Vikan


Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 25.05.1944, Blaðsíða 12
12 „Já. Hann og frændur þínir fóru þangað.“ „Hvað sagði Maurice?" „Þeir hittu hann ekki. Þeir töluðu ekki við aðra en Vaughan." „Sáu þeir bamið?“ Maria tók aftur utan um hana. „Ef ég væri í þínum spomm, Magga, þá mundi ég ekki leyfa sjálfri mér að trúa þessum viðurstyggilega rógi.“ „En — en, ef það er ekki rógur? Ef það er satt?“ „Þú mátt ekki trúa því, að það geti verið satt. Þú elskar Maurice; Maurice elskar þig. Ég sé það á augnaráði hans, þegar hann horfir á þig.“ Magga ýtti henni i burtu. „Láttu pabba koma upp til min! Ég vil, að hann segi mér, hvað hann álitur." „Get ég ekkert sagt, sem getur huggað þig? Viltu ekki lofa mér að vera vinur þinn —.“ Magga sneri bakinu að henni og gróf andlitið niður í koddann sinn. Ilún lá kyrr og hlustaði á fótatak Maríu, sem fjarlægðist niður stigann. Hún óskaði þess, að hún gæti heyrt, hvað þau voru að tala um niðri. Allt í einu stökk hún upp úr rúminu og hljóp fram á ganginn. Hún beygöi sig fram yfir grind- ina og reyndi að hlusta. Það var eins og allir töl- uðu í einu. Hún gat rétt greint djúpa rödd Ágústu írænku frá hinum, og hvassa rödd ömmu sinnar, sem allt í einu yfirgnæfði hinar. Hún ætlaði að standa þama og hlera, þangað til hún heyrði föður sinn koma inn i forstofuna, þá ætlaði hún að hlaupa inn i rúm sitt og liggja þar grafkyrr með lokuð augun. Hún ætlaði að láta hann ávarpa sig nokkmm sinnum áður en hún svaraði. Hún hrökk við, þegar hún heyrði Renny koma eftir ganginum. Hún reyndi að læðast inn í her- bergi sitt, en gat ekki forðast hann. Hún sneri sér við og stóð andspænis honum, mjög barasleg i hvítum náttkjólnum og með tvær brúnar fléttur. „Renny,“ sagði hún, „ég vil aldrei, aldrei gift- ast Maurice! Allt er búið, get ég sagt þér! Þú mundir ekki vilja, að ég giftist honum, er það?“ Renny gaut augunum til hennar. Hann vildi helzt hafa komist fram hjá henni; hann svaraði ekki, en brosti feimnislega. Andlit hans var órannsakanlegt og karlmannlegt. Hún hugsaði: „Hann hefir vitað um svona hluti lengi, en ég er nú fyrst að komast að þvi!“ Hún spurði hvasst: „Hefirðu vitað um það fyrr en núna i morgun?" „Dálítið,“ svaraði hann. „Dálítið! Hvað áttu við með því?“ „Ó já — Maurice hefir minnst á Elviru við mig." „Er það satt! Og mamma vill að ég láti sem ekkert sé! Ég á að halda öllií áfram! Trúa því að allt sé rógur!" „Ég býst við því líka, að það sé ekki allt satt." Hann fór niður tröppumar fyrir framan hana, svo að andlit þeirra voru nú i sömu hæð. Hún horfði á hann bálreið. „Er barnið kannske rógur?" Hann hörfaði frá henni, svo að hann stóð alveg upp við vegginn. Filippus kom inn í forstofuna niðri. Þegar hann kom að stiganum, sá hann þau. Hann minntist þess allt i einu, að þegar þau voru böm, höfðu þau oft staðið þarna uppi og kíkt niður, þegar veizlur voru haldnar. En nú voru þau ekkv lengur börn. Renny létti, þegar hann sá föður sinn ganga I áttina til þeirra. Magga lagði handlegginn fyrir augun og fór að gráta. „Hvers vegna ertu að gráta?" spurði Filippus. „Það er engin ástæða til þess að gráta.“ „Ó, pabbi, hvers vegna segir þú þetta?“ Hún féll kjökrandi í faðm hans. „Hjarta mitt er brostið." Filippus strauk henni um hárið. „Magga, Magga min, þú mátt ekki gráta svona! Þú verður veik. Komdu, komdu nú inn í herbergið þitt og við skulum tala saman um þetta. Renny trúir ekki þessum söguburði, er það kannske Renny?" „Það er einmitt það, sem ég var að segja henni." „Jú, hann trúir! Hann trúir! Hann veit að það er satt, hvert einasta orð!" Filippus dró hana með sér inn í herbergi henn- ar og lokaði hurðinni á eftir þeim. Hann settist á rúmstokkinn og hélt á Möggu, sem skalf af vonzku og örvæntingu. Hún leit rannsakandi á hann. „Pabbi, þú átt bara að svara mér með einu orði. Heldurðu, að Maurice sé faðir þessa bams? Já eða nei? Eitt orð! Ég sagði eitt orð! Ó, pabbi, þú mátt ekki ljúga að mér!