikningar, og mestallt gert á síð- ustu tveim ámm, með byggingar- vinnu og vafstri, sem því er samfara að koma upp þaki yfir höfuðið á sér og prýða svona kringum húsið eins og þau hjónin hafa gert. Þetta er dugnaður og sannarlega til fyrir- myndar á ýmsan hátt. — Myndirnar eru margar mjög skemmtilegar, efni þeirra þjóðlegt og eru teikningamar einkum þjóðsagnakenndar og gaman að sjá þær. Sýningin er opin frá 1—10 e. h. fram yfir Hvítasunnu. Eggert er fæddur í Stapakoti í Njarðvíkum árið 1906, sonur Guð- mundar trésmiðs Guðmundssonar og Jónínu Jónsdóttur. Eggert kom tveggja ára til Reykjavíkur og fékk fyrstu kennsluna í teikningu 16 ára gamall hjá Stefáni Eiríkssyni mynd- skera. Um 18 ára aldur var hann hjá Einari Jónssyni við að læra mót- un mynda. Hann var og á teikniskóla hjá Rikarði Jónssyni. En með þessu námi varð hann alltaf að vinna al- genga vinnu. Hann stundaði og mjög íþróttir og tók mikinn þátt í skáta- hreyfingunni og telur hann, að það Skrifstofur, afgre’ðsla og tóbaksgerð vor verða lokaðar frá 10. til 24. júlí næstkomandi vegna sumarleyfa. Viðskiftamönnum vorum er hérmeð bent á að birgja sig nægilega upp í tæka tíð með vörur þær, sem tóbakseinkasalan selur, svo þeir þurfi eigi að verða fyrir óþægindum af lokuninni. hafi verið sér öflugur styrkur í lífs- baráttunni. Um tvítugt ákvað Eggert að fara út í heim og verða listamaður. Hélt hann til Múnchen i Þýzkalandi og honum boðið að halda sýningu í há- skólanum i Leeds og seldi þar flest- ar myndirnar. Eftir það kom hann heim, en sýndi aftur í London 1937 og síðar í Álaborg á Jótlandi. Enn Eggert Guðmundsson listmálari í sýningarsalnum. Stærsta málverkið, sem á myndinni sést, er af Glúm og Gretti. (Vignir tók myndina). lá leiðin heim eins og áður, en 1938. heldur hann sýningu í Kaupmanna- höfn og 1939 í Árósum. Svo kom hann heim aftur í hinni frægu Petsamóför Esju 1940. Sýningu hélt hann hér í Safnahúsinu 1941. Eggert er kvæntur danskri konu, Edldh, sem virðist mjög samhent honum í starfi hans. Blaðamaður skrifar samtíðarsögu. I hinni nýju bók sinni: „Landið er fagurt og frítt" segir Árni Óla okkur frá mörgum markverðum viðburð- um síðustu þrjátíu ára, jafnframt því sem hann kynnir okkur með heillandi ferðalýsingum ýmsa fegurstu bletti íslands. Ferðalýsingar Árna og frásagnir eru m. a. frá eftir- töldum stöðum: Borgarfirði, Skagafirði, Rangárvöllum, Fljótshlíð, Þórsmörk, Krísuvík, Vestmannaeyjum, Snæ- fellsnesi, Grímsey, Öræfum, Ásbyrgi, Hornafirði, Húsa- vík, Bolungarvik o. s. frv. Sem dæmi um fjölbreytt efni bókarinnar fylgja hér nokkrar fyrirsagnir úr efnisyfirliti bókarinnar: Fyrsti kvikmyndaleiðangur á Islandi, Fyrsta farþega- flugið milli Reykjavíkur og Altureyrar, Álög á, Steinum, Elzti kirkjugarðurinn í kristnum sið, Einsetumaður í Svínadal, Á æskustöðvum Matthíasar, Á tófugreni, Is- lenzk gestrisni, Grímseyingar. Lát.ð Árna Óla vera lelðsögumann í ferðum yðar um byggðir og óbyggðir íslands. — Bókfellsútgáfan. dvaldi þar í fjögur ár á Listaháskól- anum, en vann almenna vinnu heima á sumrin. Síðan fór hann til Italíu og var í Róm einn vetur, skoðaði söfn og málaði. 1 Danmörku var hann 1933 og hafði fyrstu sýninguna þá í Kaupmannahöfn. Síðan vann hann að sýningu, sem hann hélt 1935 í London og Edinborg og 1936 var Otgefandi: VllíÁN ÍLF., Reykjavik. — Kilstjóri og ábyrgðarmaður: Jón 1L Guðmundsson, ivirkjustræti 4, simi 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.