Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 35, 1944 I UTLEGÐ. Smásaga eítir Henry Kistemaekers. Eg var í þann veginn að fara niður í klefa minn, þegar velklæddur, en þunglyndislega útlítandi farþegi — ég hafði tekið eftir honum við kvöldverðar- borðið — gekk til mín á þilfarinu. „Það er dásamlegt veðrið í kvöld, finnst yður ekki?“ sagði hann. „Sérstaklega!“ „Farið þér í land í Alexandríu?" „Já, í fyrramálið." „Við munum koma þangað í birtingu. Eins og þér munuð komast að raun um sjálfur, þá er útsýnið yfir Alexandríu í birtingu sýn, sem líkist mest fögrum draumi. Ég veit ekkert eins fallegt, eins og borg Afrodite, sem liggur eins og gim- steinn í útjaðri eyðimerkurinnar. Það er satt, þegar ég segi, að Alexandría sé fallegur bær; hún er eins og fagnandi lof- söngur ljósa og yndisþokka. Það er aðeins einn staður á jarðríki, sem hefir ennþá meiri töframátt, og það er París! Eruð þér kunnugur í París?“ „París er fæðingarborg mín,“ svaraði ég. „Það hélt ég — ég fann það á mér. Jafnvel þótt bundið væri fyrir augu mín, þá gæti ég þekkt Parísarbúa út úr fjöl- mennum hópi.“ Hann beygði sig út fyrir borðstokkinn og virti fyrir sér fosfórbjarmann, sem maurildið sló á kjölfarið. Svo sagði hann í hálfum hljóðum: „En hve þér eruð hamingjusamur maður! ‘* Hann sneri sér að mér; það var sakn- aðarglampi í augum hans og hann starði á mig. „Þér eruð sérstaklega heppinn og hamingjusamur maður — þér gerið yður ekki ljóst, hversu hamingjusamur þér eruð. Hér sjáið þér fyrir yður mann, sem tilbiður París, mann, sem er samgróinn anda Parísar, sem finnur æðaslátt stór- borgarinnar fara um sig — en mun aldrei framar fá að sjá París. Getið þér ímynd- að yður neitt hræðilegra?" „Eruð þér í útlegð?“ spurði ég. Hann svaraði mér í málróm, sem var framúr- skarandi blátt áfram, rétt eins og hann væri að tala um veðrið: „Því er enn þá verr farið; ég er dauður!“ Andlitssvipur minn hlýtur að hafa kom- ið upp um það, hve hissa ég varð við þessi ummæli, því að hann bætti strax við: „Þér skuluð ekki hræðast; ég er ekki brjálað- ur. Lítið ekki svona óttasleginn i kring- um yður; þér eruð alls ekki í neinni hættu, því að ég er rólyndasti og friðsamasti mað- urinn í heiminum. Saga mín mun sanna það — auðvitað hafði þér þegar gert yður ljóst, að ég hefi mína sögu að segja, þar sem ég þykist vera dauður, en þér sjáið mig hérna hjá yður lifandi. Megið þér vera að því að hlusta á mig í fimm mín- útur?“ Ég áleit, að bezt væri að gera honum til geðs og kinkaði kolli um leið og ég settist á einn bekkinn, sem var á þilfarinu. Hann kveikti sér í vindli, settist andspænis mér og hóf sögu sína: „Hafið þér nokkurn tíma heyrt nafn Saint Mai?“ „Ég kannast ekki aðeins við nafnið, heldur og við listaverk þess ágæta lista- manns,“ svaraði ég. „Ætlið þér að segja mér eitthvað um hann?“ „Einmitt — um hinn fræga Saint Mai, höfund söngleiksins „Heracles", sem.leik- inn var í þúsundasta skipti í gærkvöldi, um skapara „Marie“ og „Eiginkonu Sobots“ — í stuttu máli, höfund allra söngleikja, sem vakið hafa mesta athygli síðustu tíu árin. Mig langar til þess að segja yður frá Saint Mai, sem dó án þess að verða aðnjótandi neinnar frægðar —.“ „Nú, hvað um hann?“ „Aðeins það, að þetta er allt saman mis- skilningur, og Saint Mai er enn á lífi. Ver- ið ekki svona hissa, því að það er alveg eins satt, að Saint Mai er á lífi, og ég sit hér fyrir framan yður, því að sannast að segja, þá er ég Saint Mai.“ „Ó!