Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 11
'VTKAN, nr. 35, 1944 11 Framhaldssaga: Gamla konan á Jalna Eftir MAZO DE LA ROCHE. 22 Malaheide kom upp, sýnilega í betra skapi vegna kvaðningarinnar. Til voru þeir tímar, þá honum fannst lifið á Jalna ósegjanlega leiðinlegt. „Héma," sagði Aðalheiður og stakk ávísuninni í lófa hans, ,,hér er smágjöf handa þér.“ Hún horfði ástúðlega á hið gulgráa andlit hans. Hann kreppti fingurna utan um ávísunina. „Ó, ó, elsku bezta!“ hrópaði hann. „Þú ert alltof gjöful!“ „Þú ættir heldur að líta á hann fyrst, áður en þú segir það,“ svaraði hún byrst. „Eins og peningaupphæðin hafi nokkuð að segja!" hrópaði hann. „Það er andi þinn, sem er svo gjöfull. Hvað get ég sagt? Ekkert, sem getur tjáð, sem ég skynja! Hér er ég kominn á blindsker, ráðþrota og háður gestrisni þinni. En þú ert ekki einungis gestrisin, en einnig svo drenglynd og frjálslynd!“ Hann tók hönd hennar og kyssti á hana; hún horfði brosandi á hann, meðan hann laut höfði. „Líttu á ávisunina," endurtók hún stuttlega. „Hún hljóðar ekki upp á háa upphæð, en ég héít, að hún myndi koma þér að notum." Hann rétti úr sér og tók eftir tölunni. Hurðin opnaðist og Emest rak höfuðið inn um dyragættina. Hann leit illilega á Malaheide og ávísunina. Hann vissi ekki, hvort hann ætti að fara inn eða draga sig í hlé, en móðir hans leit á hann og sagði skipandi raustu: „Komdu inn, komdu inn, það næðir." Srnest kom inn fyrir og sagði í uppgerðar- tón: „Ég er kominn til þess að segja, að nú verður farangurinn okkar borinn niður; tíminn er naum- ur, og ég hélt, að þú vildir gjarnan vera með okkur. Við sitjum á grasflötinni og drekkum te." Malaheide hafði i flýti stungið ávísuninni i vas- ann. Hann leit brosandi frá hinu skuggalega and- liti Ernests framan í hið óskammfeilna andlit Aðalheiðar og sagði: „Já, já, við verðum að vera saman siðustu minútumar! Það er svo ömurlegt að hugsa til þess, að þið farið núna frá okkur. Ekki satt, Aðalheiður?" „Ó, jæja, við björgum þessu við" sagði hún fjörlega. „Ég skal hafa gætur á Malaheide, og hann gætir min!" Hún stakk hönd sinni undir handlegg hans. Emest mælti: „Heldur þú ekki, samt sem áður, að það væri bezt að þú færir með okkur, Malaheide ? Ég er hræddur um, að ég verði alltof mikið með Ágústu og Edwin. Þau eru mjög hænd hvert að öðru!“ „Of seint, of seint!" sagði móðir hans og horfði glettnislega til hans. „Ég held, að hægt væri að koma því í lag. Ég er hrædd um, að þér muni finnast miklu kyrrlátara, hérna á Jalna, þegar kvöldin fara nú brátt að lengjast." „Ég hefi aldrei í lífi mínu skemmt mér jafn- vel,“ svaraði Malaheide. „Nei, svo lengi sem Aðal- heiður frænka vill hafa mig héma, hreyfi ég mig ekki fet.