Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 12
12 Því næst gekk hún yfir flötina í áttina til Filippusar og sagSi hönum eitthvað í hálfum hljóðum. Hann leit skelfdur framan í hina. „Hvað haldið þið að hafi komið fyrir? Robert Vaughan hefir fengið snert af slagi! Veslings maðurinn! Þessi atburður hefir verið honum of þungbær." „Og það einmitt, er við erum tilbúin að leggja af stað!“ sagði Ágústa. „Það er hraðilegt áfall fyrir frú Vaughan," sagði Edwin. „Ég vildi gjaman vita, hvað ungi vinur okkar Maurice heldur um sjálfan sig núna!" tautaði Nikulás. María stundi: „Mér hefir lika liðið svo undar- lega í dag — eins og skuggi hvíldi yfir okkur!" „Ég man, hversu yfirbugaður hann var þennan morgun, þegar við vorum að tala við hann. Hann hafði enga stjóm á tilfinningum sínum eins og við.“ ' Allir ræddu sorgmæddir og æstir áfallið — nema Aðalheiður, sem sat með hendur studdar á hné og starði fram fyrir sig. Um siðir sagði hún: „Hjartaslag — Robert Vaughan, hjartaslag! Heldur þú, að hann nái sér eftir það, Filippus?" „Það er von um það, mamma." „Jæja, það er gott! Ég verð að fara og heim- sækja hann, hughreysta hann. Hvar var það, sem þú sagðir, að hann hefði orðið veikur?" „öðm megin alveg — vinstra megin." Hún hristi höfuðið með meðaumkunarsvip og neri saman höndunum. Edwin leit á úrið. „Guð hjálpi okkur!" hrópaði hann. „Við megum engan tíma missa!" „Að hugsa sér," sagði Ágústa, „að ég verð að fara burt án þess að geta heilsað upp á frú Vaughan! Mamma, þú verður að tjá henni sam- úð mína." „Þau komast einhvem veginn af,“ sagði móðir hennar skörulega. En nú urðu þau að fara að kveðja. Edwin, Ágústa og Ernest kvöddu Aðalheiði, hvert á eftir öðru. Að þeim síðastnefnda hvíslaði hún: „Þú mátt ekkí vera reiður út af því, að ég gaf Malaheide þessa litlu gjöf. Hún var ekki mikils virði. Ernest létti, en þó var hann efablandinn á svip. Hann svaraði hvíslandi: „Þú mátt ekki halda, mamma, að ég gagnrýni nokkuð, sem getur glatt þig. En ef ég væri í þtnum sporum, myndi ég ekki neyða hann til að vera eftir. Fyrst og fremst er þetta nú heimili Maríu og Filippusar, og það er greinilegt, að þeim leiðist að hafa hann héma." Það var mjög óheppilegt að segja, að María væri meðeigandi í Jalna. Móðir hans endurtók það. „Að Jalna væri í eign hennar! Að Jalna til- heyrði þessari manneskju, af því að hún væri kona Filippusar! Þú talar eins og kjáni!" „Uss, uss, mamma, hún gæti heyrt til þín! Ég átti bara við........" En honum gafst ekki tími til að átta sig. — Nikulás ýtti honum að vagninum. Renny lyfti Pip upp því að hann ætlaði að kyssa á fingurinn. María ýtti Eden burt undan höfðum hestanna. Magga stóð og grét við öxl Filippusar. Sorg hennar hafði nú brotizt út aftur við tilkynning- una um veikindi Vaughans. Malaheide stakk hendi Aðalheiðar undir hand- legg sér og brosti. Hann veifaði í kveðjuskyni til brottfarendanna, þegar hinar dökkleitu grein- ar grenitrjánna skyggðu á ferð vagnsins. XX. KAFLI. Gamall frakki og gömul hryssa. Jörðin virtist vera orðin þreytt af hitanum, og þó að ágústmánuður væri enn ekki liðinn, fálmaði hún eftir svölu haustloftinu. Þegar gestimir voru farnir varð hússtarf Maríu léttara. Hún fór að ná sér eftir vonbrigðin yfir því, þegar slitnaði upp úr trúlofun Möggu. Og samkomulagið við stjúpbörnin var betra en nokkru sinni áður. Hún hafði haft áhyggjur af heilsu Edens, en hann var nú stálhraustur, og Pip var eins þreklegur og barn gat bezt verið. Um nálægð Malaheide var þetta að segja: hún fékk að hafa Filippus í friði, þau urðu innilegri vinir eins og hún hafði svo lengi óskað. Henni þótti næstum því eins vænt um hesta hans og hunda og honum sjálfum. Þau gátu staðið úti í aldingarðinum og horft á gyltu, sem var að gefa ungunum sinum að sjúga. En beztu stundimar sátu þau niður við ána, falin í þéttum nýgræðingnum, á meðan hún las upp fyrir hon- um kvæði, og hann lá í grasinu og horfði á hana, VTKAN, nr. 35, 1944 þar sem hún sat í björtu sólskininu. Eitt vildi María hvorki né gat; og það var, að fara með honum á veiðar. Þá naut hann líka þeirrar ein- vem, sem eðli hans krafðist. En Aðalheiður