Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 40

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 40
40 VIKAN, nr. 23—24, 1944 ENDURREISN LÝDVELDIS. Framhald af bls. 26. mala (íbúar 21/*; milljón). — Hins vegar er það talsvert minna en Svertingjalýð- veldið Líbería í Afríku (stærð 120 þús. km.2, íbúar 2,5 milljónir). Ellefu ríki í Evrópu, eins og landamæri lágu 1938, voru miklum mun smærri Is- landi að flatarmáli, en hins vegar miklu fólksfleiri en það: Albanía 28 þús. km.2 íbúar 1,1 millj. Danmörk 43 þús. km.2, íbúar 3,78 millj. Danzig 19 hundruð km.2, íbúar 405 þús. Eire (írska lýðveldið) 70 þús. km.2, íbú- ar 2,94 millj. Eistland 48 þús. km.2, íbúar 1,13 millj. Holland 34 þús. km.2, íbúar 8,65 millj. Lettland 66 þús. km.2, íbúar 1,97 millj. Létúva (Lithaugaland) 56 þús. km.2, íbúar 2,55 millj. Luxemburg 26 þús. km.2, íbúar 299 þús. Sviss 41 þús. km.2, íbúar 4,18 millj. Tvö ofantalinna ríkja, Danzig og Lux- emburg, voru svo smá að landrými, að þau hafa verið talin meðal kotríkja Evrópu, enda var stærð þeirra helzt líkjandi við stærð sumra sýslanna hér á landi. Og þá kemur að því atriði þessa máls, sem okkur Islendingum hefir löngum verið viðkvæmt, þegar við höfum heyrt ýmsa erlenda menn láta uppi álit sitt um rétt okkar til sjálf- stæðis. „Hvernig getur 125 þús. þjóð hald- ið uppi sjálfstæðu ríki?“, höfum við stund- um heyrt úr þeim áttum. Við höfum orðið þess greinilega varir, að þótt stærð lands- ins okkar mæli jafn skýrt með sjálfstæði þess og sýnt hefir verið hér að framan, með samanburði við önnur ríki, þá er fólksfæð okkar slík í augum þegna mill- jónaríkja, að þær hafa ýmist nefnt það barnaskap eða glannaskap af okkur, að ana út í æfintýri algers sjálfstæðis. Þess misskilnings hefir stundum gætt, hjá þeim, sem eru slíkrar skoðunar, að við vissum ekki, hve dýrt í rekstri fyrirtækið „sjálf- stætt lýðveldi á Islandi“ myndi verða. Hafa þó ísland og Danmörk verið fjár- hagslega skilin að borði og sæng síðan 1874! Það bar mikið á því í daglegu tali fólks á írlandi 1939, að „lýðveldið kostaði pen- inga“, en með því var átt við, að ýmsar vörur eins og t. d. vindlingar, væru dýr- ari í Eire en á Englandi, af því að kostnað- urinn við ríkishald skiptist niður á færri nef í Eire en á Englandi. Mér þótti þetta tal fróðlegt að því leyti, að ég vissi ekki betur en, að við hér á íslandi hefðum svo lengi, sem ég mundi til, greitt drjúgum hærra verð fyrir t. d. hvern vindlinga- pakka en nágrannaþjóðir okkar, án þess að gera okkur nokkra verulega rellu út af því, að þetta væri afleiðing þess, hve fáir við værum til að standa undir kostnaði fjárhagslega fullveðja ríkis. Sannleikurinn er sá, að við vitum orðíð sæmilega, hvað það kostar að vera sjálfstætt ríki. Kostn- aðurinn við sjálfstætt lýðveldi getur ekki þurft að vera neitt tiltakanlega meiri. Smærri en vér. En fyrst Danzig (íb. 405 þús.) og Luxemburg (íb. 299 þús.) hafa talizt til kotríkja Evrópu, kemst lýðveldið Island (íb. 125 þús.) ekki undan því að verða dregið í þann dilk. En þeim sem blöskrar fólksfæð okkar, og telja öll tormerki á því, að svo fámennri þjóð takist að halda uppi sjálfstæðu ríki til langframa, má benda á þá staðreynd, að Island er engan- veginn fólkfæsta ríki í Evrópu. Við get- um huggað okkur við það, að ekki færri en 6 kotríki álfunnar hafa lægri íbúatölu en lýðveldið okkar. Síðan á dögum Karls mikla (um 800), er suður í Pyreneafjöllum sjálfstætt lýð- veldi, sem heitir Andorra (stærð 500 km.2 íb. 5 þús.). Nýtur það verndar Frakklands. Þá verndar Frakkland einnig furstadæmið Monaeo á Miðjarðarhafsströnd, sem hdfir verið sjálfstætt síðan 1612 (stærð 22 km.2, íb. 22-þús.). I Efra-Rínardalnum milli Sviss og Þýzkalands er síðan 1712 sjálfstætt fursta- dæmi, sem heitir Liechtenstein. Stærð þess er 200 km.2 en íbúatala 12 þús. Það nýtur svissneskrar verndar og hefir sama gjald- eyri og Sviss og samvinnu við Svisslend- inga um póst- og símamál. I austurhlíðum Apennínaf jalla, umkringt ítölsku landi á alla vegu, er lýðveldið San Marino, 60 km.2 að stærð og með 14 þús. íbúa. Það hefir verið sjálfstætt ríki síðan 1631 og nýtur verndar ítalíu. Fyrir norðurbotni Eyjahafs er skaginn Kalkidike. Hinn austasti af þremur töng- um, sem ganga vestur úr honum, heitir á grísku „Hagion Oros“, þ. e. „Fjallið helga.