“ kallaði ég upp yfir mig hissa. „Sannleikur! Það eru um tíu ár síðan : ! I VEIZTTT—? j--------------------------------------------- | j 1. Hvenær var Skafti Þóroddson lögsögu- j maður? : : j ; 2. Eftir hvem er þetta erindi og í hvaða : ; kvæði: ■ ■ Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, j æskan er horfin, engir draumar lita : ókomna tímans gráa sinuhaga. 3. Hvað þýðir knérunnur í fomu máli? j ; 4. Hvað þessara ríkja er stærst að flatar- ■ máli: a) Bandaríkin; b) Brasilía; ■ c) Ástralía? 5. Hvar er myndastyttan af Venus frá : Milo ? E 3 E : 6. Af hvaða ríki keyptu Bandaríkin c Alaska ? : 3 : : 7. Hver skrifaði „Ævintýri Sherlocks : Holmes“ ? : 3 8. Undir hvaða nafni þekktu Fom-Róm- ■ verjar Irland? ■ ■ 9. Hvaða frægt enskt tónskáld er grafið ■ undir orgelinu í Westminster Abbey í j London ? E : • ■ 10. Hvað hét stríðsguðinn hjá Forn- : Grikkjum ? 5 : : Sjá svör á bls. 14. E ■ ■ ég fór að semja lög. Hljómleikar, sem ég hélt, fóru algerlega út um þúfur; söngleik- ur minn, „Marie“, hafði farið meiri ófarir en nokkur annar síðan „Carmen“ var leik- in í fyrsta skipti. Allar hirzlur mínar voru fullar af óbirtum verkum, og ég dró mig í hlé til Bretagne til þess að hugsa um ör- lög mín og lækka útgjöldin. Það var með- an ég dvaldist þarna, að ég rakst einn góðan veðurdag á Parísardagblað, þar sem var tilkynning um andlát mitt. Frétta- klausa frá einhverri fréttastofnun gaf mér þær upplýsingar, að ég hefði farizt í sjó- slysi. Mér hefir aldrei tekizt að skilja sjónarmið fréttaritarans, sem bjó þessa frétt til, en það er staðreynd, að þetta atvik ákvarðaði örlög mín.“ „Hvernig gat það verið?“ „Lofið mér að halda áfram: Fyrst, er ég las þessa fregn, þá ætlaði ég að hlaupa á næstu símstöð og andmæla henni. Það var fjögurra mílna vegur þangað. Á leið- inni íhugaði ég málið og gerði mér ljóst, að það myndi kosta mig fimm cent fyrir orðið að andmæla fréttinni, að það yrði að senda eitt skeyti til hvers hinna helztu blaða í París. Allur kostnaðurinn við þess- ar skeytasendingar myndi verða til þess að eta upp álitlega upphæð úr hinni hálf- tómu buddu minni. Þegar ég hugleiddi þetta, þá datt mér skyndilega í hug: Það kynni að vera fróðlegt að sjá, hvort heim- urinn hefir meira yndi á látnu tónskáldi en lifandi, og hVað menn myndu segja um mig látinn. Svo að ég ákvað að bíða til næsta dags áður en ég afturkallaði frétt- ina. Ég ætla ekki að þreyta yður með til- vitnunum eða smáatriðum, en ég fullvissa yður um það, að eftirmælin um mig voru stórfenglegri en ég hafði búizt við. Nokkr- ir af nánustu vinum mínum reyndu að vísu að sverta mig í augum f jöldans með illkvitnislegum sögum um, einkalíf mitt, en það varð aðeins til þess að auka álit mitt hjá öllum almenningi, sem þekkti mig ekki persónulega, og talsmenn hans hófu mig til skýjanna. Á fáum klukkustundum var , ég orðinn að frægu tónskáldi, sem allir töluðu um með hinni mestu eftirsjá og blíðu. Lofgreinar voru skrifáðar um mig í f jölmörg tímarit — það er ekki erfitt að skrifa slíkar greinar, því að uppistaðan í þeim er alltaf hin sama og til eru ótelj- andi slagorð og lofsvrði, sem vel eiga við hvern og einn. Á skömmum tíma var því óhagganlega slegið föstu, að ég hefði verið snillingur. Söngleikur minn, „Marie“, sem hafði fengið svo hörmulega útreið, var leikinn á ný og hlaut hið mesta lof. Hand- rit mitt að „Hercules“ hafði legið rykfallið og gleymt í hirzlum Parísaróperunnar, en nú var það fundið, og allt var gert til þess að gera leiksýninguna sem bezt úr garði, enda varð frumsýningin meiri sigur fvrir ópérnna en nokkurt annað verk síðustu fimmtíu árin. Á meðan var ég enn þá í Bretagne. Ég skildi nú aðstöðu mína, og þorði ekki að Framhald á bls. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.