Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 21, 1944 11 Framhaldssaga: Gamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. En hún hafði engan áhuga á morgunverði sin- um. Pelinn, sem sonur hennar hafði einu sinni átt, var nú fullur af volgri mjólk, og hún hélt nú gúmmídúsunni lokkandi fyrir framan munn barnsins. En það sneri andlitinu í burtu og grét. IX. KAFLI. Magga. Nú fann hún harðan steinkantinn við barm sinn. Það var eins og hann skæri í sundur mjúkt holdið, grimmdarlega, beint í hjarta hennar. Hún var viss um, að þessi hvassi, kaldi' steinn væri kominn alveg inn í hjartað. Hún þrýsti höndun- um á staðinn og læddist aftur í rúmið. Hún dró teppin fyrst alveg upp að höku og siðan yfir höfuðið. 1 fyrstu hafði hún aðeins eina hugsun: „Mikið er mér kalt! En hvað karmurinn var harður og kaldur!" Svo sá hún fyrir sér andlit Kenos, sem sneri upp að glugganum hennar og glotti. Þetta glott varð ennþá ægilegra, eftir þvi sem hún sá það lengur fyrir sér, og að lokum skalf hún eins og hrisla af hræðslu. Hún glennti upp augun. Hún sá aðeins myrkrið undir sængurfötunum. Hún fann daufan ilm af likama sínum. Hún minntist þess, að hún hafði tekið sér heitt bað kvöldið áður, hvernig hún hafði setið í gamla baðkarinu, sem var farið að verða skellótt, og hún hafði þvegið sér vel með Windsorsápu. Hún hafði verið svo hamingjusöm, að hún hafði varla vitað, hvað hún ætti að gera af sér, en hún hafði leikið sér að sápufroðunni og varla þurrkað sér áður en hún lét stóra hand- klæðið detta á gólfið og liggja þar í stórri hrúgu á miðju gólfinu. Nú heyrði hún rödd í gegnum teppin, sem hún hafði yfir höfðinu. Það var rödd Nóa Binns, sem sagði: „Ég þarf að segja yður hræðilega frétt.“ Orðin komu fyrst eins og niðurbælt hvísl. Svo voru þau endurtekin hærra og hærra, þangað til þau urðu að síðustu að öskri, sem kom lökunum til þess að skjálfa. Henni fannst einhvemveginn eins og hún lægi undir vatni, en hún var rennandi vot af svita. Hún settist upp og kastaði frá sér teppunum. önnur hárfléttan hafði vafist um liáls hennar; henni fannst hún ætlaði að kvelja hana. Hún dró andann þungt og losaði flétturnar, en hélt um hana og starði á glansandi hárið. Svo tók hún að snúa fléttunni og toga í hana, eins og hún ætlaði að slíta hana af. Hún kastaði sér aftur á koddann og fór að kjökra. Henn fannst hún þurfa að öskra, svo að hún vekti alla í húsinu. Hún stakk fléttunni á milli tannanna, og með því að bíta í hana af öllum kröftum gat hún stillt sig. Að lokum lá hún alveg kyrr. Hún hafði átt skemmtilega og hamingjusama æsku, og myrkar og óheilbrigðar hugsanir um kynferðislíf höfðu aldrei ásótt hana. Maurice var maðurinn, sem hún ætlaði að giftast; eftir brúð- kaupið mundi hann taka hana með sér heim til sin. Hún hafði rekið allar kvíðvænlegar hugsanir á brott. Hugur hennar var upptekinn af undir- búningnum undir brúðkaupið. En nú skildi hún allt í einu allt, sem hún hafði með tímanum heyrt um fýsnir holdsins, allar setningarnar, sem hún hafði ekki skilið, þegar hún las biblíuna sína, urðu henni nú allt í einu augljósar og henni fannst þær vera sem sjálf hin óhuggnanlega al- heimssál. Hún lá lengi hreyfingarlaus og reyndi að rifja upp allt, sem hún kynni af þess háttar. o • Sagan gerist á Jalna 1906. Þar býr Whiteokfjölskyld- an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul, en er þó hin ernasta. Filippus sonur hennar tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti Margréti og Renny með fyrri konunni. Eden og Piers heita bömin, sem hann á með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Ern- est eru bræður Filippusar, ókvæntir. Vera er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift- ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice segir Renny frá því, að hann muni eignast barn með Elviru Grey, sem býr með frænku sinni í þorpinu. Renny talar við frænkuna, leyndardómsfulla konu, sem lofar að spá fyrir honum. Systir Filippusar og maður hennar koma frá Englandi, ásamt Mala- heide Court. Hann er frændi gömlu frúar- innar, AÖalheiðar, og vinnur tiltrú hennar, en er illa þokkaður af öðrum. Robert Vaug- han finnur bam á tröppunum hjá sér og það kemst upp að Maurice á það. Filippus verður öskureiður og fer heim til hans með bræðrum sínum. Vaughan-hjónin eru ör- vingluð. Nokkur klúryrði, sem hún hafði heyrt, komu upp i huga hennar. Málmtrumban gaf til kynna, að nú væri kominn tími til að fara á fætur, og rétt á eftir heyrði hún glaðlega rödd Edens og Pip litla, sem æpti af ánægju. Dúfurnar, sem höfðu flogið í burtu til þess aS leita sér að morgunmat, komu nú aftur, sett- ust á þakið fyrir ofan hana og tóku aftur að