Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 21, 1944 Ástin er fallvölt. Framhald af bls. 7. naut sinn, en þá var þungum bátstjaka slegið á handlegg honum og hann sleppti bátnum og æpti af sársauka. Bátana rak aftur sundur og dreng- urinn hljóp að stýrinu. Smám saman opn- aði Ben augun og settist upp. „Hvað hefir komið fyrir?“ hrópaði hann. „Hvar eru þau?“ Hann skreiddist á fætur og skimaði í kringum sig. Keppinauturinn var horfinn. Fljótið var lygnt. Dökkir, skógivaxnir hólmar voru umhverfis þau. Drengurinn sat við stýrið og var mjög fölur í andliti. Hann brosti lítið eitt, þegar Ben settist niður við hlið hans. „Hvað kom fyrir?“ spurði Ben. „Hvert fóru þau? Þú verður að segja mér sann- leikann. Hver hleypti af skotinu? Hvort þeirra sló mig?“ Pilturinn hló. „Þú varst ekkert sleg- inn,“ sagði hann. „Hvers vegna ligg ég þá hér á botni bátsins?“ Drengurinn brosti aftur. „Ég býst við að þú hafir slegið höfðinu við um leið og þú datzt. Bátarnir sviptust til er þeir rák- ust á, og þú rannst aftur á bak. Ég — ég hugsa, að það hafi bjargað lífi þínu.“ „Það er ekki ólíklegt,“ sagði Ben. „En hver hleypti af skotinu? Allan sannleik- ann nú!“ Drengurinn leit einbeittlega framan í Ben. „Anna,“ sagði hann. Ben fölnaði. „Hún, — hún skaut því. Hún vildi drepa mig heldur en sjá mig drepa hann. Og ég, sem hélt að hún elsk- aði mig.“ „Það er eðlilegast að álíta, að hún hafi ekki gert það. Nú iðrast ég þess að hafa sagt þér þetta allt saman. Stúlka, sem hagar sér eins og Anna er ekki þess verð, að nokkru sé fómað fyrir hana,“ sagði pilturinn. Allt í einu rak Ben upp undmnaróp. „Hvað er þetta á handleggnum á þér, drengur?“ sagði hann og benti. „Blóð,“ sagði drengurinn rólega og reyndi að brosa, þrátt fyrir sársaukann. „Skotið hitti mig í staðinn fyrir þig. Gæt- ir þú ekki tekið við stýrinu núna?“ Veslings pilturinn komst ekki lengra. Hann féll í yfirlið. Ben hljóðaði upp og flýtti sér að grípa piltinn um leið og hann datt. Það var orðið dimmt í kyrrláta þorp- inu á fljótsbakkanum, þegar bátur Bens skreið upp að bryggjunni, og hann gekk á land með byrði sína í fanginu. Hann leit hvorki til hægri né vinstri, er hann þrammaði gegnum þorpið. Að lokum stað- næmdist hann við dymar á einu húsinu og gekk inn. „Gott kvöld, Fowler,“ sagði hann og lagði piltinn niður fyrir framan miðaldra hjón, sem vom höggdofa af undmn. 13 „Ég kem hér aftur með hann litla frænda ykkar og nú ætla ég að fara og sækja lækni. Hann hefir særzt dálítið, en ég held, að það sé ekki mjög alvarlegt, að minnsta kosti ekki holsár. Þetta er góður piltur." ' Fowler stóð allt í einu upp. „Hvað hefir komið fyrir? Hvar er Anna? Veizt þú um hana, Ben?“ „Já, ég veit um hana,“ sagði hann. „En því minna sem ég heyri um hana í fram- tíðinni því betra. Nú er hún líklega orðin kona Pete Brown.“ Gamli maðurinn náfölnaði. „Þú ert allt of góður handa henni,“ sagði hann rólegur. „Hafðu ekki áhyggjur af því núna. Ég ætla að gleyma henni, nema ef hún ein- hvern tíma gæti komið og bætt fyrir áverkann, sem hún veitti piltinum þarna.“ „Hvaða pilti ?“ spurði gamli maðurinn. „John, frænda hennar auðvitað.“ „Dreng.