“ Emest gekk til hliðar til þess að hleypa þeim fram hjá. Þvi næst gekk hann inn i borðstofuna, þar sem Nikulás var í þann veginn að blanda sér glas af whisky saman við vatn. „Nikulás, sagði hann dimmri raustu, „við höf- um gert okkur seka um hræðilegt glappaskot. Filippus og Renny hafa alveg rétt fyrir sér. Malaheide er mjög hættuleg persóna. Við ættum Fnr«'Hr;i • Sagan gerist á Jalna 1906. a u i » u, o, . Þar býr whiteokf jölskyld- an. Gamla frú Whiteok er orðin fjörgömul, en er þó hin emasta. Filippus sonur hennar tók við jörðinni. Hann er tvíkvæntur. Átti Margréti og Renny með fyrri konunni. Eden og Piers heita bömin, sem hann á með seinni konunni, Maríu. Nikulás og Em- est em bræður Filippusar, ókvæntir. Vera er vinkona Margrétar, sem ætlar að gift- ast Maurice Vaughan á næstunni. Maurice segir Renny frá því, að hann muni eignast bam með Elviru Grey, sem býr með frænku sinni í þorpinu. Systir Filippusar og maður hennar koma frá Englandl, ásamt Mala- heide Court. Hann er frændi gömlu frúar- innar, Aðalheiðar, og vinnur tiltrú hennar, en er illa þokkaður af öðmm. Robert Vaug- han finnur bam á tröppunum hjá sér og það kemst upp, að Maurice á það. Filippus verður öskureiður og fer heim til hans með bræðmm sínum. Vaughan-hjónin em ör- vingluð. Magga er yfirbuguð af sorg. Allt er gert til þess að lokka hana út, en ekkert dugar. Renny, sem hefir orðið undarlega hrifinn af frænku Elviru í eina skiptið, sem hann hafði séð hana, hefur nú leit að þeim stúlkum. Hann finnur þær hjá frænda þeirra, Bob. Renny sefur um nóttina í hlöð- unni. Hann skilur við stúlkumar næsta morgun. Renny kemur heim illa útleikinn með hest sinn. Filippus spyr hann, hvar hann hafi verið um nóttina, en Renny er tregur að segja frá því; faðir hans hefir þó einhvern gmn um það. Að lokum viður- kennir Renny það fyrir föður stnum, að hann hafi sofið hjá Lúlú. Malaheide kemst að því og segir Aðalheiði frá því. Hún segir það svo uppi yfir allri fjölskyldunni og er æf af reiði. Filippus verður að banna Renny að hitta Maurice, sem er álitinn hafa ill áhrif á hann. Maurice segist vera að fara í burtu um tíma, því að sér finnist óbæri- legt að vera heima nálægt foreldrum sín- um, er hann hafði valdið svo mikillar sorg- ar. Renny og Magga hafa ort níðvísu, sem þau svo láta Eden fara með I áheym fjöl- skyldunnar og nokkurra gesta. Skömmu siðar er haldið garðboð á Jalna í tilefni af brottför systur Filippusar og manns henn- ar, en meðan það stendur sem hæst, fælist hestur Rennys undir. honum og Eden; Renny fær strangar ákúmr. að hafa komið auga á það, hvemig hann smjaðr- ar fyrir mömmu. Hugsaðu bara um demantsnæl- una! Hann ætti að fara i dag!“ „Ég hata allar slíkar viðbámr," sagði Nikulás og dreypti á whiskyglasi sinu, „og ég fyrir mitt leyti gleðst yfir, að Malaheide verður eftir. Mér finnst hann vera mjög skemmtilegur. Það sama finnst mömmu." „Skemmtilegur! Það er víst! Og hún borgar honum fyrir skemmtun hans. Það gerið þú líka — óbeinlinis! Rétt áðan, þegar ég kom inn til hennar, sá ég að hann var að stinga peninga- ávisun niður i vasa sinn.“ Nikulás varð agndofa á svip. „Nú já, það er nú alvarlegt. Ég hafði enga hugmynd um, að hún gæfi honum peninga. Já, en það er hræði- legt! Hefir þú hugmynd um, hversu há ávísunin var ?“ „Nei. Hann reyndi að fela hana. Mamma var með þennan ertnissvip, sem hún fær, þegar hún heldur, að hún angri okkur — og einkum mér. Við höfum verið bannsettir kjánar, Nikulás. Það sé ég nú!