Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 7
7 „Kátir Piltar" um 1905. — Standandi: Pétur Thoroddsen, Pétur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Vigfús Guðbrandsson, Jón Rósenkranz, Pétur Lárusson, Þorkell Þorláksson, Bogi Benediktsson’, Magnús Magnússon (frá Cambridge), Valdimar Ottesen, Grimúlfur Ólafsson, Sigvaldi S. Kaldalóns, Jón Kristjánsson. — Sitjandi: Guðmundur Gunnlaugsson, Hendrik Erlendsson, Brynjólfur Þorláksson söngstjóri, Ingvar Sigurðsson, Sigurður E. Hlíðar. VIKAN, nr. 35, 1944 SÖNGSTJÓRI austan hafs og vestan. Framhald af bls. 3. Brynjólfur kom heim frá Ameríku árið 1933 og hefir síðan haft á hendi umsjón með söngkennslu í barnaskólunum; um tíma stjórnaði hann „Karlakór Alþýðu“, og að ýmsum fleiri tónlistar- og söng- menntarmálum hefir hann unnið. N Annar þáttur í starfi hans er organista- starfið við Dómkirkjuna í Reykjavík. Frá því að orgel kom í Dómkirkjuna árið 1840, hafa verið við hana fimm organistar. Fyrst Pétur Guðjohnsen (1840—1877), þá Jónas Helgason (1877—1903), þá Brynjólfur (1903 til ársloka 1912), próf. Sigfús Ein- arsson (1912—1939) og síðan Páll Isólfs- son. f' Ég hefi alla heyrt ljúka lofsorði á leik Brynjólfs og söngstjórn, meðan hann gegndi þessari stöðu. Vandaði hann mikið til söngsins í kirkjunni og hafði stundum stóran blandaðan söngflokk. Var almenn ánægja manna með hann. Þriðji þátturinn í starfi Brynjólfs var kennsla hans utan skóla. Mörg hundruð manna hefir hann kennt söngfræði og harmoníumspil. Sjálfur get ég borið um kennslu hanns á þessu sviði, en ég lærði hjá honum, þegar ég var barn að aldri. Það voru ekki dauðar kennslustundir. „Þannig spilar þú lagið. En nú ætla ég að spila það. Taktu nú eftir!“ Og þá varð lagið eins og nýtt lag. Maður sá það og skildi öðru vísi en áður og hlaut að likja eftir meðferð hans á því. Hann hafði þá smekkvísi til að bera að velja eingöngu lög við hæfi hljóðfærisins (harmoníum), og hann kunni vel að nota eiginleika þess. Ekki er mér kunnugt um, hvort Bryn- jólfur hefir frumsamið lög um dagana, en hafi hann gert það, þá hlýtur hann að hafa verið vandur við sjálfan sig, því að ekkert lag hefir birzt eftir hann á prenti. En hann hefir hins vegar safnað lögum og búið til prentunar. — Organtónar, safn af lögum, útsettum fyrir harmoníum, mörg með textum, hafa náð geysimikilli útbreiðslu hér á landi og miklum vinsæld- um. Bókin ber vitni um smekkvísi höfund- arins og fullan skining hans á því, hvernig átti að velja lög handa þjóðinni á þeim tíma, sem saméinuðu það tvennt að vera Framhald á bls. 15 Söngkórinn, sem söng við móttöku Friðriks áttunda í Reykjavík og á Þingvöllum 1907. Fremsta röð sitjandi: Martin Bartels, Jón Halldórsson, Pétur Jónsson, Jón Þ. Thoroddssen, Herbert Sigmundsson. Önnur röð: Valdimar Steffensen, Hendrik Erlendsson, Brynjólfur Þorláksson, söngstjóri, Bjami Hjaltested, Einar Viðar, Pétur Halldórsson. Standandi aftast: Þorsteinn Jónsson, Jón Rósenkranz, Bjarni Snæbjörnsson, Magnús Erlendsson, Jakob Guðmundsson, Þorsteinn Jónsson, járnsmiður, Benedikt Gröndal Þorvaldsson, Þorkell Þorláksson, Sigurður Þorsteinsson, Viggó Björnsson, Jörgen Þórð- arson, Símon Þórðarson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.