Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 10
10
VTKAN, nr. 23—24, 1944
löndum, sem mátu „klassískan“ — sígild-
an, menningararf nokkurs, og lögðu hann
sem lóð á pólitízka vog samtíðar sinnar.
Þetta var að gerast í suðausturhorni
Evrópu, meðan Jón Sigurðsson las undir
stúdentspróf — í norðvesturhorni sömu
álfu.
En andstæður mætast ótrúlega oft.
Naumast gat hjá því farið, að hinn 18 ára
gamli Vestfirðingur, fyndi skyldleika með
málstað Grikkja og málstað þeirrar þjóð-
ar, sem bjó fjærst þeim á landabréfi álf-
unnar. Var ekki fleira klassiskt en Hellas
og Róm? Var ekki ísland Hellas norðurs-
ins, sem gevmdi sömu tungu og þeir höfðu
mælt Sveinn Tjúguskegg Dana, Ólafur
Tryggvason í Noregi og Ólafur skautkon-
ungur í Svíþjóð?
Hlaut ekki heimur menntaðra manna í
germönskum löndum að sjá, að ísland var
þeirra ,,Hellas“ og átti sinn eiginn þjóð-
legan og sögulegan rétt á sjálfstæði?
Skemmtileg hending er það, að Jón
Sigurðsson fékkst eitt ár við búðarstörf
í Reykjavík eins og Skúli Magnússon
hafði gert á 15. og 16. ári á Húsavík. En
þau kypni, sem Jón fékk af verzlunar-
málum Islands um þær mundir, hafa ef-
laust fengið varanlegra gildi, er hann
komst í skjalasafn biskups og fékk það
hlutverk að fara í gegnum það og raða því
niður. Hér var um auðugan garð að gresja
margs konar heimilda um hag og sögu ís-
lands áður fyrri. Það átti ekki af honum
að ganga, utanskólastúdentinum, að nema
á eigin spýtur. Eftir þriggja ára vist sem
biskupsritari er hann sigldi til Kaupmanna-
hafnar til háskólanáms í „klassiskum"
fræðum, var kunnátta hans í meðferð
söguheimilda og ,,tækni“ hans í handrita-
lestri og þjóðskjalarannsókn á svo háu
stigi, að engum þýddi að keppa við hann
á því sviði. Hann hætti þá fljótt námi, en
gerði sér sagnfræðilegar rannsóknir og
fornritaútgáfu að atvinnugrein. Hann er
eflaust afkastamesti og áreiðanlegasti
sagnfræðingur, sem Islendingar hafa nokk-
uru sinni átt, án þess þó að geta skreytt
sig með neinum ,,meistara“- eða „doktors“-
titli í þeirri grein. Hann var alltaf „utan-
skóla“ í lífinu, — prófastssonur að vest-
an — próflaus í Höfn. Áður en hann fór
utan, hafði enn gengið bloti um hjarnbreið-
ur „helga sambandsins“, — júlíbyltingin
í Frakklandi 1830 hafði þó að minnsta
kosti steypt Bourbónakóngi af stóli, Karli
10., sem sat þar á svæfilmjúkum beði
lögerfðakenninga (legitimismus) Wienar-
fundarins. Og sama ár höfðu Belgíumenn
átölulaust sagt sig úr lögum við Hollend-
inga og gerzt sjálfstætt ríki í trássi við
Metternich og aðra, sem trúðu á eilíft
gildi friðargerðarinnar í Wien og „helga
sambandsins". Og á Englandi höfðu for-
vígismenn réttlátari kjördæmaskipunar
orðið ofan á í þinginu 1832, og rutt borg-
urum hinna ungu iðnaðarbæja og borga
brautina að kjörborði og kjörgengi til þess
þings, sem Englendingar höfðu öldum sam-
an stært sig af, sem verði frelsis og jafn-
réttis í ríki sínu.