“ „Jæja,“ Nikulás setti glasið frá sér og þurrk- aði yfirskeggið sitt, „nú er það að minnsta kosti of seint að koma honum burt, en ég skal sannar- lega ekki hvetja hann til að lengja heimsókn sína.“ Þeir gengu niður til þess að drekka te með hinu fólkinu. Það var miklu betra með teinu en vanalega, þó var varla hreyft við þvi. Emest not- aði fyrsta tækifæri til að segja fólkinu í hálfum hljóðum frá ávísuninni. Renny var orðinn óróleg- ur i skapi, af því að Lúlú hafði birzt um morgun- inn, og Filippus, sem var kunnugt um hugar- ástand sonar síns, var einnig órólegur. María og Magga hörmuðu að hafa ekki getað losað sið við hinn óboðna gest. Og Aðalheiður hafði minni matarlyst en vanalega, af þvi að allur þessi ferða- undirbúningur hafði orðið henni til óþæginda, og hún hafði vonda samvizku vegna þeirrar með- ferðar, sem Emest hafði orðið fyrir af hennar hálfu. Þau hugsuðu öll um það, að hinum eiginlega tilgangi með heimsókninni hefði ekki verið náð. Þau höfðu komið til þess að halda hátíðlegt brúð- kaup, en ekkert hafði orðið úr því. Magga sat mitt á meðal þeirra og reyndi að bera sig vel og leyna vonbrigðunum, en hún var stöðugt við- utan og oft þunglynd. Sér til óblandinnar ánægju höfðu litlu dreng- imir fengið leyfi til að drekka te með fjölskyld- unni, hvítklæddir alveg eins og þeir höfðu verið i boðinu. Ágústa tók Eden í kjöltu sína og hvísl- að að honum: „Þú gleymir ekki Ágústu frænku, er það?“ „Nei, ég mun ekki gleyma þér, og ég mun segja, guð blessi þig, þegar ég fer með kvöld- bænir mínar, og þegar ég er orðinn stór, kem ég að heimsækja þig og þú ferð með mig í dýra- garðinn." Ágústa faðmaði hann að sér. „Ég vildi óska, að ég gæti tekið hann með,“ sagði hún. „Ég mun sakna hans mjög —. og Pippa líka.“ „Einhvem tíma komum við María að heim- sækja þig ásamt öllum bömunum, Gústa,“ sagði Filippus. Ágústa leit út eins og hún hugsaði með sér, að það væri nú of mikið af þvi góða. Hún svaraði: „Það væri dásamlegt. En úr þvi að við emm að tala um heimsóknir, þá finnst mér, við Edwin hafa dvalið helzt til lengi á Jalna. Mér finnst annars rangt að fara i svona langar heimsóknir." Edwin bætti við: „Já, já við emm búin að vera allt of lengi." „Þið hafið verið velkomin," sagði Maria. „Það fer líka vissulega eftir því, hverjir gestimir em.“ „Já, að vísu,“ sagði Magga. „Það er sumt fólk til, sem aldrei er of lengi, en aðrir .... “ „Ég er sammála Ágústu um, að ekki beri að vera 'of lengi í heimsókn í senn,“ sagði Edwin. „Og þótt mér finnist ég vera eins og heima á Jalna, þá kemur þó að því að ég finn, að mér beri að fara aftur til London.“ „Vertu ekki svona hátíðlegur!“ tautaði Nikulás. „Þú ert bara ánægður að komast heim." „Það er eitt, sem ég gleðst yfir,“ skaut móðir þeirra inn í, „það er, að Malaheide verði eftir. Hann mun verða mér til mikillar huggun- ar." Hún lagði hönd sina á hné Malaheide í vemd- unarskyni. Nú heyrðist hófatak í mölinni, og vagninn kom i ljós. Hodge beygði upp að dymnum. „Hann kemur of snemma," sagði Ernest og leit á úr sitt. Elísa kom út og mælti nokkur orð við Hodge.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.