var ekki fyllilega ánægð á þess- um tima. Það var tómlegt, þegar börnin hennar voru farin, og það var ekki auðvelt að bæta úr því. Hún var háðari Ernest en hún gerði sér grein fyrir, og hún var ergileg af því, að hann var ekki nálægt til þess að stjana við hana, og hún saknaði þeirra áhrifa, sem persónuleiki hans bar með sér. Hún saknaði Hka Buckleyhjónanna og meira að segja Sir Edwins, sem reyndi alltaf að vernda Ágústu gegn hvassyrðum hennar. Hún þreyttist í höfðinu af því, að vaka fram- eftir við að spila eða tefla. Malaheide spilaði betur en hún, og hún var nógu gáfuð að hafna tillögu hans um að spila um peninga. En þrátt fyrir það vann hann peninga — bæði frá Nikulási og Filippusi í bi*idge. Morgun nokkum blés hvass vindur um hérað- ið og rak á undan sér skýjabólstrana. Þeir hurfu út við sjóndeildarhringinn hinumegin við vatnið, og himininn hvelfdist blár og sumarlegur. Sið- ustu blómhnappamir opnuðust við kossa sólar- innar. Aðalheiður þráði að gera eitthvað. Hún fann iðjuleysi síðustu viknanna leggja um líkama sinn. Hún ákvað, að hún skyldi vera meira úti. Hún ætlaði að aka langar leiðir, hún ætlaði að heim- sækja Robert Vaughan. Veikindi hans höfðu verið af vægara taginu, svo að hann gat nú setið uppi. En það fyrsta, sem hún ætlaði að gera á þessum yndislega morgni var að hengja föt Filippusar síns út í sólskinið og hrista þau og viðra vel til þess að vernda þau gegn eyðileggingu mel- flugunnar. Hún gerði það einu sinni á ári um þetta leyti. Það var alltaf sonur hennar, Filippus, sem hjálpaði henni við það, Emest veigraði sér við því, hann komst í vont skap af þvi, og Niku- lás sagði henni miskunnarlaust frá nýjum götum og ráðlagði henni að gefa fötin eða brenna þeim. Hún gekk út um hliðardyrnar, þaðan heyrði hún rödd Filippusar; hann var að tala við mann, sem ætlaði ef til vill, að kaupa hest. Hún kall- aði til hans. „Filippus, komdu hingað, vinur minn! Ég ætla að fá þig til þess að hjálpa mér við dálítið." Filippus sneri bakinu að henni, og það leið dálitil stund þangað til hann sneri sér við. Hann þekkti þennan hreim í rödd hennar; hann heyrði á henni, hvað beið hans, og í hjarta sinu gerði hann uppreisn á slíkum morgni og þessum. Hann varð fýlulegur á svipinn, eins og svo oft þegar hann var drengur og langaði ekki til að hlýða. „Filippus," sagði hún hvasst, „sefurðu, fyrst þú kemur ekki, þegar ég kalla?" Hann sneri sér hægt við og gekk á móti henni, um leið og hann tók gamla stráhattinn ofan og strauk hendinni yfir ljóst hárið. „Ég var bara að hugsa um,“ sagði hann ró- legur, „að það er svo margt, sem ég þarf að gera núna fyrir hádegi." „Þú tekur því með ró,“ svaraði hún hæðnis- lega. „En það er eitt, Filippus, sem þú átt og verður að gera. Þú verður að hjálpa mér að viðra föt föður þíns. Það ætti að vera búið að því fyrir löngu, og í dag er þetta ágætisveður." Hann gekk til hennar og tók utan um hana. „Hvað segir þú um að aka út í vagninum, gamla mín?" spurði hann lokkandi. „Nei,“ svaraði hún ákveðin. „Við þurfum að viðra fötin hans pabba þins." Filippus yppti öxlum þreytulegur og sagði: „Já, já, þá skal ég ná í kassana." Skær þrastasöngur barst til þeirra; fuglinn sat og rólaði sér hjá tómu hreiðri sinu. Móðir hans sneri sér að honum og spurði hvass- lega: „Er ég fugl?" Svo bætti hún við í blíðari tón: „Nei, Filippus, við megum ekki svíkjast um það. Við verðum að ganga frá fötunum." „Hann er ekki að hugsa um fortíðina. Hann gleðst yfir nútiðinni — áður en veturinn kemur." ‘•Sass:. CoPr 1 ' f'ini I'c.itures Syndicatc, Inc/, Woríd ng’his rcsrrvr.l MAGGI OG KAGGI. 1. Raggi: Komið þér sælir, Jón. Jón blómasali: Sæll, Raggi, hvað get ég gert fyrir þig? 2. Raggi: Ég ætlaði að kaupa blóm handa einni vinstúlku minni, hún á afmæU í dag! Jón: Ég á hérumbil ekkert eftir, Raggi, því miður!! 3. Jón: Hér er allt og sumt, sem eftir er; þau eru orðin anzi föl og ljót! Raggi: Það gerir ekkert til, ég ætla að fá þau, þótt þau séu bæði föl og ljót-----— 4. Raggi: Því að þá er eins með þau eins og peysuna, sem hún prjónaði og gaf mér í af- mælisgjöf!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.