Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 21, 1944 rétt fyrir ofan jakkakragann stóð rýtingur, sem sást aðeins í. Við Parker gengum áfram, þangað til við stóðum hjá bognum líkamanum. Ég heyrði að kjallarameistarinn dró andann ótt og títt. „Drepinn með hnífi," muldraði hann. „Þetta er hryllilegt!“ Hann þurrkaði blautt ennið með vasaklútnum sínum, teygði svo höndina varlega í áttina að hnífnum. „Þér megið ekki snerta hann,“ sagði ég hvasst. „Farið strax í simann og hringið á lögreglustöð- íha. Segið frá, hvað hefir gerzt. Og segið svo Raymond og Blunt majori það líka. „Já, herra." Parker flýtti sér í burtu og var enn að þurrka sér um sveitt ennið. Ég gerði það litla, sem þurfti að gera. Ég gætti að því að hreyfa ekki við líkinu og koma ekki við rýtinginn. Það var ekki til neins að hreyfa við hönum. Ackroyd hafði augsýnilega verið dá- Inn dálitla stund. Svo heyrði ég rödd Raymonds, óttaslegna og vantrúáða, fyrir utan. „Hvað segið þér. Ó! það, getur ekki verið! Hvar er læknirinn?" Hann birtist í dyrunum, ákafur, en nam svo staðar náfölur. Honum var vikið til hliðar, og Hector Blunt gekk framhjá honum og inn í stof- una. „Guð minn góður!“ sagði Raymond, fyrir aftan hann, „það er þá satt.“ Blunt gekk beint áfram, þangað til hann kom að stólnum. Hann beygði sig yfir líkamann, og ég hélt að hann ætlaði að fara að taka á hnifn- um, eins og Parker. Ég stöðvaði hann. „Það má ekki hreyfa við neinu," sagði ég. „Lögreglan verður að sjá hann eins og hann er núnp..“ Blunt skildi það undír eins og kinkaði kolli. Andlit hans var eins sviplaust og venjulega, en mér fannst ég sjá merki geðshræringar undir tiifinningarlausri grímunni. Geoffrey Raymond var nú kominn til okkar, og kíkti nú yfir öxl Blunts á líkið. „Þetta er hræðilegt," sagði hann með lágri röddu. Hann var nú orðinn rólegur aftur, en þegar hann tók af sér gleraugun, sem hann var venju- íega með, þá tók ég eftir því, að hann var skjálf- hentur. „Þetta er rán,“ sagði hann. „Hvemig hefir mað- urinn komizt inn? 1 gegnum gluggann? Hefir eitthvað verið tekið?" Hann gekk að skrifborðinu. „Þér álítið, að þetta sé innbrotsþjófnaður ?“ sagði ég hægt. „Hvað ætti það að vera annað? Ég býst ekki við, að það geti verið um sjálfsmorð að ræða?“ „Nei, enginn maður getur drepið sig með hnifi svona,“ sagði ég í trúnaði. „Það er augljóslega morð. En hver er ástæðan?" „Roger átti engan óvin í öllum heiminum," sagði Blunt hæglega. „Það hlýtur að vera þjófn- aður. En hvað ætlaði þjófurinn að ná í? Ekkert virðist vera í ólagi.“ Hann leit um herbergið. Raymond var ennþá að athuga blöðin á borðinu. „Mér virðist ekkert vanta, og það virðist ekki sem nokkur skúffan hafi verið hreyfð," sagði einkaritarinn loks. „Þetta er mjög leyndardóms- fullt.“ Blunt hneygði höfuðið lítið eitt. „Það liggja nokkur bréf þama á gólfinu," sagði hann. Ég leit niður. Þrjú eða fjögur bréf lágu ennþá þar, sem Ackroyd hafði misst þau fyrr um kvöldið. En bláa umslagið með bréfi frú Ferrars var horfið. Ég opnaði munninn til þess að tala, en þá heyrðist bjölluhringing. Raddir heyrðust frammi í forstofunni, og svo birtist Parker með lögreglu- fulltrúa þorpsins og lögregluþjóni. „Gott kvöld,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Þetta er mjög sorglegt. Góður og elskulegur maður eins og Ackroyd. Kjallarameistarinn segir að þetta sé morð. Eru engin líkindi til að það geti verið sjálfsmorð, læknir?" „Nei, alls ekki,“ sagði ég. „ó, þetta er ekki gott.