kurra. Þær ættu að vita, hugsaði hún, þær ættu bara að vita! Nú voru allir í húsinu vaknaðir, og hún varð rólegri, þegar hún heyrði þessi kunnuglegu hljóð. Hún fór að hugsa um, hvernig hún ætti að horf- ast í augu við fjölskylduna. Hún vissi, að það, sem hafði gerzt, var hryllilegt og auðmýkjandi fyrir unga stúlku, sem átti að giftast eftir stuttan tima. Hún velti því fyrir sér, hvemig faðir henn- ar, frændur og amma mundu taka þessu. Hún efaðist um, að Renny myndi nokkum tíma fram- ar tala við Maurice. Hún hugsaði um nokkur álika atvik, sem hún hafði lesið um í gömlum skáldsögum. I öðm til- fellinu hafði aðalhetjan rekið upp vein og fallið síðan í ómegin, en hin hafði tekið ógæfunni með mjög háfleygri sorg. Hún fann, að hún þúrfti að undirbúa sig. Henni fannst samt betra að hafa heyrt það á þennan hátt, þá gat hún búið sig undir það í leyni. Það var svo skrítið, að hljóðin í húsinu vom alveg eins og venjulega. Hún heyrði Ágústu frænku og Maríu vera að tala saman, frammi á ganginum, um tönnina, sem Pip var nýbúinn að taka. Faðir hennar hafði ef til vill, ekki sagt neinum frá því, heldur flýtt sér til Vaughans til þess að segja honum álit sitt á Maurice. Það var hræðilegt að hugsa sér Maurice óhrein- lyndan. Hún hafði alltaf álitið hann næstum þvi fullkominn. Henni hafði alltaf þótt svo vænt um það, að hann var hávaxinn og laglegur eins og faðir hennar. Það hafði verið hennar éðlilega hugsun, að hún og Maurice skyldu eignast mörg böm. Magga reyndi að rifja upp fyrir sér, hvemig Elvira liti út, en hún mundi aðeins eftir dökkum, fjörlegum augum og hári, sem hárbursti virtist sjaldan koma nálægt. Og samt hafði þessi imdar- lega stelpa getað eyðilagt lif hennar. Magga fór að hugsa um brúðarkjólinn sinn, sem hékk hvítur og glansandi í skápnum, og nú komu tárin fyrst í augu hennar. Hún gróf andlitið niður í koddann og grét sárt. Hún lá lengi grátandi. Það var hljótt í húsinu. Einu sinni heyrði hún hófadyn. Annað sinni heyrðist fugl vera að pikka í tréð fyrir utan gluggann. Henni fannst bæði hljóðin vera dapur- leg, eins og hljóð, sem heyrast um dimma nótt. Þegar langur tími var liðinn, heyrði hún barið lágt á hurðina. „Hver er það?“ spurði hún. „Eden. Mamma segir, hvort þú viljir fá morg- unverðinn I rúmið. Hún ætlar að koma með hann sjálf.“ „Nei. Ég vil ekkert. Farðu.“ „Ó.“ Hann var vonsvikinn. Hann stóð fyrir utan dymar. Hún minntist þess, hvað hann hafði verið yndislegur í brúðarsveinsbúningnum sinum — hún varð að bæla niður grátinn. „Magga! Varstu að segja eitthvað?" „Nei, elskan min. Magga hefir höfuðverk, get- urðu sagt mömmu það. Segðu mömmu, að Magga vilji engan morgimverð.“ „Eg skal gera það.“ En hann fór ekki. Hún gat heyrt hann anda í gegnum skráargatið. „Magga, ertu að gráta?“ „Guð almáttugur — nei.. Farðu nú og segðu þetta við mömmu." Svo rölti hann af stað. Hún hágrét nú aftur. Hún reyndi ekki að stilla sig, því að henni þótti léttara að bera ógæfuna, ef hún grét. Hún mundi, hvemig hún hafði getað grátið timum saman, þegar hún var bam. Hún mundi, hvemig Renny hafði getað orgað af reiði og örvæntingu, þegar hann var lítill. Ætli Renny myndi ekki bjóða henni að berja Maurice eða skora á hann í einvígi ? Hún sá þá í anda standa í gilinu i dögun með byssurnar reiðubúnar. Hún gat heyrt dapurlegan árniðinn. Aftur heyrðist fótatak við dyrnar. Það var ekki barið, en dymar opnuðust hægt, og Maria leit inn. „Er eitthvað að þér, Magga mín? Heldurðu ekki, að þér þætti gott að fá tesopa? Við fengum fyrstu jarðarberin í morgun. Eden hélt, að þú værir lasin?“ Rödd hennar skalf af geðshræringu; hún varð að stilla sig. Magga fann til sérstakrar ánægju við þá hugsun, að María reyndi að láta sem ekkert væri, þó að hún hefði alla tíð vitað hið versta. „Ég kæri mig ekki um neitt," svaraði hún. María gekk fljótt að rúminu og leit niður á tárvott andlit hennar. „En Magga —." Magga settist allt í einu upp og starði á Maríu með tárvotum augum. „Ég veit allt,“ sagði hún. „Ég heyrði Nóa Binns segja pabba frá öllu.“ María varð svo ringluð, að allur litur hvarf úr vörum hennar. Eitt andartak vissi hún ekki, hvað hún átti að segja, en stóð og starði á Möggu og stamaði: „Já, en — já, en — ó — Svo herti hún sig, settist hjá Möggu og lagði handlegginn utan um hana. „Veslings litla stúlk- an! Ég skil, að þetta er hræðilegt fyrir þig! Ég á við, að þú hefir heyrt þetta. En þú mátt ekki trúa því. Þú verður bara að reyna að hugsa ekkert um það og halda áfram eins og ekkert hafi gerzt. Þetta er ekkert nema andstyggilegt þvaður." Magga dró sig úr faðmlögum hennar. „Er pabbi niðri?" „Já.“ „Fór hann til Vaughans?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.