“ Nú fór gamli maðurinn að hlæja. „Þetta er enginn drengur, Ben. Þetta er Joan, systir Önnu, sem hefir ver- ið við nám í Quebeck síðustu árin.“' „Joan, systir hennar, þessi drengur ?“ sagði Ben og stóð á öndinni. „Og ég hratt henni niður á bryggjuna! Ég verð að flýta mér að ná í lækninn. Ég kem aftur að vörmu spori. Þá get ég útskýrt þetta allt fyrir ykkur.“ x Eins og Ben hafði sagt var sárið á hand- legg Joan ekki hættulegt, og þegar hann daginn eftir fékk að koma inn til hennar, sá hann feimna, unga stúlku, sem beið hans á legubekknum. Eftir litla stund fóru foreldrar hennar út og létu þau tvö eftir í næði. Ben settist niður og fitlaði vand- ræðalega við húfuna sína. „Ég þarf svo margt að tala vð þig,“ sagði hann. „Ég var heimskingi að vera að sletta mér fram í þetta,“ sagði hún. „En Anna hafði svo oft talað um þig í bréfum sín- um til mín og sömuleiðis pabbi og mamma. En svo þegar ég kom heim og komst að því, að Anna var að draga þig á tálar, fannst mér það svo svívirðilegt, að cg ákvað að reyna að bjarga henni, ekki síð- ur hennar vegna en þín. Ég bjó mig sem karlmaður, af því að ég vildi fara á eftir þeim með þér. Ég hélt, að þú mundir ekki vilja hafa neitt með stúlku að gera.“ „Ég skil,“ sagði hann. „Og þessar stóru hendur á mér voru nærri búnar að murka úr þér lífið, þegar þú reyndir að hjálpa mér,“ sagði Ben og rétti fram hendumar. „Ég var hrifinn af þér,“ sagði hún lágt. „Þú meiddir mig svo sem ekki neitt. Ég var svo hugfanginn af því, að til skyldu vera menn, sem eitthvað vildu í sölumar leggja fyrir ástina.“ Ben lét hendurnar síga og horfði nið- ur fyrir fætur sér. „Já, hún hefir gifzt Brown. Og þú, Joan, hefir sár á handleggnum. Ég á þér mikið að launa. Bátstjakinn bjargaði lífi mínu. Ég á þér lífgjöf að launa, enda þótt líf mitt sé kannske ekki mikils virði.“ Kvikmyndaleikkonan Bette Davis í kvikmyndinni „Meykerling.“ „Þú skuldar mér ekki neitt,“ sagði stúlkan. „Ekkert?“ Hún leit undan. „Finnst þér lífið einskis virði, þegar þú hefir mist Önnu?“ Ben brosti lítið eitt. „Já,“ sagði hann.. „Nú langar mig ekkert til að lifa.“ „Þetta er heimskulegt," sagði Joan. „Ég veit, að þér þótti vænt um Önnu, en vissulega er margt annað að lifa fyrir. Ef ég væri í þínum spomm, mundi ég reyna að gleyma henni, því að sannast að segja, á hún ekki ánnað skilið.“ Efasemdasvipur kom á Ben, en svo sagði hann hægt: „En ég treysti henni fyllilega og byggði mínar framtíðarvonir á henni. Ég hlýt að sakna hennar og kæri mig þá ekki fram- ar um nokkurn skapaðan hlut.“ Allt í einu kraup hann niður við legu- bekkinn og tók höfuð meyjarinnar milli handa sér. — „Nema ég finni einhverja, sem vill hugsa um mig. Hvað finnst þér um þá hugmynd, vina mín?“ Stúlkan titraði dálítið. Augu hennar vom full af tárum og varir hennar bærð- ust.lítið eitt, er hann kyssti hana. Þá and- varpaði hún af sælutilfinningu og lokaði augunum. „Ég elska þig,“ sagði hún og vafði örm- unum um háls honum. /................................ Dægrastytting Orðaþraut. ERL A BÝLI LÆGÐ ROTA PRlL ASK A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niðureftir myndast nýtt orð, og er það nafn á hátið. Sjá lausn á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.