“ Hann gekk að líkinu. „Hefir það ekkert verið hreyft?" spurði hann hvasst. „Ekki riema til að ganga úr skugga um, að hann væri dáinn — og það er mjög auðvelt — annars hefi ég ekkert hreyft hann.“ „Og allt bendir til, að morðinginn hafi sloppið. Nú, látið mig heyra allt um þetta. Hver fann hann?" Ég útskýrði það vandlega fyrir honum. „Upphringing, segið þér? Frá kjallarameistar- anum?“ „Skilaboð, sem ég aldrei sendi," sagði Parker alvarlega. „Ég hefi ekki komið nálægt símanum í allt.kvöld." „Hinir geta borið vitni um það.“ „Þetta er mjög skrítið. Heyrðist yður það vera rödd Parkers, læknir?" „Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið sérstaklega eftir því. Ég þóttist viss um það.“ „Vitanlega. Nú, þér fóruð þér hingað, brutuð upp hurðina og funduð veslings Ackroyd svona. Hvað álítið þér að hann hafi lengi verið dáinn, læknir?“ . „Að minnsta kosti í hálftíma, ef til vill lengur," sagði-ég. „Hurðin var læst að innan, segið þér? En hvað um gluggann ?‘ „Ég lokaði honum sjálfur eftir bón Ackroyds áður i kvöld." Lögreglufulltrúinn gekk að glugganum og dró gluggatjöldin frá. „Nú, en hann er samt opinn núna,“ sagði hann. Það var alveg rétt, glugginn var opinn. Lögreglufulltrúinn tók upp vasaljós og lýsti & grunnstokkinn fyrir utan. „Héma hefir hann farið inn,“ sagði hann, „og líka út. Sjáið héma.“ Ljósið var svo skært, að greinilega mátti sjá sporin. Skómir höfðu bersýnilega verið með gúmmisólum. önnur sporin sneru inn og hin vissu út. „Þetta gæti ekki verið greinilegra," sagði lög- reglufulltrúinn. „Hefir nokkurs verið saknað?“ Geoffrey Raymond hristi höfuðið. „Ekki svo að við höfum orðið vör við það. Ack- royd geymdi aldrei neitt verðmætt í þessu her- bergi." Lögreglufulltrúinn hummaði. „Maður hefir komið að opnum glugganum. Hann klifrar inn, sér Ackroyd sitja þarna — ef til vill hefir hann fallið í svefn. Maðurinn stingur hann aftan frá, — en missir þá vald yfir sjálfum sér og flýr. En hann hefir skilið eftir sig greinileg spor. Það ætti ekki að vera miklum erfiðleikum bundið að finna hann. Hefir nokkur orðið var við ókunn- ugan mann, grunsamlegan, hér á næstu grös- um?“ „Aha!“ sagði ég skyndilega. „Hvað ætluðuð þér að segja, læknir?" „Ég mætti manni í kvöld — þegar ég var að fara út um hliðið. Hann spurði mig til vegar til Femy Park.“ . „Hvað ætli klukkan hafi verið þá?“ „Níu. Ég heyrði hana slá, þegar ég fór út um hliðið." „Getið þér lýst honum?" Ég gerði það eins vel og mér var unnt. Lögreglufulltrúinn sneri sér að kjallarameistar- anum. „Urðuð þér varir við, að maður, sem þessi lýs- ing gæti átt við, kæmi forstofumegin að hús- inu?“ Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. IMcManus. Oddur hefir brotið af sér! Hann heilsar, en það er ekki tekið undir kveðjunat Fyrst hélt Oddur, að foringinn hefði ekki séð sig — en þetta kemur aftur fyrir —. En Oddur er skyldurækinn og vill ekki gefast upp að heilsa —. Þetta er árangurslaust — enginn heilsar Oddi! örþreytur fær hann sér blund stárfinu áfram! en jakkinn heldur skyldu-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.