Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 35, 1944 arameistarinn, jafn stimamjúkur og venjulega. „Hringduð þér, herra minn?“ „Já Parker. Mig langar til þess að gera dá- litla tilraun. Blunt majór stendur hér úti á stéttinni fyrir utan gluggann á skrifstofunni. Mig langar til þess að vita, hvort nokkur hafi getað heyrt til yðar og ungfrú Ackroyd, er þið töluðuð saman héma, kvöldið, sem morðið var framið. Mig langar til þess að biðja ykkur að leika það atvik aftur eins nákvæmlega og þið getið. Ef til vill vilduð þér gjöra svo vel að ná í bakkann, eða hvað það nú var, sem þér hélduð á?“ Parker fór fram og við fórum inn í litlu for- stofuna fyrir utan dymar á skrifstofunni. Bráð- lega heyrðum við barið á dymar í fremri for- stofunni, og Parker kom inn og hélt á bakka með sódavatnsflösku, viskíflösku og tveim glös- um. ,,Augnablik,“ kallaði Poirot, og virtist vera mjög æstur. „Við verðum að hafa allt i lagi. Alveg eins og það var. Það er mín aðferð." „Tltlend aðferð, herra,“ sagði Parker. „Endur- teknlng glæpsins, er það ekki kallað svo?“ Hann stóð þama alveg rólegur og óáreittur og beið eftir frekari fyrirskipunum Poirots. „Ah! Hann veit hvað hann syngur, sá góði Parker,“ sagði Poirot. „Hann hefir lesið um þessa hlutl. Jæja, ég bið ykkur um að hafa allt eins eðlilegt og þið framast getið. Þér komuð úr fremri forstofunni — svona. Ungfrúin var — hvar?“ „Héma,“ sagði Flora og tók sér stöðu fyrir framan skrifstofudymar. „Alveg rétt, herrá,“ sagði Parker. „Ég var að loka hurðinni," sagði Flora. „Já, ungfrú,“ sagði Parker. „Þér hélduð ennþá utan um húninn eins og núna.“ „Jæja, byrjið þá,“ sagði Poirot. „Leikið þetta smáleikrit fyrir mig.“ Flora stóð og hélt um hurðarhúninn, og Parker kom utan úr forstofunni og hélt á bakkanum. Hann nam staðar rétt fyrir innan dymar. Flora tók til máls. „Heyrið þér, Parker! Herra Ackroyd vill ekki láta trufla sig aftur í kvöld.“ „Var þetta rétt?“ bætti hún við í öðrum mál- róm. „Eftir þvi, sem ég man bezt, ungfrú," sagði Parker; svo hækkaði hann röddina, alveg eins og hann væri á leiksviði: „Já, ungfrú. Á ég að læsa eins og venjulega?" „Já, þakka yður fyrir.“ Parker hvarf út um dymar, Flora gekk á eftir honum og tók að ganga upp stigann. „Er nóg komið?" spurði hún og leit um öxl. „Aðdáunarvert!" sagði litli maðurinn og neri saman höndunum. „En Parker, emð þér vissir um, að tvö glös hafi verið á bakkanum þetta kvöld? Handa hverjum var annað glasið?" „Eg tek alltaf með mér tvö glös,“ sagði Parker. „Vilduð þér nokkuð meira?" „Ekkert. Ég þakka yður fyrir." Parker fór, jafn virðulegur og endranær. Poirot stóð í miðri forstofunni og hleypti brún- um. Flora kom aftur niður og gekk til okkar. „Tókst tilraun yðar?“ spurði hún. „Ég skil ekki . . .“ Poirot brosti til hennar. „Það er heldur ekki nauðsynlegt, að þér skiljið það,“ sagði hann. „En segið mér, voru tvö glös á bakkanum hjá Parker þetta kvöld?" Flora hugsaði sig um stundarkom. „Ég man það bara ekki,“ sagði hún. „Ég held það. Er — er það ástæðan fyrir tilraun yðar?" Poirot tók í hönd hennar. „Lítið á það á þennan hátt,“ sagði hann. „Ég hefi alltaf áhuga fyrir því, hvort menn segja mér sannleikann eða ekki.“ „Og sagði Parker sannleikann?" „Ég hallast heldur að því, að hann hafi gert það,“ sagði Poirot hugsi. Fáum mínútum síðar gengum við aftur niður í þorpið. „Hvað kom yður til þess að spyrjast þessa um glösin?“ sagði ég forvitnislega. Poirot yppti öxlum. „Eitthvað má maður til með að segja," sagði hann. „Þessi spuming átti jafn vel við og margar aðrar." Ég starði á hann. „Hvað sem þVí nú viðvíkur, vinur minn," sagði hann, „þá veit ég að minnsta kosti núna dálitið, sem mig langaði til þess að vita. Við skulum svo ekki ræða meira um það.