Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 14

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 35, 1944 að sjá hana. Karl gerir svo og skipar Helgu að snauta út, hún muni eiga erindið. Helga ris þá upp úr öskustónni, hreinsar af sér öskuna og kolahrímið, lýkur upp kistlinum og finnur í hon- um fallegasta drottningarskrúða. I hann fer hún og kemur svo út til kóngssonar. Hann heilsar henni kurteislega og hefir hana i burt með sér, siglir heim í land sitt, gengur að eiga hana og verður kóngur eftir föður sinn, en Helga drottn- ing. Svo kann ég þessa sögu ekki lengri. Barnsskírnin. Þegar séra Jón Vidalin, faðir Geirs biskups, var presturinn i Laufási, (1755—1767) var þar karl einn skrítinn í sókninni, sem Þorsteínn hét. Einn sunnudag kemur Þorsteinn til kirkju með bam, sem hann ætlaði að biðja prest að skíra, og leggur hann reifastrangann upp á bæjarvegginn, gengur svo inn til prests og fer að tala við hann út í alla heima og geima. Þangað til prestur segir: „Áttirðu ekkert sérstakt erindi við mig núna, Þorsteinn minn?“ Þá rankar karl við sér og segir: „Jú; jú; ég ætlaði að biðja yður að skíra fyrir mig í dag.“ Prestur spyr, hvar bamið sé. „Ég lagði það héma úti,“ segir karl, „upp á bæjarvegginn; ég hélt, að það væri óhætt.“ „Ósköp era á þér maður," segir prestur, „og farðu strax út eftir þvi.“ Þorsteinn fer út og ætlaði að ganga að baminu vísu á bæjarveggnum; en þá var það horfið, og hafði fólk tekið bamið, borið það inn og veitt því aðhjúkrun. Karl leitar nú og leitar allsstaðar í kringum bæinn og finnur ekki; loksins sér hann, hvar liggur lönguhryggur. Þorsteinn tekur upp hrygginn og hugsar með sér, að þetta sé hryggurinn úr baminií, fer með hann inn til prests og segir: „Bölvaður fari hundurinn yðar, prestur minn; hann hefir fundið bamið og étið það upp til agna, nema hrygginn, og er hann héma til sýnis." Klippt eða skorið. Einu sinni komu tvær kerlingaf að þúfu ný- sleginni. „Tama er fallega skorið,“ sagði önnur kerlingin. „Og þú lýgur því,“ sagði hin; „það ■er klippt," sagði hún. „Og hvaða vitleysa er í þér, það er skorið." „„Ekki er það skorið, það er klippt.“ Þarna vora kerlingar að hnakkrífast, íivort gtásið væri klippt eða skorið, þangað til þær flugust á og ultu báðar á haf ofan í tvi- bytnupytt, sem þar var. Það sást síðast til þeirra, aíT'ekkl stóð upp úr, nema fingurnir. Myndaði h’in kerlingin þá til með fingranum, að það væri klippt, en ekki skorið. Þama drápu kerlingarnar hvora aðra. Þvi segja menn, þegar menn era þrákelknir og stagast á hinusamaeinlægt: „Klippt eða skorið, sögðu kerlingamar, og svo fer þér.“ Við skulum aldrei dæma menn eftir þvi hve mikla hæfileika þeir hafa, heldur eftir þvi, hvernig þ'eir nota þá. Svar við orðaþraut á bls. 13. ESJA. ESPAR SUNDI J ARÐ A ASNAR Svör við Veiztu—? á bls. 4: 1. 1004—1030. 2. Jóhann Sigurjónsson; úr „Sonnettu". 3. Ættleggur. 4. Brasilia. 5. 1 Louvre-safninu í París. 6. Rússlandi. 7. Sir A. Conan Doyle. 8. Hibemia. 9. Henry Purcell. 10. Ares. 247. KROSSGÁIA Vikunnar Lárétt skýring: 1. vanvirða. —- 5. hak. — 9. hold- ug. — 10. langan. — 12. hávaða. — 14. velta. — 16. soðin. — 18. fugl. — 20. hnöttur. — 22. kvistur. — 23. leðurband. — 24. forsetning. — 26. horfa. — 27. ótta. — 28. haltur. — 30. húð. — 31. nokkrum. — 32. sterk- ur. — 34. skrúfa. — 35. hæð. — 37. safna. — 40. þekki. — 43. eyði. — 45. að sunnan. — 46. loftgat. — 48. storm. — 50. þyngdarein. — 51. framefni. — 52. fengur. — 53. fuglar. — 55. —beita. — 57. glænepjast. — 58. fóðrir. — 60. linað. — 61. forir. — 62. háttur. — 63. þráð. — 64. ferð. Lóðrétt skýring: 2. sterk. — 3. tré. — 4. leiðarmerki. — 5. gramur. — 6. boli. — 7. hryggð. — 8. skrá. — 11. mælt. — 12. þjóðhöfðingja. — 13. hús. — 15. hávaði. — 17. kyrr. — 18. skellir. — 19. óregla. — 21. skip. — 23. óþekkt. — 25. opin. — 28. skyrílát. — 29. seglviður. — 31. útlim. — 33. fjártaka. — 36. hýungurinn. — 38. klaki. — 39. ekki þessa. — 40. slunginn. — 41. ónefndur. — 42. fótur. — 43. hérað. — 44. blása. — 46. kropp. — 47. vitra. — 49. dúkurinn. — 52. lotin. — 54. skrifa. — 56. líta. — 57. nota. — 59. stigi. — 60. venzlamann. Lausn á 246. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. murta. — 5. hálka. — 9. eina. — 10. bæla. — 12. lyfi. — 14. göng. — 16. slota. — 18. eik. -— 20. galsa. — 22. sopi. — 23. af. — 24. lá. — 26. reku. — 27. afi. — 28. bundinn. — 30. rót. — 31. húma. — 32. fara. — 34. ær. — 35. sá’. — 37. árna. — 40. Óðni. — 43. góm. — 45. ógleðin. — 46. rós. — 48. álas. — 50. il. — 51. an. — 52. háll. — 53. taska. — 55. ann. — 57. vaska. — 58. auma. — 60. loga. — 61. laut. — 62. pínu. — 63. óburð. — 64. marka. Lóðrétt: — 2. reyti. — 3. tifa. — 4. ani. — 5. hæg. — 6. álög. — 7. lanar. — 8. missa. — 11. skaut. — 12. lopi. — 13. ei. — 15. gler. — 17. loft. — 18. efna. — 19. klif. — 21. skóp. — 23. aumingi. — 25. ánauðin. — 28. bú. — 29. nr. — 31. hrá. — 33. asi. — 36. hóla. — 38. ró. — 39. alla. — 40. óðan. — 41. NN. — 42. fólk. — 43. gátur. — 44. masa. — 46. rása. — 47. slaki. — 49. skulu. — 52. hagur. — 54. amar. — 56. ná. —57. vona. — 59. auð. — 60. lím. Flugvél úr 8. ameríska flughemum hefur verið hitt skoti úr loft- vamabyssu og stendur í björtu báli og nærri lá, að við það kvikn- aði í næstu flugvél á eftir. — Þessi litli, kínverski snáði er að bursta skóna fyrir stóran, ame- rískan félaga sinn! r

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.