1 grein, sem Jón ritar í Skírni 1837 læt-
ur hann svo um mælt viðvíkjandi O’Connel,
þjóðhetju íra, sem verið hafði það, sem
af var 19. öldinni, óþreytandi frumherji
og foringi í baráttu þjóðar sinnar fyrir
þjóðlegum rétti og trúfrelsi hennar. „---
og stoðar lítið þó O’Connel sé að stríða
fyrir íra, en valla mun þó nokkur einn
maður hafa reynt til að gagnast ættjörð
sinni meir en hann, og skortir hann hvorki
hug né dug til þess þó hann mæti miklum
mótmælum og óskunda á Englandi: rægir
hann þar hver sem bezt getur af mótstöðu-
mönnum hans, og gjöra þeir honum það
til smánar, sem þeir mega, en hann lætur
það ekki á sér festa, og væri það land
sælt, er ætti marga menn slíka og hann
er . . .“
Það er engum efa bundið, að Jón Sig-
urðsson hafði snemma augun hjá sér
gagnvart öllu, sem snerti á einhvern hátt
baráttu smáþjpða gegn stærri þjóðum
fyrir frelsi sínu og baráttu þegna gegn ein-
veldiskonungum til þess að öðlast frjálsarí
stjórnskipun. Og það er eftirtektarvert, að
hann dæmir um þessi mál, eins og sá, sem
vald hefir, — í þeirri merkingu, að hann
hefir sett sig svo vel inn í allar aðstæður,
að hann gæti treyst sér hvar sem væri
til þess að rökræða málin, og halda skoð-
un sinni fram.
Þegar hann þrítugur að aldri gerðist
ritstjóri og aðalkraftur Nýrra félagsrita
1841 — sex hundruð árum eftir aftöku
Snorra Sturlusonar, — er hann orðinn
þaulkunnugur stjórnmálahreifingum sam-
tíðar sinnar um alla álfuna. Víða um lönd
eru þá uppi ágætir menn, sem berjast
ótrauðlega fyrir sjálfstæði þjóða sinna
eða frjálsum stjórnarháttum gegn einveld-
inu, sem heldur dauðahaldi í sjálft sig.
En þótt Jón Sigurðsson hefði hazlað sér
völl hjá kot- og útkjálkaþjóð, hefir ýms-
um sýnzt, að forystumenn milljónaþjóða
við sams konar aðstæður, menn sem þær
eru hreyknar af að hafa átt, séu sízt í
stærra broti, sem mannkostamenn og
manngildis, og þjóðskörungar, en Jón
okkar Sigurðsson var.
„Þá var morgunn um
himin og lönd“.
En það er þó fyrst eftir 1848, að Jón
Sigurðsson færist í aukana, og sé starf
hans skoðað frá sjónarmiði Evrópu-
sögu í heild, er hann Febrúarbyltingar-
maður eða marz-ráðuneytis-sinni, eða ef
til vill enn lengra kominn á braut frjáls-
lyndrar stjórnmálaþróunar.
Árið 1848 var eins og gervöll Evrópa
syngi: „sem morgunblær um löndin frelsið
fer“. ítalíuríkin hófust handa upp úr ára-
mótunum. I febrúar kvað París við af bar-
áttusöngvum lýðveldissinna og sósíalista.
I marz þyrptist múgurinn fyrir framan
höll Friðriks Vilhjálms 4. í Berlín og hróp-
aði: frelsi, prentfrelsi! I Wien var öskrað:
Niður með Metternich! Og í Kaupmanna-
höfn, þar sem Jón Sigurðsson dvaldist,
gengu margar þúsundir manna með borg-
arstjórnina í broddi fylkingar á konungs-
fund og kröfðust frjálsrar stjórnskipunar.
Söguleg hliðstæða þessara viðburða var
þjóðfundurinn í Reykjavík 1851, sem allir
íslendingar vita deili á. Sú stund, er Jón
Sigurðsson stóð þar upp og hóf ræðu sína
á þessa leið: „Ég mótmæli“ o. s. frv., er
vafalaust stórbrotnasta stundin í ævi hans
og um leið í ævi þjóðarinnar allrar. Hver
einasti Islendingur síðan, sem heyrt hefir
sér til nokkurs skilnings söguna af þeim
fundi, hefir fundið í sjálfum sér tauga-
titring hins réttláta mótþróa, við það að
rifja upp þessi helgu orð: „Vér mótmæl-
um allir!“
Þjóðskörungur og skáld.
Alþingi hafði verið endurreist 1843, en
aðeins sem ráðgjafarþing, en með þraut-
seigju og snilli Jóns Sigurðssonar fékkst
það loks viðurkennt, að Island ætti rétt á
sínu eigin löggjafarþingi með fullu fjár-
veitingavaldi. Með stjórnarskrá þess efnis
kom hinn fyrsti konungur Dana og vor
af Glucksborgarætt hingað til lands 1874,
og skyldi skráin vera afmælisgjöf til ís-
lenzku þjóðarinnar á þúsund ára afmæli
hennar, reiknuðu eftir tímatali Landnáma-
bókar.
En margt skorti á, að hér væri þing-
ræði, þótt stjórnarskráin kæmi í fram-
kvæmd. Dómsmálaráðherra dönsku stjórn-
arinnar fór með Islandsmál, og bar enga
ábyrgð gerða sinna fyrir alþingi.
Framhald á bls. 23.