Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 15

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 35, 1944 15 SÖNGSTJÓRI austan hafs og vestan. Framhald af bls. 7. falleg og auðveld í meðferð, svo að al- menningur gæti spilað þau og lært. Lögin í Organtónum eru einmitt lögin, sem áttu erindi til þjóðarinnar. Flóknari og vanda- samari lög hlutu þá að falla hér í ófrjó- saman jarðveg, því að almenningur hafði hvorki tamið smekk sinn til þess að geta notið slíkra laga, og svo voru þeir næsta fáir, sem voru færir um að spila slík lög að nokkru gagni, enda ekki samin fyrir harmoníum, sem þá var lang algengasta hljóðfærið. „Organtónar“ hafa því átt mikinn þátt í því að glæða tónlistarþekk- ingu þjóðarinnar og svala músíkþorsta hennar á sínum tíma og jafnframt undir- búa jarðveginn undir þá músík, sem koma átti, veigameiri tónlist, og vekja þrána eftir henni, en hún er þegar orðin sam- eiginleg eign margra manna hér á landi, því að eins og kunnugt er, þá rann hér upp „píanóöld" eftir „harmoníumöldina“. Brynjólfur hefir ennfremur gefið út ljóð- lagaheftið „Svanur“, og safn af léttum forspilum fyrir organista. — Bróðir Brynjólfs er Þorkell Þorláks- son fyrrum stjórnarráðsritari. Hann er söngvinur mikill og listfengur maður, og get ég hans hér vegna þess, að hann er höfundur sönglagsins alkunna, „Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel“, sem birt er í Organtónum og fyrir löngu er orðið að nokkurskonar þjóðlagi hér á landi. Baldur Andrésson. Skríllur — Hvemig ferðu eiginlega að því að fá svona mikla peninga hjá manninum þínum? — Ég segi bara við hann að ég fari frá honum heim til mömmu og pabba, og þá lætur hann mig strax hafa peninga fyrir farinu! — Þó að þú værir síðasti karlmaðurinn á jarð- ríki, þá myndi ég ekki giftast þér!1 — Það skil ég vel; þú myndir verða troðin undir í þrönginni i kringum mig! ! !. — Nei.nú verð- ið þér að hætta, ungfrú! Þetta er í fimmta skipti, sem ég ber yður niður stigann! Asbestcement plötur á þak og veggi. Skolprör Masonite olíusoðið. Krossviður vatnsþéttur 8 m.m. Þakpappi 4 tegundir. Gúmmíslöngur V*” og y4”. Saumur allar stærðir. Vatnssalerni Sendum gegn póstkröfu um allt Iand. Á. EINARSSON & FUNK Tryggvagötu 28. Sími 3982. Kvikmynda-9Vstjörnuríð Ævisaga Betty Grcble, með 20 úrvalsmyndum, er að koma út. Leikaraútgafan Verðlœkkun á gleri Höfum fengið nýjar birgðir af ensku og ame- rísku „Ultra Vitrolate Glass“ Rúðugler í öllum þykktum og stærðum, skorið niður eftir máli. — Einnig selt í heilum kistum. Hamrað gler Vírgler Sendum gegn póstkröfu. Pétur Pétursson Glerslípun og speglagerð. Hafnarstræti 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.