“ XVI. KAFLI. Spilakvöld. Þetta sama kvöld var spilakvöldið hennar Caroline. Gestirnir koma eftir kvöldverð og fá kaffisopa og síðar te og kökur. Umrætt kvöld vom gestir okkar ungfrú Ganett og Carter ofursti, sem býr nálægt kirkjunni. Þessi spila- kvöld em, eins og gefur að skilja, eingöngu til þess ætluð að segja þar helztu slúðursögur vik- unnar. „Það er fremur kalt í kvöld, finnst yður ekki, Sheppard?" sagði Carter ofursti, þar sem hann stóð og sneri baki að arninum. Ungfrú Ganett hafði farið með Caroline upp á loft og var þar eitthvað að snurfusa sig til. „Þetta er ákaflega dularfullt með veslings Ackroyd," hélt ofurstinn áfram um leið og hann tók við kaffibolla, sem ég rétti honum. „Það liggur eitthvað meira en lítið þar á bak við — það hefi ég alltaf sagt. Svona okkar á milli sagt, Sheppard, þá hefi ég heyrt nefnd fjársvik!" Ofurstinn leit til mtn á þann hátt, sem mátti útleggja: „Einn heimsborgarinn í trúnaði við annan!" „Það er einhver kvenmaður með í spilinu, á því er enginn vafi." Ungfrú Ganett og Caroline komu niður í sömu svifum. Ungfrú Ganett drakk kaffið sitt, en á meðan náði Caroline í spilin. „Stokka vel," sagði ofurstinn hátíðlega. „Það hefi ég alltaf fyrir reglu síðan ég var í Shanghai." Það er einkaálit bæði Caroline og mitt, að ofurstinn hafi aldrei komið til Shanghai á ævi sinni. Og meira að segja, að hann hafi aldrei komizt lengra austur en til Indlands, þar sem hann var birgðastjóri yfir niðursuðuvörubirgðum hersins i heimsstyrjöldinnl. En hann er vissulega hermannlegur í öllu fasi, og I Kings Abott leyf- um við mönnum að beita hugmyndaflugi sínu nokkuð frjálslega. „Eigum við þá að byrja?" sagði Caroline. Við settumst öll við borðið. 1 fimm mínútur var alger þögn, er hver um sig var að athuga sín eigin spil, — og jafnvel náungans! — „Svona, James," sagði Caroline loksins, „þú átt út!“ „Ég sá Floru í morgun," sagði ungfrú Ganett. „Hvar sáztu hana?“ spurði Caroline. „Hún sá mig ekki,“ sagði ungfrú Ganett í þess- um tón, sem aðeins þekkist i smábæjum. Spilin tóku nú allan huga okkar um stund, en ekki leið á löngu þar til Caroline hélt áfram. „Hvað varstu að segja um Floru Ackroyd? Var hún ein?“ „Já, mjög svo,“ sagði ungfrú Ganett og þær horfðust í augu, eins og þær væru að skiptast á eiijhverjum leynilegum hugskeytum. „Einmitt það,“ sagði Caroline full áhuga. „Jæja, ég er alls ekkert hissa." „Við erum að biða eftir því, að þér spilið út, ungfrú Caroline," sagði ofurstinn. Hann leikur stundum hifin áhugasama spilamann, sem alls ekkert er hrifinn af kjaftasögunum, en enginn lætur blekkjast af honum. „Ef þér spyrjið mig,“ sagði ungfrú Ganett. („Var þetta lauf hjá þér, elskan min?) Eins og ég sagði, ef þið spyrjið mig, þá get ég sagt ykkur það, að Flora hefir verið framúrskarandi heppin." Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. Oddur: Hvað ertu með þarna? Tveir hermenn: Sjáðu, Oddur, hann er heiðursmaður, 1. hermaður: Þetta er tveggja daga heimferðaleyfi, sem nýi þessi nýi liðsforingi okkar, hann gaf okkur báðum liðsforinginn okkar gaf mér!! þriggja daga frí þegjandi og hljóðalaust!!! Fleiri hermenn: Já, hann gefur hverjum sem er eins langt frí Oddur: Jæja, það er þá bezt, að ég fari Oddur: Rottur og lygalaupar!!! og hann vill .... ég fékk tveggja daga.------------Og hann vildi gefa til hans líka og fái hjá honum fimm daga mér fjögra daga frí, en ég var svo lítillátur, að ég þáði aðeins tvo!! frí!!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.