Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 20

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 20
20 VIKAN, nr. 23—24, 1944 i urimn ULo! i n & i iii i &. i u i Matseöillinn Rlf jasteik. 3 kg. kjöt. 300 gr. smjör. 3 egg, eða hveitijafningur. 11/2 teskeið salt. 1 teskeið pipaiv'400 gr. steyttar tvibökur. 1 rifjasteik er haft sauða-, svína- eða kálfskjöt, og er þá notuð lengjan meðfram hryggnum eða læri. Kjötið er þvegið með veluppundnum lérefts- klút. Sé notað læri er kjötið aðskilið eftir vöðvum; allar himnur og sinar skomar af. Kjötið er skorið í hæfi- lega stórar sneiðar, barið lítið eitt, stráð yfir það pipar og salti, dyfið í egg eða hveitijafning og velt í tvíbökumylsnunni. Ef lengjan með- fram hryggnum er notuð í steikina, er hryggurinn klofinn eftir endilöngu og höggvinn í rif jarstykki, og að öðru leyti sama aðferð höfð og við læri. Feitin er látin á pönnu og þegar hún er orðin vel heit, eru stykkin látin á pönnuna og steikt jafnbrún í 6—8 mínútur við jafnan hita. Borin á borð með brúnuðum kartöflum og ýmsu grænmeti. Brún hvítkálsúpa. 4 lítrar gott kjötsoð. 250 gr. hvítkál. 3 stórar guirætur. 3 laukar. 65 gr. smjör. 1 teskeið matarlitur. Jurtinjar eru þvegnar og afhýddar, . akornar í mjóar, fínar ræmur. Smjör- ið er sett í pott og brúnað. Þá eru jurtirnar látnar í og hrært í, þangað til þær eru orðnar gulbrúnar. Síðan er soðinu hellt yfir og súpan soðin við hægan hita í 15 mínútur. Matar- litur settur í og salt eftir þörfum. Rjómarönd í „karamel“- sósu. 1 líter rjómi. 4 egg. 2 teskeið- ar af vanilludropum. 100 gr. sykur. 8 blöð matarlím. I sósuna: 300 gr. sykur. 1 peli vatn. 1 peli rjómi. Matarlímið er látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Eggjarauðunum og sykrinum er hrært að þéttri froðu. Mjólkin er soðin og henni hellt í. Sett í pottinn aftur yfir hitann, mat- arlimið undið upp og látið saman við. Þessu er síðan hellt í nokkuð stóra skál og þegar það er komið að því að þykkna, þá er stifþeyttum hvít- unum og rjómanum jafnað varlega saman við. Sett i skálar eða randa- mót, sem hefir verið skolað innan með köldu vatni. Sósan er búin til þannig, að sykur- inn er látinn á pönnu, og þegar hann er runninn og orðinn vel brúnn, er vatninu hrært saman við og látið sjóða í tvær til þrjár mínútur. Þá er þessu helit í skál gegnum sigti og látið kólna. Þegar sósan er orðin köld, er einum pela af velþeyttum rjóma jafnað saman við. Góð ráð. Járnpotta, sem eru mjög fitugir er fcezt að hreinsa með salti og pappír. "" \ Uppeldið á heimili pjóðarinnar. Nýtt tímabil er að hefjast í tilveru íslenzkú þjóðarinnar. Mikið hefir ver- ið unnið af hinum mætustu sonum hennar í baráttunni fyrir að fá aftur hið langþráða freisi og sjálfsforræði og langan tima hefir tekið að láta helgustu vonir Islendinga rætast. En nú er runninn upp nýr dagur og nú þarf að ekipa svo verkum á þeim degi, að mikið og gott starf verði unnið á öllum sviðum. Þessi nýi dagur íslenzku þjóðarinnar á að vera „nóttlaus voraldar veröld“ — og í þeirri vinnubirtu verður það að vera markmið þjóðarinnar að ganga ein- huga og starfsfús til v»rka a heimili sinu, svo þjooarbúinu vegni vel í andlegum og veraldlegum efnum. Það er ekki nóg að hafa fengið sjálfsforræði á pappímum, það þarf að ala þjóðina upp eftir kröfum hins nýja viðhorfs, það þarf að taka til á þjóðarheimilinu, þrífa þar og bæta á ýmsgn hátt, prýða og gera á allar lundir vistlegt, svo að heimilisfólkið kunni vel við sig heima og beri allt Geymið gömul handklæði. Það má oft nota þau til ýmsra hluta. Eins og t. d. að vefja mislitum klút, sem hefir verið þveginn, inn í þau til þess að hann liti ekki frá sér. Lika kraga, sem á að straua raka o. s, frv. velferð og gengi heimilisins jafnt fyrir brjósti. En það er margt, sem þarf að gera, svo margt, að ekki veitir af, að hefj- ast strax handa. Og fyrst ber að lita til æskunnar. Þeir voru timarnir hér á landi. að það þótti hið mcsta hnoss að fá bók í hönd. Fróðleiksfús börn og ungling- ar lásu allt, sem hægt var að ná í og reyndu að hafa eins mikið gagn. af þeim lestri og framast var únnt. Það þótti hið mesta keppikefli, að komast til mennta og margur hæfi- leikamaðurinn hefir liðið sálarkvalir vegna ófullnægðrar fróðleiksþrár. — Fagrir draumar og framtaksvilji hefir oft orðið að engu, af því að engin tök hafa verið á að komast í skóla, engin ráð til þess að geta lært neitt nema hin hversdagslcgustu störf. Þá voru mörg heimili mennta- setur á þeirra tíma mællkvarða og sáðu þeim fræum, er báru þann gróð- ur, sem bezt verndaði þjóðerni og sér- einkenni fólksins, er á Islandi bjó. Sögurnar okkar og annar þjóðlegur fróðleikur er sá brunnur, sem mál- hagir menn hafa ausið af um aldir, og þess vegna hefir tungan haldið velli og auðgast, þrátt fyrir hörm- ungaraðbúnað, sem þjóðin hefir búið við á ýmsar lundir. Jón Sigurðsson hlýtur að hafa verið vel nestaður að heiman. þegar hann hélt út í lönd. til að verða þar sverð og skjöldur i þjóð- málabaráttu landa sinna. Þekking hans á sögu þjóðarinnar og bók- menntum sköpuðu honum þau vopn, sem bitu, af því að aldagamall fróð- leiksþorsti var honum í blóðið borinn. Snillingur, eins og forsctinn, sem fæddist 17. júní 1811 á Rafnseyri í Engar áhyggjur Engin lyrirhöfn Ef þér bara hafid alltaf vörur frá oss hendina. Sama hvort er heima eða á ferðalagi. Fiskbollur */i °g Vz dósir. Hrogn Vi dósir. Fiskbúðingur Vi og V2 dósir. Þorskur, roð- og beinlaus x/x og V2 dósír. Grænar banunir Vi og y2 dósir. Gaffalbitar Reykt síldarflök í olíu Kipper Snaehs Kaviar ► allt í smádósum. / Niðursuðuverksmiðja S. I. F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.