Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 14

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 21, 1944 Barnagælur. Litla góða ljúfan min, láttu hljóðin dvina, kannske móðir kalli þín á keipaskjóðu sína. Kveða skal við kindina kvæðis litla myndina, sá mun forðast syndina, sjáðu í gluggagrindina. Góða barnið er hann, aldrei hjá því fer hann, blómanafnið ber hann og bæjarprýðin er hann. Vertu kyrr og gráti gleym grundin fögur tvinna; bráðum kemur babbi heim barnið sitt að finna. Við hann afa vertu frýn, virtu þína ömmu, kysstu hann pabba, kindin mín, og klappaðu henni mömmu. Hættu að gráta, Litli Láfi, ljósið kemur senn, fólkið er á ferðastjái fram um bæinn enn. Fjórar skónálar fyrir gullkamb. Einu sinni var karl og kerling í koti sínu; þeim hafði fargast svo fé, að þau áttu ekki ann- að eftir en einn gullkamb, sem kerlingin hafði lumað á. Þegar allt var þrotið annað, fær hún karlinum kambinn og segir honum að kaupa þeim fyrir hann eitthvert bjargræði, sem þau geti lengi búið að. Karlinn fer af stað með kamb- inn og gengur, þangað til hann mætir manni, sem teymdi kú. „Falleg er kýrin þín, kunningi,“ segir karl. „Fallegur er og kambur þinn,“ segir komu- maður. „Viltu skipta?" segir karl. Komumaður lét þess albúinn; fær svo karl kúna, en komu- maður kambinn. Heldur nú karl áfram, þangað til hann mætir öðrum manni, sem rak tvo sauði. „Fallegir eru sauðimir þinir, kunningi," segir karl. „Já, en falleg er og kýr þin, karl minn,“ segir komumaður. „Viltu skipta?" segir karl. „já,“ segir komumaður, og fóru þau kaup svo fram. Karl var hróðugur af þessum kaupum og hélt, að nú gæti hann klætt sig og kerlingu sína. Enn heldur hann þó áfram og mætir manni, sem hefir með sér fjóra hunda, fara eins svör þeirra og skipti og áður er frá sagt. Þóttist karl hafa veitt vel, að hann fékk hundana og hélt, að nú gæti hann rekið frá túninu. Enn heldur karl áfram þangað til hann kemur að bæ einum, var bóndinn í smiðju að smíða skónálar. „Fallegar eru skónálar þínar, bóndi,“ segir karl. „Fallegir eru og hundar þinir," segir bóndi. „Viltu skipta," segir karl. Bóndi var fús til þess og lét fjórar skónálar fyrir hundana. Karl varð glaður af þessu happakaupi og hélt, að nú gæti kerling nælt undir skóna sína. Heldur hann svo heim á leið; var þá lækur á leið hans og stekkur karl yfir hann, en um leið duttu nálarnar úr barmi hans ofan i lækinn, svo karl kom tómhentur heim til kerlingar. Segir hann henni nú allt af sínum förum, og þótti henni þó þyngst að missa nálarn- ar. Lögðu þau þvi bæði af stað að leita og börn þeirra með þeim; fóru þau svo til lækjarins og kom það ásamt, að bezt mundi vera, að þau stingju höfðunum ofan i lækinn og iituðust svo um eftir nálunum. Þau gerðu svo, en drukknuðu öll í læknum. (Úr þjóðs. Jóns Ámasonar). tír ýmsum áttum. Tveir menn voru á gangi og dáðust að ýmsu í náttúrunni. „Það er merkilegt," sagði annar þeirra, „að guð skyldi geta skapað þetta allt á 233. KROSSGÁIA Vikunnar Lárétt skýring: 1. stía. — 5. kæra. ■—■ 9. eyðir. — 13. mannsnafn (e.f.). — 15. láta sér lynda. — 16. sjór. — 17. tenging. — 18. nábúar. — 21. óneíndur. — 23. umferð. — 24. ný- græðingur. -— 26. ófriður. — 30. velliðun. — 32. upphefð. — 34. gubba. — 36. úrgang. — 38. yzt. — 40. velmegun. — 43. ullarilát. — 45. þjóðhöfðingja. — 47. strik. — 49. endi. — 50. leiði.' — 51. stundarfrið. — 52. sjór. — 53. lofttegund. — 55. gamla. — 58. hár. — 59. söngflokkar. — 61. trúðar. — 63. á pen- ingabréfum. — 64. bæn. — 66. skriðdýr. — 68. ref. — 71. heiti. — 73. rugl. — 75. saurga. — 77. tveir eins. — 79. andúð. — 82. tími (sk.st.). — 83. saum. — 85. gangur. — 86. söngla. -— 88. fiska. — 89. öskrar. -—• 90. hestur. Lóðrétt skýring: 1. falls. — 2. þrátt. — 3. flækti. — 4. elska. —- 6. nauð. — 7. álpast. — 8. hefi lært. — 9. vann eið. -— 10. gjörð. •— 11. beita. — 12. öfuga. — 14. leðurilát. — 16. frostsár. — 19. óp. — 20. lær- dómur. — 22. brýtur. — 25. flytur. — 27. nes. — 28. bók. — 29. fæði. — 30. dráttur. — 31. tónn. — 33. endi. ■— 34. fæði. — 35. vanda um. — 36. veiddi í snöru. 