“ VIKAN, nr. 21, 1944 Það vom djúpar hmkkur I enni Filippusar, Hann svaraði þunglyndislega: „Já." Síðasta von hennar — ef hún hafði átt ein- hverja — varð nú að engu. Hún reif sig úr örmum hans, og varpaði sér á rúmið og lá þar eins og hrúga. Hún fór að velta sér frá einni hliðinni á aðra. Hún tók saum- inn á lakinu, og stakk honum upp í sig og beit í hann. „Magga, hættu þessu!" sagði Filippus strang- ur. Hann gaf henni léttan löðrung á kinnina. Hún lá kyrr og horfði á hann með grátbólgn- um augum. Hann þekkti varla bamið sitt. Hann sióð þunglega upp og gekk að náttborð- inu. Hann dýfði svampinum hennar í vatns- könnuna gekk svo til hennar aftur og fór að baða augu hennar með mestu varúð. „Veslings, litla stúlkan," sagði hann huggandi. „Veslings, iitla dóttir mín.“ Hún greip hönd hans og kyssti hana. „Ó, pabbi," kjöltraði hún, „ég vil alltaf vera hjá þér!“ Hún virtist aldrei ætla að hætta að gráta. Tárin komu aftur jafnóðum og hann þurrkaði þau. Hann spurði örvæntingarfullur: „Á ég að senda mömmu til þín?“ „Nei — nei!" „ömmu þá?“ „Nei!“ „Frænku þína, eða einhvem frændann?" „Ég vil ekki sjá neinn!" „Viltu vera ein dálitla stund?" Hann fann, að hann þoldi þetta ekki lengur. „Já.“ „Viltu lofa mér því, að fara ekki að velta þér aftur, ef ég fer frá þér.“ „Já.“ „Þú liggur þá grafkyrr og reynir að láta hugg- ast?" „Já — ég skal liggja kyrr." Hann slétti úr koddanum hennar og dró nátt- kjólinn niður fyrir öklana á henni. Svo breiddi hann yfir hana, kom aðeins við fléttur hennar og sagði: „Fallegt hár." Þegar hann var kominn að hurðinni, sneri hann sér við og sagði alvarlega: „Þú mátt ekki halda það, að þetta hafi aldrei fyrr komið fyrir trúlofaða stúlku. Ég veit, að það er ruddalegt gagnvart þér. En þú skilur, að piltar eru oft vanstiltir. Þetta verður Maurice að kenningu; það er miklu betra þegar slikt skeður fyrir brúð- kaupið en á eftir. Hann verður þér áreiðanlega góður maður alla ævi." Svo fór hann og lokaði á eftir sér hurðinni. Hann stóð dálitla stund niðri i forstofunni og horfði út um dymar út á gras- flötinn, þar sem ein kanína Edens, sem hafði sloppið út úr búrinu og sat nú í sólinni. Filippus andvarpaði, þegar hann hugsaði til þess að lítið yrði um veiðar þann daginn. Hann leit á stóm, gömlu klukkuna og sá að hún var ekki enn orðin ellefu. Guð minn góður — þvílíkur dagur! Honum fannst hann þegar vera orðinn eins langur og heil vika. Hann gekk inn í bókastofuna, þar sem fjöl- skyldan var nú saman komin. Það hafði ekki verið borðað mikið um morguninn, og Elisa var nýkomin inn með te og bollur. Móðir hans sat fyrir aftan tekönnuna, og hún lifnaði dálitið við, þegar hún sá matinn; Malaheide hafði komið sér þægilega fyrir í sófanum hjá henni. Hann var hugsi. Sir Edwin sat teinréttur út við gluggann og las í hálfsmánaðargömlu „Times"; hann hafði ýtt gleraugunum alveg út á nefbroddinn, svo að hann gat litið yfir þau á fjölskyldu konu sinnar, þegar hann langaði til þess. Érnest sat og hélt á Quo vadis opinni, hann var að reyna að sýnast rólegri en hann var. Atburðimir um morguninn höfðu fengið mikið á hann. Ágústa, sem var í dumbrauðum kasmirskjól með kniplingakraga, sat með Eden í kjöltunni, og María sat hjá henni og stofuna voru opnar, og þar stóð Renny órólegur. MAGGI OG KAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. __ 3, 1 £ F-auirj. 4' 1. Rödd frammi: Óli! Ég segi þér það í síðasta 3. Óli fer ekki niður að sjó heldur inn á póst- sinn, að þú átt að drepa kettlingana! hús —. 4. Óli hefir sett kettlingana í kassa með loft- 2. Óli er dýravinur og leggur grátandi af stað götum og ætlar að senda þá sem gjöf til her- með kettlingana í poka —. manns í öðru landi!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.