Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 21, 1944 7 Þjóðskjalasafn fslands. Framhald af bls. 3. Dana dómabók Þórðar lögmanns Guð- mundssonar (lögmanns sunnan og austan 1570—1605), en hana hafði Krieger stift- amtmaður sent í ríkisskjalasafnið úr skjalasafni stiftamtmanns hér. Árið 1908 fékk landsskjalasafnið hús- næði í safnahúsinu á Arnarhóli. Var þetta hin mesta breyting til bóta bæði um geymslu skjala og aðbúð þeirra, er safnið nota. Með lögum 3. nóvember 1915 var nafni skjalasafnsins breytt og heitir það síðan þjóðskjalasafn og forstöðumaður þess þjóðskjalavörður (áður landsskjalavörð- ur). Reglugjörð samkvæm hinum nýju lögum var safninu sett 13. jan. 1916. Ekki breyttist starfsemi safnsins við þetta. Hinn merkasti viðburður í sögu safns- ins,' síðan það var stofnað, er sú afhend- ing skjala úr ríkisskjalasafni Dana, Kgl. bókasafninu í Höfn og Árna Magnússonar safni, sem framkvæmd var 1928. Þá var þjóðskjalasafninu afhent úr ríkisskjala- safni Dana meginið af þeim skjölum hinna dönsku stjórnardeilda, sem Island varða. Við þetta varð meiri breyting á safninu en menn hafa almennt gert sér ljóst. Nú varð það sams konar stofnun og ríkisskjala- söfn annara þjóða, en fram að þeim tíma hafði það að mestu leyti að geyma sams konar skjalgögn og erlendis eru geymd í skjalasöfnum einstakra landshluta. Úr Kgl. bókasafninu fékk þjóðskjalasafnið al- þingisbækur, sem til Hafnar höfðu borizt, og úr Árnasafni merkar skinnbækur frá hinum fornu biskupsstólum. En úr Árna- safni mundum vér óska frekari skila. Eins og áður segir, er hér lögboðin af- hendingarskylda til þjóðskjalasafnsins frá öllum opinberum stofnunum og starfs-' mönnum. Koma því öll slík skjalgögn sam- an á einn stað, og er það mikið hagræði fræðimönnum og öðrum, sem þau nota. Víða erlendis er sú greining höfð, að í ríkisskjalasöfnin koma einungis plögg ríkisstjórnanna og þeirra stofnana annara, sem beinlínis eru liðir í allsherjarstjórn ríkjanna, en plögg annarra stofnana og embætta eru geymd í skjalasöfnum ein- stakra landshluta. Þetta bakar mönnum erfiðleika, og er vort skipulag miklu betra. Þjóðskjalasafnið er opið til afnota virka daga kl. 1—4. Forstöðumenn safnsins hafa verið: Jón Þorkelsson 1900-1924, Hannes Þorsteinsson 1924—1935 og Barði Guðmundsson síðan. Barði þjóðskjalavörður Guðmundsson er fæddur 12. október 1900 að Þúfnavöll- um í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu, sonur hjónanna Guðmundar hreppstjóra Guð- mundssonar og Guðnýjar Loftsdóttur, Guðmundssonar frá Baugaseli. Barði varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923. Árin 1924—1929 stundaði hann nám í sagnfræði við háskólana í Osló og Kaup- mannahöfn og tók meistarapróf í þeirri grein við síðarnefndan háskóla 1929. Var sögukennari við Menntaskólann 1929-1935 og jafnframt settur prófessor í sögu við Háskóla Islands 1930—1931. Formaður Menntamálaráðs Islands 1931—1934 og síðan ritari þess. Barði hefir átt sæti á Alþingi frá 1942. Hellisgerði í Hafnarfirði. Fimmtudaginn 18. maí voru 20 ár liðin frá því að fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í Hellisgerði. Nú hefir stjórn Gerðisins ákveðið, að afla fjár til starf- rækslu þess á þann hátt, að Hafnfirðing- um og öðrum velunnurum Gerðisins verði gefinn kostur á að styrkja starfsemina með fjárframlögum. Verða seld styrktar- félagakort, sem kosta 10 krónur. Á miklu fé þarf að halda sökum stækkunar Gerð- isins, en hinsvegar verður ekki seldur að- gangur að því í sumar. Þeir peningar falla í góðan jarðveg, sem fara til þess að stækka og auka ræktunina í