Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 35, 1944 13 Dægrastytting i ■ .....^ Orðaþraut. SPAR UNDI ARÐ A S N A R Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niður eftir, myndast nýtt orð og er það nafn á fjalli í nágrenni Reykjavíkur. Sjá svar á bls. 14. Kiðuvaldi. Einu sinni voru karl og kerling, sem áttu sér þrjár dætur; hét ein Signý, önnur Oddný og Helga hin þriðja. Voru þær Signý og Oddný eftirlætis- goð foreldra sinna, en Helga var olnbogabarn, lá i öskustónni og var ekkert um hana hirt. Einu sinni bar svo til i karlskoti, að eldurinn slokkn- aði, og bað karl Signýju dóttur sina að fara og sækja eld. Hún spyr, hvert hún eigi að sækja hann. Hann segir: „Þú skalt ganga yfir fjöll og fimindi, hálsa og hæðir, og svo langt, sem vegir þinir liggja, og það veit enginn.“ Síðan fer Signý af stað og gengur lengi lengi, þangað til hún fer fram hjá einstöku fjalli, þá heyrir hún sagt inni í fjallinu með dimmri rödd: „Kiðuvaldi býr í fjallinu." Hún svarar: „Svei þér, búandi í fjall- inu!“ og heldur enn áfram, þangað til hún kem- ur í helli. Þar sá hún, að eldur logaði á skíðum, og var pottur yfir fullur af keti, og skammt þar frá voru kökur óbakaðar í trogi. Hún tekur kökumar, bakar þær og etur síðan; svo stelur hún keti úr pottinum og eldi undan honum. Síð- an gekk hún út. Þegar hún var komin á móts við fjall Kiðuvalda, kom til hennar hundur svo grimmur og illur, að hann beit af henni hægri höndina, tók frá henni ketstykkið, sem hún hafði stolið, og drap fyrir henni eldinn. Kom hún svo heim allslaus og verri en allslaus. Daginn eftir sendi karlinn Oddnýju eftir eldi, og fór það allt á sömu leið, sem fyrir Signýju, en það eitt 1 IJTLEGÐ. Framhald af bls. 4. stofna sigrum mínum í hættu með því að gefa mig fram. Ég var alveg sannfærður um það, að miklu auðveldara væri fyrir látið tónskáld að finna útgefanda að lög- um sínum og áhugasama leikhússtjóra, sem vildu taka þau að sér; og þannig nær hann frægð og vinsældum, sem lifandi tón- skáldi aldrei getur órað fyrir að ná fyrr en eftir dauða sinn. Ég hefi aðstöðu til að sanna þetta! Og nú ætla ég að segja yður það, sem eftir er að sögu minni. Ég átti frænda, sem var algjörlega samvizkulaus, og ég ákvað að fá hann í lið með mér. Vandlega dulbú- inn leitaði ég hann uppi og gerði við hann samning. Eftir miklar ráðagerðir kom- umst við að viðunandi niðurstöðu; hann átti að lýsa yfir því, að ég hefði framið sjálfsmorð; sannanirnar áttu að vera bréf, sem ég sýnilega hefði skrifað honum dag- inn áður en ég lézt. I þessu bréfi gerði ég hann að einkaerfingja mínum. Önnur skjöl, sem smám saman urðu til, sönnuðu þessa arfleiðslu. Á þeim stað strandarinnar, þar sem talið var, að ég hefði farizt, fann Kennir kínverjum ensku. Kvikmyndaleikkonan Loretta Yong hefir nýlega talað inn á nokkrar grammófónplötur, sem notaðar eru við enskukennslu í kinverskum skólum. skakkaði, að hundurinn beit af henni nefið, en ekki höndina. Kom hún svo heim slypp og verri en slypp, þar sem hún hafði misst af sér nefið. Þriðja daginn skipar karl Helgu að fara og hefir öll sömu ummæli við hana, sem hinar, nema hvað hann bætti því við, að sig gilti einu, þó hann sæi hana aldrei aftur. Helga fór, og þegar hún kemur á móts við fjallið einstaka, heyrir hún, að sagt er með dimmri röddu: „Kiðuvaldi býr í fjallinu." Hún svarar: „Búðu heill i fjalli, heilla karlinn." Svo heldur hún áfram og kemur í hell- inn. En þar er eins ástatt og áður, eldur logar á skíðum og pottur uppi yfir með keti og óbak- aðar kökur í trogi. Helga hagræðir þá undir pott- inum, bakar kökurnar, leggur þær svo á trogið og færir upp ketið, þegar það var fullsoðið. Síðan