Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 35

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 35
VIKAN, nr. 23—24, 1944 35 i Gissur hefur mikið að gera — Teikning' eftir Geo. McManus. Gissur: Ég hefi skrifað nokkuð af því, sem Ras- jnína ætlast til að ég geri í dag — ef ég get lokið helmingnum á viku, þá verð ég ánægður! Rasmína: Ertu ekki byrjaður? Þú skalt fá orð í eyra, ef þú verður ekki búinn, þegar ég kem aftur! Gissur: Ég er að fara niður til þess að ná mér í verkfæri —. Gissur: Hvar er litli stiginn, Halldóra? Halldóra: Húsbóndinn leggur fyrir mig gátu síð- asta daginn, sem ég er hér — frúin lánaði bróður sínum stigann fyrir mörgum vikum —. Gissur: Eg vissi þetta — að dyrabjallan mundi hringja, þegar ég væri búinn að tildra mér svona hátt upp — ég verð víst að anza! Gissur: Sælar, frú Kristín —. Frú Kristín: Er frúin heima — ég átti leið hér um — ætlaði að stanza í nokkrar sekúndur — hef svo mikið að gera — má ekki vera að neinu —. Gissur: Já — já — já —. Frú Kristín: Ég má i rauninni engan tima missa — systir mín kemur í næstu viku — ég veit satt að segja ekki, hvemig ég á að hafa tima til að skemmta henni —. Gissur: Ég hélt, að kerlingin ætlaði aldrei að fara — hver er það — þér hafið fengið skakkt númer — hvers vegna önzuðuð þér ekki i simann, Jóhann? Jóhann: Ég fer úr vistinni á morgun og ákvað því að halda það hátíðlegt i dag —. Gissur: Loksins fór hann! Hann fer snemma á fætur til þess að hafa því lengri tíma til að slæpast — þvílíkur maður! Gissur: Þama kemur bróðir honnar Rasmínu! Ekki fer ég að láta hann tefja mig! Rasmína: Svaraðu! Þegiðu! Hvað átti það að þýða að fara út? Sagði ég þér ekki að vera heima og vinna? Gissur: Ég fór ekkert út! Gissur: Þá hringir siminn! Ég anza ekki — þá heyrir hann til mín — hann er ennþá að flauta „Gamla Nóa“ niðri —. Rasmina: Vogarðu þér að ljúga að mér? Ég hringdi hingað fjómm sinnum — bara til að vita, hvort þú værir heima — enginn anzaði — og þú hefir engu komið í verk! Gissur (við sjálfan sig): Nú er um að gera að reyna að vera rólegur, Gissur!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.