Heliisgerði, því að garðurinn er prýði Hafnarfjarðar Frá Hellisgerði í Hafnarfirði. og hans njóta reyndar fleiri en Hafnfirðingar, þvi að fjöldi aðkomumanna kemur í Gerðið á sumrin. Ástin er fallvölt. Framh. af bls. 4 ,,Út með þig, hver sem þú ert undir segl- inu,“ hrópaði hann. Hið óttaslegna andlit drengsins, sem hafði aðvarað hann, kom í ljós, og rétt á eftir skreið John Fowler út úr felustað sínum. Ben starði stundar- korn á drenginn, síðan fór hann að brosa. „Þú,“ sagði hann. Drengurinn sat fyrir framan hann með krosslagðar hendur og beið. „Hvers vegna ertu hérna?“ sagði Ben „Þau eru tvö, svaraði pilturinn rólega. „Meðan þú brást þér frá, stökk ég upp í bótinn og skreið undir seglið. Ég er aðeins krakki, en ég get ef til vil orðið þér að liði samt.“ Ben hló aftur góðlátlega, svo að skein í hvítar fallegar tennurnar. „Veistu,“ sagði hann, „að mér lízt vel á þig ? Það er mannsefni í þér. En þú held- ur, að ég geti ekki tekið á móti sex mönn- um á borð við Pete Brown án hjálpar ann- ara. Þú þekkir mig ekki nógu vel.“ Byrinn hélzt í rúma klukkustund, og af því að þetta var hraðskreiðasti bátur- inn á þessum slóðum, drógu þeir hinn bát- inn von bráðar uppi. Ben hló, þegar hann sá að flóttamennirnir höfðu tekið eftir að þeir voru á eftir. Hlátur hans hljómaði út yfir vatnið, en er hann hætti að hlæja, var sem skugga brygði yfir andit hans. „Hvers vegna ertu hryggur?“ spurði drengurinn við hlið hans og hallaðist út í borðstokkinn. Það voru efi og vonbrigði í brúnum augum Ben, er ihann leit í áttina til piltsins. „Segðu mér, hvort stúlka, sem hagar sér eins og Anna, eigi skilið að maður leggi nokkuð í sölurnar fyrir hana?“ spurði hann. Pilturinn hleypti brúnum. „Hvaða stúlka sem er mundi gera þetta, ef henni væri treyst um of. Þú varst of öruggur um hana, held ég. Þannig ætti aldrei að treysta konum.“ „Þú virðist -þekkja kvenfólk vel,“ sagði Ben hlæjandi og var vantraustshreimur í rómnpm. Þegar þeir voru komnir mjög nærri hin- um bátnum og gátu séð andlit þeirra, cr þeir elltu, greip pilturinn allt í einu í hand- legglnn á Ben. „Þú mátt ekki dæma Önnu mjög hart,“ sagði hann rólega. „Hún er eins og aðrar stúlkur, hefur gaman að heyra lof um sjálfa sig. Þú sýndir að þú varst of viss um hana. Brown kom og sló henni nýja gullhamra, gaf henni nýjar gjafir, sneri huga hennar . Svona eru konur.“ „Getur verið,“ sagði Ben, „en við Brown erum ekki skildir að skiptum. Nú var orð- ið svo skamt á milli þeirra, að þau gátu kallast á, en til allra óhamingju fyrir Ben hafði vindinn lægt snögglega, og þá gat hann ekki komizt mikið nær hinum bátn- um. „Bleyða!“ hrópaði Ben til Brown. „Komdu með hana nær og ég skal kenna þér að lifa.“ En Brown hló bara hæðnislega og hafði annan handlegginn utan um Önnu. Þegar Ben sá það, varð hann svo reiður, að hann sneri sér undan. Sá hann þá, að drengur- inn lá flatur á botni bátsins. Hann hló góðlátlega, er hann sá það. „Veslings drengurinn," sagði Ben. „Ég er hræddur um að tíminn sé nú kominn. Ég skil. En það spillir ekkert fyrir þér, þótt þú verðir mér dálítið til aðstoðar.“ Síðan sneri hann sér við aftur og skoraði á manninn í hinum bátnum. Allt í einu kom snögg vindhviða, og Ben, sem var leikinn í að stjóma báti, beindi sínum báti beint á hinn bátinn. Bát- ur Bens skreið þannig ört áfram í áttina til hins bátsins. En þeir mættust ekki. Skot reið af, og á sama augabragði féll Ben aftur á bak niður í bátinn. Þá greip Brown þungan kaðal, sem lá í bátnum, og gerði sig lík- legan til að fara og gera út af við keppi- Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.