hreinsar hún og sópar út allt eldhúsið. Þegar hún er búin að þessu öllu saman, tekur hún með sér eldinn og fer af stað með hann. Þegar hún fer fram hjá fjalli Kiðuvalda, kemur til hennar hundur, ósköp vinarlegur og færir henni kistil og segir, að hún eigi kistilinn og það, sem í honum sé, en hún skuli ekki ljúka honum upp, nema henni liggi mikið á. Svo fer Helga heim með frændi minn skjalatösku með dýrmætinn handritum. Þar sem hann var einkaerfingi minn, þá átti hann rétt á allri þóknun fyrir verk mín og okkur samdist um það, að ég ætti að greiða honum einn f jórða af því, sem hann fengi á þennan hátt. Ennfremur hafði ég arfleitt hann að öllum handritum mínum, sem enn væru óbirt, og ég hafði tekið fram, að hann ætti að birta þau eftir eigin geðþótta. Á þennan hátt hefir mér verið kleift að skrifa sex söngleiki eftir dauða minn, og ég vona, að mér takist að skrifa fleiri. Ósk mín er að láta alla ver- öldina verða hissa. Mig langar til þess að láta alheiminn undrast og dást að þeim fjölda tónverka, sem ég samdi áður en ég lézt! Til þess að ná þessu takmarki, vinn ég af miklum móð — ég er mjög af- kastamikið lík! Síðan ég dó, hefi ég leyft mér margan munað, sem ég varð að neita mér um, meðan ég var á lífi. Ég á plantekrur á Indlandi, lystihöll í Rio de Janeiro og kvennabúr í Damaskus. Allt kostar þetta offjár, og ég verð að vinna mikið; samt er ég sannfærður um, að aldrei hefir neitt >ík notið lífsins í eins ríkum mæli og ég. eldinn og geymir vandlega kistilinn og lýkur hon- um aldrei upp. Nú líður heilt ár, þangað til kóngsson kemur þar við land og í karlskot, finn- ur karl og spyr hann, hvort hann eigi ekki dætur. Karl segist eiga tvær. Kóngsson biður annarar þeirrar. Karl tók því vel og skipar Signýju að koma út og fagna biðli sinum. Hún gerir svo, kemur út og hefir vettling á hægri hendi. Kóngs- son ætlar að taka í hendina á henni; en þá verður ekkert fyrir honum nema vettlingurinn. Kóngsson segir, að hann geti ekki átt handar- lausa konu og segist vilja fá að sjá hina dóttur karls. Karl kallar þá á Oddnýju að koma út og fagna biðli sínum. Hún gjörir svo, en hefir strút upp undir augu. Kóngsson ætlar að lúta að henni og kyssa hana, svo hún verður að ýta neðar strútnum. Sér kóngsson þá, að hún er neflaus, og segir, að svo illt, sem sé að eiga handalausa ko'nu, þá sé það þó enn verra að eiga hana neflausa. Spyr hann þá karl, hvort hann ætti ekki fleiri dætur. Karl segist ekki geta talið það; hér sé reyndar ófétis-stelpa, sem alltaf hafi legið i öskustónni, en hún sé engum manni boðleg. Kóngsson biður hann að lofa sér En því miður þá er það alltaf eitthvað, sem skyggir á alla þessa hamingju mína! Sérhver okkar hefir sína eigin óhamingju til að bera, og mín óhamingja er sú, að ég elska París svo heitt; að ég elska þá borg, sem ég ekki get séð aftur án þess að eiga það á hættu að rísa upp frá dauðum. Og þangað er endalaus heim- fýsi mín. ó, París! Þig er ekki hægt að finna í Rio, né heldur í Indlandi eða í Damaskus; ekki einu sinni í Paradís; — já, vel á minnzt, þekkið þér litlu Evelinette í f jölleikahúsinu ?“ „Ég held það nú!“ „En hvað það var einkennileg tilviljun! Og þér hittið hana ef til vill stundum?“ „Mjög oft; hún er einn af beztu og nán- ustu vinum mínum!!“ „Einmitt! Er það svo? Einkenhileg til- viljun! Hefir hún nokkurntíma minnzt á mig við yður?“ „Aldrei!" Hann varð skyndilega mjög hugsi; svo sagði hann eftir stutta þögn: „Það eru nokkrir ókostir við það að vera dauður. Litla, fallega Evelinette var eina stúlkan, sem ég hefi elskað. — Oe: samt hefir henni tekizt að gleyma mér algjörlega!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.