“ Þar standa nokkur grísk-kaþólsk munkaklaustur, sem hafa verið sjálfstætt ríki síðan á 9. öld, að öðru leyti en því, að þau greiddu Tyrkjum skatt frá 1430— 1913. Þetta munkaveldi nefnist Aþos og nýtur verndar Grikklands. íbúar þess eru um 5 þús., allt karlmenn, helmingurinn Rússar, hitt Grikkir, Búlgarar og Serbar. Loks er að geta þess ríkis í Evrópu, sem er minnst þeirra allra og með lægsta íbúatölu, en þó svo öflugt að áhrifum og myndugleika, að ekki er laust við, að mað- ur hiki við að nota um það orðið ,,kotríki“. Á ég þar við ríki páfans í Róm, — „Stato della citta del Vaticano“ eins og það heitir fullu nafni. Stærð þess er aðeins 40 ha. og íbúatala um eitt þúsund. Sjálfstæði þess var viðurkennt 1929, en sögulegan upp- runa þess ber að rekja til ársins 756, þeg- ar Pípin litli Frankakonungur hreif Mið- ítalíu úr höndum Langbarða og gaf Pétri postula þar lönd til yfirráða. Páfinn, eftir maður Péturs, stýrði því ríki í umboði hans og er svo enn, þótt löndin séu gengin und- an því og eftir sé aðeins þessi litli blettur inni í miðri Rómaborg. Oft er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Ekki þarf lengi að litast um meðal kot- ríkja álfunnar til þess að veita því athygli, að lýðveldið ísland á sérstöðu meðal þeirra, um ýmislegt, sem miklu máli skiptir. Sjálf- stæði þeirra allra er að vísu byggt á sögu- legum rétti líkt og sjálfstæði íslands. Flest eða öll njóta þau verndar einhvers stærra ríkis líkt og Island nú, þegar það er að. fullheimta sjálfstæði sitt. Og öll eru þau þannig sett, að þau verða að þola sætt og súrt með verndurum sínum, ef þeir lenda í ófriði. En eftirtektarvert er það, að ekkert þessara ríkja er sjálfstætt af þjóð- ernislegum ástæðum einum saman. I Andorra er töluð spænsk mállýska, í Mon- aco franska og ítalska, í Liechtenstein þýzka, í San Marino og Páfaríkinu ítalska og í Aþos tungur þeirra fjögurra þjóða, sem áður voru nefndar þar. Meira að segja eiga kotríkin tvö, sem eru fólksfleiri en Is- land, enga þjóðtungu fyrir sig. I Luxem- burg skiptast íbúarnir í þýzkumælendur, frönskumælendur, flæmskumælendur og þá, er mæla á ítalska tungu. Og í Danzig eru flestir þýzkumælendur, aðrir tala pólsku. Þannig erum vér íslendingar eina kotríkisþjóð álfunnar, sem á sitt eigið mál, sem engir eiga með henni, — það er og mun verða ævinlega hin sterkasta röksemd því til sönnunar, að okkur beri fullt sjálf- stæði. Við erum og að því leyti betur settir en sum ríki álfunnar, sem eiga milljónir þegna. Belgía notar sama ríkismál og Frakkland. Sviss verður að vaka yfir jafn- rétti fjögurra tungumála innan vébanda sinna, 934 þús. íbúanna tala sama mál og þegnar Þýzkalands, 830 þús. tala sama mál og franskir þegnar, og 242 þús. eiga ítölsku að móðurmáli. Þau 44 þús. Sviss- lendinga, sem tala rhátorómönsku eru ekki heldur ein um það, því dálítill slæðingur af íbúunum í Suður-Tíról (innan landa- mæra ítalíu) talar sama mál og þau. Þá eru Irar í Eire í óða önn að grafa upp hið forna keltneska mál sitt, sem ekki var orðið daglegt mál nema 60 þús. íbúa í landinu. Þeir virðast ekki telja sig örugga um þjóðlegan rétt sinn til sjálfstæðis, meðan megin þorri landsfólksins talar ensku, og ætlast því til þess, að næstu kynslóðir leggi enskuna alveg niður. Þeir einir sem reynt hafa að læra írsku, geta til fulls gert sér í hugarlund hvílíkt feikna átak það ér, sem bíður íra í þessu efni, enda spá margir því, að þeim reynist það hurðarás um öxl. Gömlubeygingaríkumáli, sem notast við sérstakt stafróf, er þarna ætlað að útrýma ungu og slípuðu máli, sem auk þess er móðurmál tíunda hvers manns á hnettinum, og útbreiddast allra tungna. Enginn veit, hvað átt hefir, fyrr en misst hefir. Sannast það á Irum í þessu efni. Sárt má þeim hafa sviðið missir þjóðtung- unnar, fyrst þeir leggja slíkt á sig til þess að gera hana aftur að lifandi máli almenn- ings. Dæmi þeirra getur orðið áminning til allra, sem hirða lítt um verndun og vöndun móðurmáls síns. Og getur það gefið okkur Islendingum ærið umhugsunarefni einmitt á þessum tímamótum. Framhald á bla. 42.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.