Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 35, 1944 unmn in n b i m i l ■ v Skapari kvenfatatízku Matseðillinn Hænsnasteik. Hænsnasteik. 2 hanar, ungir, 100 gr. smjör, 2—3 pelar vatn, % matsk. salt, ofurlítill matarlitur. Hænsnin eru reytt, sviðin með spritti, innyflin tekin innan úr, hænsnin þvegin vel, bundin upp með bómullargami, þurrkuð með hreinu stykki, brúnuð á pönnu, látin I pott með heitu vatni ásamt salti og matarlit, soðin hægt í iy2 tíma þá tekin upp og haldið heitum. Soðið síað og sósan búin til á venjulegan hátt, látið i hana salt og matarlitur eftir smekk. Hænsnin eru klippt i hæfilega stór stykki, sósan og brún- aðar eða soðnar kartöflur bornar með. Jarðaberja-ís. 50 gr. sykur. % 1. rjómi. % 1- jarðarberjasaft. 75 gr. brytjað súkkulaði. Rjóminn er þeyttur vel. Þá er saft, sykri og súkkulaði blandað var- lega saman við; látið í ísmót og fryst í 4—5 klukkutíma, annað hvort í kæliskáp, eða þá á eftirfarandi hátt: Mulinn klaki er látinn í botninn á bala eða öðru hentugu íláti, og nokkr- ,um hnefum af grófu salti stráð yfir. Þá eru mótin sett í balann með mokkru millibili. Því næst er látið í balann og kringum mótin eitt lag af in. Ávaxtahlaup. 1. Bláberjahlaup. Bláber 1750 gr., vatn 500 gr., sykur 1400 gr., PECTINAL 1 pakki. Berin eru vandlega marin og sett í pott ásamt vatninu yfir eld í 20 mínútur. Safinn er síaður og 1100 gr. af honum blönduð með pectinal- inu og hlaupið búið til. klaka og annað af salti. (Klaka mun auðvélt að fá í frystihúsum). Eftir 2 tima frystingu eru mótin tekin upp úr og öllu hellt úr balan- um, en síðan eru mótin látin aftur niður í balann eins og fyrr er lýst. Þegar ísinn er tekinn úr mótunum, er það gert á þann hátt, að mótin eru skoluð að utan með köldu vatni, lokið tekið af, og hnífur látinn leika í kringum ísinn. Síðan er hvolt úr mótunum á föt. ísinn er borinn á borð með ískökum; skreyttur með þeyttum rjóma, skrautsykri og jafn- vel jarðarberjum. Tízkumynd. Þetta dragtarsnið er nú mjög í tízku. Jakkinn er kragalaus og blúss- an fellur þétt upp við hálsinn. Axlim- ar sýnast breiðari vegna þver- saumana á jakkanum. Pilsið er slétt. Bruno Stehle er amerískur tízku- teiknari af svissneskum ættum. Hann teiknar búninga eingöngu fyrir þær konur, sem hann telur til fyrirmynd- ar; en það eru velklæddar starfs- konur. Þessi samfestingur er úr ljósu „shantung", á vösunum eru gylltir hnappar; beltið er einnig gyllt. „Tízkan verður að hafa sinn til- gang,“ segir hann, og honum hefir tekizt sú list að einbeita sér ein- göngu við aðalatriðin. Bruno er fæddur í Basel í Sviss. Foreldrar hans búa þar enn. Hann lærði að teikna og mála í Múnchen og segir, að hann beiti þekkingu sinni á málaralistinni við tízkuteikn- ingar sinar. „En ég tek líka tillit til efnanna sem ég vinn úr,“ segir hann, „tízkuteiknari verður að hafa þekkingu á réttri meðferð fataefna." Þegar Bruno kom til Bandaríkj- anna, hafði hann litla reynslu í teikn- ingu tízkufyrirmynda, en í mörg ár hefir hann numið þá list hjá helztu tízkuteiknurum í New York. Hann segir, að hann eigi ungfrú Hattie Carnegie, sem hann starfar . með núna, mikið að þakka það, hve vel honum hefir tekizt. Bmno, sem raunverulega hlaut frægð sína fyrir tizkufyrirmyndir úr ullarefnum, hefir tilfinningu hins sanna listamanns fyrir litum. Mörg ullarefni eru lituð sérstaklega til þess að fullnægja hinum kröfuharða smekk hans. Um kjól eða kápu segir hann: „Þetta verður að vera hent- ugt," en með þvi á hann við, að fötin verða að vera saumuð með ýtmstu nákvæmni og sniðið með ná- kvæmri þekkingu á líkamsbyggingu konunnar. Köflóttur samkvæmislcjóll. Bruno hefir mikið dálæti á köflóttum efnum. Þessi kjóll er úr hvítu og brún- köflóttu silki efni. Á pilsið eru saum- aðar tvær rósir úr „palíettum." Beltið er slétt með spennu. Yfir axlimar em aðeins mjóir hlýrar. Husmœður! Saltutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdmn. Það gerið þér bezt með þvi að nota BETAMON, óbrigðult rotvamarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VlNEDIK, gerjað úr ávörtum. VANTULETÖFLUR. VlNSÝKU. FLÖSKULAKK f plötum. ALLT FRA CHEMIAh/f FiBst í ðDmn matvöruverrlnnum. aniuiniM 4«m nwoi uiuimi Atllr Tlta *ð GEKBEB’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnaríkaata fæða, aem hingað hefir flutzt fnt 1 Verzlun Theódór Siemsen Siml 4204. NB. Sendl flt nm land ppi ptetkrilo. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.