Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 21, 1944 ^uiifiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuuiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimuiim,......................iiiumuiir/ t Niðri við gömlu trébryggjuna, sem lá út í St. Lawrencefljótið, sat Ben Morgan og gerði við net. Hann raul- aði fjörugt danslag í sólskininu. Öðru hvoru leit hann snöggvast yfir hvítrákað vatnið í fljótinu, sem á þessum stað breikkaði út í stöðuvatn með f jöldamörg- úm eyjum. Gaman var að vera ungur og fjörugur á svona fögrum degi. En betra yar að vera ungur og ástfanginn í annarri eins stúlku og Önnu Fowler. Allt í einu kastaði ungi maðurinn höfðinu aftur á hnakka og brosti að einhver ju, sem honum fctafði dottið í hug. Já, það var sannarlega gaman að vera til. Þegar hann kom auga á bát Pete Brown nokkrar mílur í burtu, hló hann aftur og minntist með sjálfum sér þess öfundar- auga, sem Pete Brown hafði litið hann fyrir tæpum hálftíma, um leið og hann gekk framhjá honum á bryggjunni. Ben gerði smell með sterklegu, brúnu fingrunum, þeir höfðu alltaf verið keppi- nautar — reglulegir óvinir. Háreystin af deilum þeirra barst um kyrlátt þorpið á árbakkanum eins og klukknahringing. Sem drengir höfðu þeir flogizt á, síðan þeir uxu upp, reyndu þeir að gera hvor öðrum það til miska, er þeir gátu. Ben gekk þess heldur ekki dulinn, að hefði ihann ekki verið eins stór og hann var, mundi Pete hafa stolið Önnu rétt fyrir augunum á honum. Ben brosti er honum varð hugsað til Önnu. Anna átti engan sinn líka í Kanada, og hann átti jafnvel ekki erfitt með að setja sig í spor andstæðings síns, þar sem hann, Ben, mundi eftir nokkra mánuði, hafa sparað saman það mikið fé að hann gæti kvænst henni. Allt í einu beindist athygli hans að dreng, sem kom niður á bryggjuna til hans. Ben heilsaði honum glaðlega. ' „Halló,“ hrópaði hann. „Hvað ætlar þú að fara að gera hér í dag? Ég hefi ekki séð þig áður, en seztu hérna niður og haltu andartak í kaðalinn fyrir mig.“ Drengurinn, sem var brúnn í andliti og grannvaxinn, settist niður og lék glott um varir hans. Þokkalegasti piltur, hugsaði Ben og beygði sig niður til þess að vinnna. ,,Hvað heitir þú?“ spurði Ben. „Fowler,“ var svarið. Ben hrökk við og leit snögglega upp. Brúnu augun hans leiftruðu. „Hvað?“ hrópaði hann „Fowler? Ættingi Önnu? Ég þekki aðeins eina fjölskyldu hér með þessu nafni. En þú ert ekki úr þessu byggðarlagi." „Nýlega kominn hingað,“ sagði dren- urinn rólega. ,,Ég heiti John Fowler, frændi hennar. Ég kom hingað til að dvelja um tíma með frændum mínum.“ „Jæja,“ sagði Ben góðlátlega. „Gleður mig að heyra, það verður maður úr þér hérna. Svo að þú þekkir Önnu. Er hún ekki fegursta stúlkan í Kanada — er hún það ekki?“ Drengurinn kipraði saman varirnar er Ben stóð á fætur, full sex fet á hæð, and- aði að sér furuilminum og skimaði kring- um sig, með lífsgleði í augunum. „Hún er lagleg stúlka en einföld,“ sagði drengurinn með einkennilegri alvöru. Ben hafði gengið af stað til bátsins, en þessi undarlega athugasemd drengsins kom honum til að nema staðar. „Hvað áttu við?“ ságði hann og var þungi í röddinni. Drengurinn stóð á fætur og gekk með Ben niður á árbakkann, þar sem seglbát- urinn hans lá ferðbúinn. „Ef ég væri eins gamall og þú,“ sagði drengurinn hægt, — „og ég elskaði fall- ega stúlku, mundi ég hafa góðar gætur á því, að hún hefði mig ekki að fífli. En ég hygg, að því fegurri sem stúlkan er, því meiri líkur séu til þess að hún geri það.