37. börðu. — 39. þræða fiska á band. — 41. fékk frá feðrunum. -— 42. sveðja. ■—■ 44. hæðir. — 46. ben. — 48. fiskur. — 54. hluti úr hrifu. ■— 56. teymdi. — 57. við. — 58. dysjar. ■— 60. forn. — 62. tál. — 63. ullarhnoðrar. -— 65. gyltu. — 67. forsetning. — 68. merkja. — 69. heiður. — 70. stefna. — 72. hagnýtir. — 73. fjarra hljóma. — 74. stjórnar. — 75. það sem eldurinn skilur eftir. — 76. peningur. — 78. reykur. ■—• 79. vætla. — 80. marr. — 81. kveikur. — 82. höggva. -— 84. ílát. (sk.st.). — 87. ending. Lausn a 232. krossgatu Vikunnar. Lárétt: — 1. farg. — 5. ásana. — 9. auma. — 13. aðrar. — 15. kná. — 16. örðug. — 17. la. — 18. sækonungi. — 21. NN. — 23. ráp. — 24. man. — 26. raka. — 30. reið. — 32. tala. — 34. læs. ■— 36. fall. — 38. sandi. — 40. ásaka. — 43. oss. — 45. danslag. — 47. rán. — 49. næ. — 50. örn. — 51. und. — 52. mó. — 53. ull. — 55. einróma. — 58. fag. — 59. aumri. — 61. laðar. — 63. unni. — 64. tóm. -— 66. iður. — 68. unga. — 71. amma. — 73. tók. ■— 75. öra. — 77. gá. — 79. mánaskini. — 82. gl. — 83. armar. -— 85. fól. — 86. andar. — 88. rann. — 89. dalir. — 90. nála. Lóðrétt: — 1. falar. — 2. aða. — 3. r,r. — 4. 6 dögum." Hinn svaraði: „Verkið er líka eftir því," og benti á fjallsbrún, sem hrunið hafði. Prestur nokkur sagði í ræðu sinni, að fjandinn tæki alla okurkarla og bæri þá beint til helvítis. Af þessu varð okurkarl nokkur, sem heyrði ræð- una, æfareiður, og fór að tala um þessi orð prests við einn af vinum sínum. „Trúðu þessu ekki,“ sagði vinur hans, „þetta er ekki nema vitleysa. Fjandinn fer varla að hafa svo mikið við þá; ég tryði því heldur, að hann tæki í aðra löppina á þeim og slengdi þeim þannig niður til vítis." Árið 999 var mikil óáran á Persalandi; upp- skeran haföi brugðist um mörg ár og leit mjög illa út. Azud Dauloh sat þá að ríkjum í Persíu; hann var vitur stjórnari. Hann komst mjög við af neyð fólksins og lagði sjálfur hart á sig, en auðmenn landsins lifðu i óhófi. Lét þá Azud það boð út ganga um allt ríki sitt, að fyrir hvern fátækling er dæi af hungri skyldi hengja einn auðmann. Eftir að menn heyrðu þetta boð keppt- ust allir við að líkna hinum fátæku, svo að enginn dó af.harðæri. Hermaður nokkur kom til Gyðings, til að selja honum gömul föt af sér. Þegar kaupin voru gerð, sagði hermaðurinn: „Gyðingur minn, veiztu það, að þegar Gyðingur er hengdur á Englandi, þá er siður að hengja asna við hliðina á honum." gas. — 6. skop. — 7. ann. — 8. náum. — 9. ari. — 10. uð. — 11. mun. — 12. agnið. — 14. rær. — 16. ögn. — 19. kál. — 20. nam. — 22. skass. — 25. melar. — 27. at. — 28. ala. — 29. ræ. — 30. rak. — 31. il. — 33. andremi. — 34. lin. — 35. sál. •— 36. fagnaði. — 37. konur. — 39. Danir. — 41. sauma. — 42. ónóga. — 44. sæl. ■— 46. sár. — 48. ama. — 54. langa. — 56. nit. ■— 57. ólm. — 58. fruma. — 60. una. — 62. aða. — 63. un. —- 65. ós. — 67. Rm. -— 68. uggar. — 69. nón. ■— 70. æri. — 72. allra. — 73. tár. — 74. kafa. — 75. ökli. — 76. ana. ■— 78. ára. — 79. man. — 80. sól. — 81. inn. — 82. gal. — 84. m, n. — 87. dá. ..........—------------------------------------- „Þangað væri hvorugum okkar gott að koma," svaraði Gyðingurinn. Lausn á orðaþraut á bls. 13: PÁSIiAR. PERL A ÁBÝLI SLÆGÐ Ii R O T A APRlL RASK A Svör við spurningum á bls. 4: 1. Kvæðinu „Kvöld" eftir Stephan G. Step- hansson. 2. Ólaf Jóh. Sigurðsson. 3. Hjálmar Jónsson frá Bólu fæddist að Hallandi 1796. 4. Ameriskur rithöfundur. 5. Jóhann Sigurjónsson. 6. Frægur amerískur Hamlet-leikari. 7. 21. júlí 1898. 8. Gustave Flaubert, franskan skáldsagnahöf- und. 9. 1908—1914. 10. Einar Benediktsson í kvæðinu „Einræður Starkaðar."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.