Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 21

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 21
VTKAN, nr. 23—24, 1944 21 Amarfirði, verður ekki til í ófrjóum ■og grýttum jarðvegi, þar sem engin gróðurskilyrði eru fyrir hendi. Marg- ar stoðir renna undir snilid hans, margir ættliðir hafa í rauninni tekið þátt í að skapa hann og móta, hann er árangur aldastarfs, menningar, sem ris hæst í honum. Og þjóðin má vera ánægð með þann ávöxt. Hann bar henni glæsilegt vitni. Það sást ekki á þessum mikia snilling, að íor- feður hans höfðu búið i „moldarkof- um“ í „köldu landi“ við „yztu höf"! Hann var afburðamaður, þrátt fyrir það, en auðvitað ekki vegna þess. En nú er öldin önnur, hvað fræðslumöguleika æskunnar snertir. Segja má, að bækur séu orðnar al- menningseign og skólar fleiri en áður — og með því álíta menn ef til vill, að allt sé fengið, menntunargrund- völlur þjóðarinnar sé öruggur, snill- ingar geti fæðst og vaxið upp á hverri þúfu. Nú geta börnin fengið bækur, nú geta unglingar yfirleitt komizt í skóla, nú ættu að vera mörg tæki- færi fyrir heilbrigðan og þróttmik- inn æskulýð, sem hefir hug og bjart- sýni til að koma sér áfram. En þess verður vel að gæta að búa svo um hnútana í beitingu fræðslumálanna í landinu, að skólarnir svari kröfum hins nýja tíma. Það er vafamál, að mönnum sé það yfirleitt ljóst, hve geysi-ábyrgðarmikið starf kennar- anna er. Skólarnir eru orðnir annað heimili mikils fjölda mörg ár ævi þeirra. Brýn nauðsyn er þess vegna á því, að menntastofnanir séu svo úr garði gerðar, bæði hvað snertir aðbúnað allan og kennaralið, að nemendurnir kunni við sig á því heimili, séu fúsir til að fara þangað og dvelji þar ekki einungis vegna þess, að foreldrar eða aðrir hafa sagt þeim að fara í skóla. Kennslan má heldur ekki vera svo þurr og smámunaleg, að hún drepi aila löngun manna til lesturs; þeir verði þeirri stund fegnastir, þegar þeir þurfa ekki að líta I bók. Þá eru orðnar litlar framfarir frá þeim tímum, þegar það var mesta keþpi- kefli að ná í bók og hver þóttist sæll, sem fékk að fara i skóla. Búa verður svo að kennarastéttinni, að í hana veljist gáfaðir hæfileikamenn, sem þykir sómi að því að vera taldir nýtir menn sem uppalendur þjóðar- innar, og engin hætta sé á því, að þeir flýi starfssvið sitt vegna slæms aðbúnaðar á allan hátt. Við höfum átt og eigum marga góða kennara, en kraftar þeirra haia ekki komið að fullum notum vegna þess, hve að- staða þeirra hefir verið ill á ýmsan hátt. Æskulýðsfélögin, t. d. skátana þarf að styrkja til öflugrar starfsemi meðal unga fólksins. Ferðir um land- ið í heilbrigðum félagsskap undir stjórn hæfra manna er emn bezti skólinn, sem hægt er að veita ung- lingunum. Það er varla vanzalaust, að sævarþjóð, eins og við islending- ar erum, skuli ekki eiga fjölda af sjóskátasveitum. Það er mikið verk- efni fyrir höndum að bæta úr'þessu. Þegar þess er gætt, hve óskaplega mikið börn og unglingar sækja kvikmyndahúsin — þótt reyndar sé ákaflega oft auglýst, að myndirnar séu bannaðar börnum — þá má hverjum manni vera það l-jóst, að á þessu sviði er bráðra og mikilla að- gerða þörf. Fyrst og fremst þarf að leggja sérstaka rækt við að fá hingað góðar fræðslumyndir og heil- brigðar skemmtimyndir fyrir böm og unglinga. 1 öðru lagi er mikil nauðsyn á því, að valdir menn, undir forustu þar til -hæfra kennara, verði látnir taka islenzkar kvikmyndir við hæfi barna og unglinga, myndir. sem hægt er að sýna í sem flestum skólum og samkomuhúsum landsins. Margt fleira mætti til nefna, ef rætt væri lengur um þessi mál, en hér skal nú staðar numið að sinni. Húsráð Keynið að hreinsa marmara með salti; eða blandið jafnmiklu af víti- steinsdufti saman við saltið og nógu af vatni þar til það er eins og þykk leðja. Þvoið marmarann með þessu, lofið því að vera á dálitla stund, hreinsið svo með saltvatni. Þurrkuð rauðber (Cranberries) eru bragðgóð til sultugerð- ar, í kökur, búðinga, súpúr o. fl. Forskriftir á íslenzku fylgja í hverjum pakka. Góð ráð. Dökkt tré er bezt að hreinsa með steinolíu og á eftir með þurrum, mjúkum klút. Rakur og óhreinn kjallari er hrein Paradis fyrir myglu, allskonar vefi og skorkvikindi, og bakteríur þrífast þar allra bezt! Fúkkalykt í húsinu stafar venjulega frá óhreinum kjall- ara. Til þess að ráða bót á því, skal kjallarinn ætíð vera loftgóður og hreinn eins og sérhver annar staður í húsinu, hvort sem hann er notaður undir grænmeti, kartöflur, brenni eða annað. Málningarbletti á gleri er hægt að ná burt með heitu ediki. Hreinsið spegla með mjúkum klút, sem hefir verið undinn upp úr köldu tei. Skrítlur. „Þessi alfræðiorðabók segir yður allt, sem þér þurfið að vita,“ sagði sölumaðurinn. „Þarf hennar ekki við — konan min segir mér það allt og meira til.“ Hann: „Þú mátt ekki kenna mér um forfeður mina.“ Hún: „Nei, ég kenni þeim um þig.“ Tízkumynd Á efri myndinni sést ákaflega skemmtileg peysa, sem er hneppt niður að framan og með ermar, sem ná rétt fram fyrir olnboga. Á neðri myndinni er svart pils, úr þunnu efni; pilsinu er hneppt að framan með einum hnappi. S HEUTHCUt 4 oz., 10 oz., 5 libs., 10 Ibs. j ! • ■ Z • m | 3 ■ • ■ t a a • a S ■ Heildsölubirgðir: Z m m m \ Guðmundur Ólafsson & Co. h.f. I ■ a B ■ Austurstræti 14. — Sími 5904. ■ ■ ■ a a ] :

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.