“ Ben hætti og lét netið falla. „Og því líklegri er ég til að taka þig upp og fleygja þér í fljótið fyrir að segja þetta. Veiztu, að þú talar við Ben Morgan, sterkasta manninn hér um slóðir? Gerðu þér Ijóst, að þú ert að tala um hina yndis- legu frænku þína, Önnu Fowlpr, sem verð- ur nú bráðum konan mín?“ Drengnum brá ekki. „Ef þú fleygðir mér í fljótið, gæti ég drukknað. En ef þú eyðir miklu meiri VEIZTU — ? ---- ■ r m a ■ ■ ■ X. Upphaf á hvaða kvæði er þetta: I rökkrinu, þegar ég orðinn er einn { og af mér hef reiðingnum velt, og jörðin vor hefur sjálfa sig : frá sól inn í skuggann elt, ■ og mælginni sjálfri sígur í brjóst og sofnar við hundanna gelt ... 2. Eftir hvem er bókin Fjallið og draum- í urinn ? 3. Hvar og hvenær fæddist Bólu-Hjálmar ? 4. Hver var Damon Runyon? 5. Hver sagði: „Draumarnir eru sápukúl- : ur, sem fá liti sína frá hugsuninni." 6. Hver var John Barrymore? 7. Hvenær er Emest Hemingway fædd- : ur ? 8. Eftir hvern er bókin: „Madame i Bovary“? 9. Hvenær var Páll Einarsson borgar- stjóri í Reykjavík? XO. Hver sagði: „öfund og bróðerni eru skyld; — ótti er virðingar faðir og : móðir.“ Sjá svör á bla. 14. • : Gertrude Taylor. tíma til ónýtis, munt þú sennilega aldrei kvænast frænku minni. Hendur Ben titruðu, og hann beit á jaxl- inn. Reiðileiftur brá fyrir í augum hans. ,,Hva,ð þá?“ hrópaði hann, og for- vitnin varð reiðinni yfirsterkari. Dreng- urinn lyfti hendinni og benti á seglin á báti Brown sem var rétt að hverfa. — „Fyrir hálftíma fór hún héðan frá bryggjunni í báti Pete Brown. Þau ætla að fara til eyjar nokkurar, þar sem er prestur, vinur Brown, og láta hann gefa þau saman. Þú verður að flýta þér. Ben varð fokreiður og þreif harkalega í öxlina á drengnum. „Hvað áttu við?“ hrópaði hann. „Segðu þetta aftur. En ég veit annars ekki hvað ég er að skipta mér af vitleysunni í þér.“ Hann hratt drengnum fyrirlitlega frá sér, og hann hnipraði sig skjálfandi á bryggjunni, fullur undrunar og ótta. „Segðu þetta aftur!“ öskraði Ben. Drengurinn stóð á öndinni. „Hvað stoðar, þótt ég segi þetta aftur,“ sagði hann lágt, — „Ef þú ætlar aðeins að drepa mig og láta svo hinn náungann sleppa á brott með Önnu?“ Ben sneri sér í áttina að bátnum, sem var að flýja. „Ef ég héldi ekki, að Anna væri góð stúlka,“ sagði ungi maðurinn við hlið hans, „of góð handa Pete Brown, sem sæl- ist eftir unnustu annars manns, mundi ég ekki hafa komið til þín, til þess að fá slíka útreið, sem ég hefi fengið í dag. Ég hafði heyrt mikið um, hvað þú værir hand- sterkur. Mér þykir vænt um Önnu, en hún er heimsk, og eftir mánuð mun hún iðrast þess að vera orðin kona Brown.“ „Er þetta satt?“ hrópaði hann, en minntist þá um leið þess, hve Brown hafði litið sigrihrósandi til hans, um leið og hann fór niður að bátnum. „Ef ég elskaði stúlkuna og heyrði svona frásögn, mundi ég ekki spyrja, hvort það væri satt,“ sagði pilturinn. „Ég mundi fara og ganga úr skugga um það sjálfur, og ef----------“ „Ef!“ hrópaði Ben og fór niður að vatnsborðinu. „Ef ég kæmist að raun um, að það væri satt, mundi ég nota hendur mínar á hálsi óvinarins," sagði pilturinn. „Ef ég bjarga henni fyrir þitt tilstilli, drengur minn, skal ég kaupa handa þér fallegasta gullúrið, sem til er í bænum.“ Litlu síðar ýtti hann frá landi. Furuströndin var langt að baki bátn- um, sem barst óðfluga áfram í golunni, þegar Ben sá eitthvað hreyfast undir gömlum seglum skammt frá fótum sér. Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.